Heilsuvernd - 01.02.1972, Síða 18

Heilsuvernd - 01.02.1972, Síða 18
Hólmfríður Jónsdóttir kr. 2000. Guðlaug Jónsdóttir kr. 300. Trausti Jónsson kr. 3100. N.N. kr. 125. Marta Guðmundsdóttir kr. 400. N.N. kr. 400. Allar þessar gjafir vil ég þakka. Ég vil líka þakka hlýjar óskir fjölmargra, sem hér hafa dvalið sér til heilsubótar. Gagnkvæm tillitssemi og skilningur milli sjúklinga og okkar, sem þjónustuna eigum að veita, er það sem aldrei má rofna, ef starfsemin á að koma að þeim notum, sem til er ætlazt. Kærar þakkir. Hugheilar óskir til ykkar allra um blessunar- ríka framtíð. Ámi Ásbjarnarson LíOagigt f dýpum Þegar talað er um gigtarsjúkdóma í liðum, má skipta þeim í tvo aðalflokka: 1. Brjóskeyðingu og „kalkanir" í liðamótum, sækir aðallega á eldra fólk og verður hér kölluð „slitgigt“. 2. Bólgur innan og utan liðamóta, samfara margskonar skekkjum og bækl- unum, hér kallað bara liðagigt. Slitgigtin er ævagamall sjúkdómur, og hefir hún fundizt í mörg- um dýrum, smáum sem stórum, svo sem hestum, músum, hvölum og fuglum. Hún hefir fundizt í múmíum frá Egyptalandi, í beina- grindum apa, sem voru uppi fyrir tveimur milljónum ára, og jafnvel í skriðdýrum, sem lifðu fyrir hundrað milljónum ára. Liðagigt er hinsvegar óþekkt í dýrum. Og þótt kynlegt kunni að virðast, hefir henni ekki verið lýst svo öruggt sé fyrr en um miðja 19. öld. Hún virðist hafa náð til allra þjóða og kynstofna manna, en mismunandi útbreidd eftir löndum. Um orsakir þessara sjúkdóma vita læknavísindin næsta lítið, ýmsar tilgátur hafa komið fram, en allar eru þær ófullnægjandi. Ofangreindar upplýsingar eru að mestu úr bók eftir tvo enska gigtlækna, sem gefin var út 1971. 18 HEILSUVERNO

x

Heilsuvernd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.