Heilsuvernd - 01.02.1972, Qupperneq 16

Heilsuvernd - 01.02.1972, Qupperneq 16
Ef við virðum fyrir okkur ástandið hér á íslandi, lítur dæmið þannig út: Um 2/5 (40%) af fæðu Islendinga er hvítur sykur og hvítt hveiti. Hvaðan fáum við þau fjörefni og steinefni, sem við erum svipt með neyzlu þessara einhæfu fæðutegunda? Fjöldi manna reynir það með fjörefnalyfjum, sem eru alls ófullnægjandi. Margir nota hveitihýði og hveitikím, en það er enganveginn nóg, enda eðlilegasta lausnin sú að borða hveitið ósigtað. Sykurinn er ekki hægt að bæta upp með neinu móti, þannig að þar er eina ráðið að skera neyzlu hans niður að verulegu leyti, og í staðinn mundi af sjálfu sér koma neyzla efnaauðugri matvæla. BLJ Fundir í NLFR 1. Föstudaginn 26. nóvember 1971 var fundur í Náttúrulækn- ingafélagi Reykjavíkur í Matstofu félagsins, Kirkjustræti 8. Eiður Sigurðsson flutti þar erindi um barnaheimili fyrir munaðarlaus börn, en vöntun er á slíkum heimilum hér á landi. Hann lýsti heimsókn í barnaheimilið í Kumbaravogi við Stokkseyri, en það annast frú Esther Jónsdóttir, fyrrverandi ráðskona Matstofu NLFR, og maður hennar. Síðan las hann þýdda grein úr ensku tímariti um barnaheimili, þar sem notað er mjólkur- og jurtafæði. Að erindinu loknu urðu miklar umræður um fyrirætlanir NLFÍ varðandi stofnun barnaheimilis í Sogni og önnur félagsmál, og að siðustu voru bornar fram góðgjörðir. 2. Mánudaginn 13. desember var fundur á sama stað, einskonar jólavaka. Frú Arnheiður Jónsdóttir las sögu eftir Selmu Lagerlöf: Sýn Ágústusar keisara. Þá flutti séra Jón Thorarensen erindi um jólahald á íslandi fyrr á öldum, Skúli Halldórsson tónskáld lék nokkur lög á píanó, og frú Svava Fells las ljóð eftir Gretar Fells. Að lokum þágu fundargestir veitingar. 16 HEILSUVERND

x

Heilsuvernd

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.