Heilsuvernd - 01.02.1972, Síða 14
eftir að við fengum ketsúpu með spaðbitum einu sinni í viku, svo
og ket með baunum við og við. Ketið var venjulega saltket, hangi-
ket aðeins til hátíðabrigða. Nýtt ket var aðeins að fá á haustum,
eða ef sérstaklega stóð á, nema fuglaket, sem við fengum oft.
Steikt ket þekktist aðeins á hátíðum og í stórveizlum. Selaket
fengum við stundum, en ég man, að mér þótti það ekki gott. Aftur
á móti var hvalket mikið notað, einkum rengi, súrsað. Þvesti,
(magurt hvalkjöt. Ritstj.) og spik var minna notað, nema hvað
spikið var brætt saman með mör, og þá kallað bræðingur og notað
til viðbits. Skyrgerð var mikil á heimilinu, og súra skyrið geymt
allan veturinn og notað í hræring með rúgméli eða byggi. Osta
gerði móðir mín líka stundum, mysuosta og mjólkurosta. Mjólkur-
afurðir voru ekki seldar, nema máske eitthvað af sméri, sem ekki
þótti lakara, þó að það væri orðið súrt. Það var geymt í skinn-
belgjum, eins og kæfan, sem alltaf var búin til á haustin, og skinn-
belgirnir stóðu svo í röð úti í skemmu á hlaðinu.
Venjulega mötuðust menn með sjálfskeiðingum og hornspónum,
útskornum með höfðaletri. Hver hafði sinn ask, líka útskorinn,
sem var vandlega þveginn eftir máltíðir með hrosshársþvögu.
Voru svo askamir settir á vissan stað á bæjarveggnum til að þorna,
þegar ekki var úrkoma. Hnífapör voru stundum notuð, þegar heldri
gestir komu. Við krakkarnir áttum pjáturkrúsir, sem við fengum
mjólk í. Tréílát voru annars algengust, og þurfti oft að gera við þau.
GAMANMÁL: UMBURÐARLYNDIR LÆKNAR
Heim læknir hafði stranglega bannað einum sjúklinga sinna að
reykja og farið hörðum orðum um þennan löst. Nokkru síðar
hitti sjúklingurinn lækninn í samkvæmi og sá þá sér til furðu,
að hann var reykjandi stóran vindil af áfergju.
„Hér sitjið þér reykjandi en hafið harðbannað mér að reykja“.
„Já, alveg rétt,“ svaraði læknirinn og brosti kankvíslega. „Lækn-
ar eru mjög misstrangir gagnvart sjúklingum sínum, og minn
heimilislæknir er einmitt einn af þeim umburðarlyndari“.
14
HEILSUVERND