Heilsuvernd - 01.02.1972, Page 10

Heilsuvernd - 01.02.1972, Page 10
vita menn ekki. Þetta er þó eigi eina skýringin á sykursýki, því að hún getur einnig stafað af truflunum á starfsemi lifrar, heila- dinguls og annarra innkirtla. Margir telja ofneyzlu sykurs og annarrar munaðarvöru aðal- orsök sykursýki. Til þess bendir m.a. sú staðreynd, að í báðum síðustu heimsstyrjöldum dró verulega úr sykursýki, og sömuleiðis úr offitu og tannskemmdum, samfara því að sykurneyzla minnkaði. Sem betur fer, er oft hægt að halda sykursýkinni í skefjum með viðeigandi mataræði. Ber þar að leggja höfuðáherzluna á að forðast venjulegan sykur og önnur sætindi, og geta þá flestir neytt brauð- og mjölmatar í hófi, svo og ávaxta, bæði nýrra og þurrkaðra, og jafnvel hunangs. Gervisykurefni eru varhugaverð, hvort heldur cyclamat eða sakkarín, og þeirra er engin þörf, því að menn geta vanið sig af að sykra mat og drykki. Grænmeti, rótarávextir, ávextir, mjólkurmatur og önnur fæða úr jurta- og dýraríkinu í sem náttúrlegustu ástandi tryggir sykursýkissjúkl- ingum fullkomna næringu og öll þau efni, er líkaminn þarfnast; en þeir verða vitanlega að láta ýmislegt á móti sér, forðast neyzlu margskonar „góðgætis" og lifa, að því er sumum kann að virðast, hálfgerðu meinlætalífi. Þegar insúlínið fannst, þóttust menn hafa himin höndum tekið, og vísindamaðurinn Banting, sem uppgötvaði það, hlaut Nóbels- verðlaun fyrir afrekið. Insúlínið hefir lengt líf fjölda sjúklinga, og þótt fundizt hafi á síðari árum önnur lyf, sem handhægari eru og tekin eru inn í töflum, er insúlínið enn þrautalendingin fyrir marga. Lyf þessi lækna ekki sjúkdóminn, en þau gera sjúklingnum kleift að lifa nokkurnveginn „eðlilegu“ lífi, þ.e. veita sér ýmis- konar munað í mat og drykk án þess að stofna sér í bráða lífs- hættu. Hinu er ekki að leyna, að margir þessara sjúklinga gætu að mestu eða öllu leyti komizt hjá notkun lyfjanna með þeim náttúrlegu lifnaðarháttum, sem drepið er á hér á undan. Slíkir lifnaðarhættir mundu ennfremur útrýma að mestu þessum hættulega sjúkdómi, sem er ákaflega algengur meðal allra menn- ingarþjóða. Lyfin hafa engin áhrif á útbreiðslu sykursýkinnar. Og þrátt fyrir notkun þeirra verður hún fjölda manns að bana. Margir halda því fram eins og fyrr er sagt, að mikil sykumeyzla 10 HEILSUVERND

x

Heilsuvernd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.