Heilsuvernd - 01.02.1972, Síða 13
jurtir voru þurrkaðar og blandað saman. Oft drukkum við blóð-
bergste eingöngu. Annars var almennasti drykkurinn sýrublanda.
Vínföng voru mjög sjaldan höfð um hönd. Samt vissi ég, að faðir
minn keypti stundum kút af brennivíni og nokkrar flöskur af
öðrum vínum, sjerrýi (einkum messuvíni svokölluðu), portvíni og
rommi, og það var stundum tekið á því handa gestum. Og á stór-
hátíðum, t.d. á jólunum, var stundum veitt heitt rommpúns.
Hvannarætur, fjallagrös og grautar úr þeim voru mikið notuð
á sumrum. Faðir minn lét líka nota krækling, sjóða hann og steikja
á glóðum, en ég hafði hugmynd um það, að þó að okkur bömunum
og foreldrum mínum þætti þetta ágætur matur, var sumt af vinnu-
fólkinu, sem fannst þetta óþarfa nýbreytni og taldi það varla
mannamat. Ég man eftir því, að maður, sem kom að Heggstöðum
einu sinni, var að segja frá því sem merkilegu, að hann hefði komið
út í herskipið „Díönu“, sem þá var við mælingar þar norður frá,
og höfðu þá foringjar á því skipi keypt af honum krabba, sem
hann hafði fengið í netið ásamt þorski, sem hann var að selja
þeim, og hann furðaði sig mikið á því, að þeir vildu hirða þá og
leggja þvílíkt ómeti sér til munns. Einstöku sinnum fengum við
söl. Eftir harða veturinn varð maísbrauð algengt til manneldis.
Brauðið var annars oftast nær pottbrauð úr rúgmjöli, ósýrt, bakað
undir potti, eða þá flatbrauð, steikt á glóðum. Á jólunum var búið
til laufabrauð úr hveiti, kökurnar voru útskomar með kleinujámi
og steiktar í feiti. Líka voru þá búnar til úr hveiti kleinur og ýmis-
konar sælgætisbrauð. Fyrir utan hátíðir fengum við sjaldan neitt
sælgæti, sykurmola við og við, og svo einu sinni eða tvisvar á ári
rúsínur, fíkjur og sveskjur, þegar farið hafði verið í kaupstaðinn.
Brjóstsykur þekktist varla. Ég man þó eftir, að faðir minn kom
einu sinni með eitthvað úr Reykjavíkurferð af „brjóstsykrinum
ljúfa“ frá Þorláki Ó. Johnson kaupmanni, sem auglýsti þá vöru
mikið, og við börnin vorum mjög hrifin af þessu nýja sælgæti.
Fersk aldin sá ég ekki fyrr en löngu síðar, eftir að við vomm flutt
til Reykjavíkur, nema hvað við krakkarnir stundum gátum tínt
allmikið af krækiberjum og lítið eitt af bláberjum á sumrum.
Mjólkurmatur var aðalnæringarefnið auk fisksins, og svo slátur,
nýtt á haustin, annars súrsað. Ket var sjaldnar notað, þó man ég
HEILSUVERND
13