Heilsuvernd - 01.02.1972, Blaðsíða 19
NIELS BUSK GARÐYRKJUSTJÓRI
Eigum við taka
upp lífræna
ræktun?
Hversvegna hefir lífræn ræktun ekki náð útbreiðslu hér á landi,
eða hentar hún okkur ekki? Þannig spyrja margir, sem koma í
garðyrkjustöð Heilsuhælis NLFÍ.
Svarið er því miður á þá leið, að meðan ekki fæst hærra verð
fyrir þær vörur, sem framleiddar eru með þessum aðferðum, verða
þær ekki almennt teknar upp. Þær eru vinnufrekari og gefa minni
uppskeru. En gæði uppskerunnar eru langtum meiri heldur en
þegar notaðar eru venjulegar áburðaraðferðir. Þetta gera neyt-
endur sér ekki Ijóst og kaupa því lélega vöru, jafnvel þótt betri
vara sé á boðstólum. Ég hefi engan hitt, sem komið hefir hér og
bragðað á grænmeti úr garðyrkjustöð hælisins án þess að viður-
kenna yfirburði ræktunaraðferða okkar að því er varðar bragðgæði.
Eigendur heimilisgarða þurfa ekki að horfa í kostnaðinn, sem
fyrir þá skiptir ekki miklu máli. Ástæðan til þess að þeir nota ekki
þessar aðferðir er sumpart þekkingarskortur, ef til vill líka leti,
og svo hitt, að menn vita ekki, hvar er að fá efni til áburðar í
garða, svo sem hornspæni eða hornmjöl, sem fæst með því að
mala eða saxa horn og klaufir slátraðra húsdýra og er tilvalið í
safnhauga með búfjáráburði, ásamt fiskimjöli eða beinamjöli.
En þess ber að geta, að meðan ekki er eftirspurn eftir hlutunum,
má heldur ekki vænta framboðs. Ef nógu margir mynduðu samtök,
væri auðveldara um útvegun á nauðsynlegum efnivið í safnhauga.
Og því mega menn ekki gleyma, að hér er að því stefnt að fram-
Framhald á bls. 21.
r~
HEILSUVERND
19