Heilsuvernd - 01.02.1972, Blaðsíða 9

Heilsuvernd - 01.02.1972, Blaðsíða 9
BJÖRN L. JÓNSSON LÆKNIR Insúliniö 50 ára Uppgötvun insúlíns árið 1921 hefir löngum verið talin einn merk- asti sigur læknavísindanna í baráttunni við sjúkdóma. Við sykur- sýki þekktust áður engin lyf, og orsakir hennar voru með öllu hulinn leyndardómur. Sykursýkin er ákaflega lúmskur sjúkdómur, sem menn geta gengið með árum saman, án þess nokkurn gruni, og finnst oft af tilviljun við rannsókn á þvagi. Fyrstu einkennin eru tíð og mikil þvaglát og þorstatilfinning. Síðar koma fleiri og alvarlegri ein- kenni í ljós, svo sem hár blóðþrýstingur, húðkýli, þreyta og aukin svefnþörf, sjóntruflanir og blinda, bilanir á taugakerfinu, nýrna- skemmdir, bilanir á hjarta og æðakerfi og algert meðvitundarleysi, sem leiðir til dauða, ef ekki kemur bráð hjálp. Öll þessi einkenni eru afleiðing af því, að sykurmagn í blóðinu eykst. Þegar sykurmagnið fer yfir visst mark, byrja nýrun að útskilja sykur í þvagi, sem þau gera ekki undir eðlilegum kringum- stæðum. Inn í blóðið kemst sykurinn úr meltingarfærunum, sem vinna hann úr næringarefnum þeim, sem kölluð eru kolvetni og er aðallega að finna í kornmat, rótarávöxtum og aldinum. Blóð- sykurinn er líkamanum lífsnauðsyn, og minnki hann um of, leiðir af því meðvitundarleysi og dauða. Getur verið erfitt, nema með blóðrannsókn, að þekkja þetta ástand frá því, sem að ofan er getið og leiðir af of miklum sykri í blóði. Líkaminn framleiðir sjálfur insúlín, og gerist það í frumuhópum í briskirtlinum, sem sendir efnið beint út í blóðrásina nákvæmlega í því magni, sem þarf hverju sinni til að halda blóðsykurmagninu innan hæfilegra marka. Sykursýkin stafar af því, að briskirtillinn hættir að framleiða nægilegt magn insúlíns, en hvað því veldur, HEILSUVERND 9

x

Heilsuvernd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.