Heilsuvernd - 01.02.1972, Page 21

Heilsuvernd - 01.02.1972, Page 21
ingurinn látinn bíða í 1 klst., áður en hann er bakaður við fremur hægan hita í % klst. Borinn fram heitur eða kaldur með þeyttum rjóma. Hrá eplakaka Eplin eru afhýdd, rifin niður á rifjárni, látin í skál í lögum með létt brúnuðu haframjöli, niðurmuldum makkarónum eða brauð- mylsnu. Skreytt með þeyttum rjóma. Borið strax fram. EIGUM VIÐ AÐ TAKA UPP .... ? — Framhald af bls. 19. leiða úrvals gæðavöru, sem tekur öðru fram, bæði til heimanotkun- ar og til sölu. Það er út af fyrir sig ekki lítils virði, að neytendur geti treyst því, að grænmetið, sem þeir kaupa og leggja sér til munns, sé ekki mengað skaðlegum eiturefnum, sem víða eru notuð til að verjast meindýrum og jurtasjúkdómum. Þar að auki geymast matvælin betur og eru bragðbetri. Það þarf ekki annað en að spyrja eldra fólk, sem fullyrðir, að t.d. kartöflur, sem það kaupir nú í verzlunum, séu ekki eins góðar og þær, sem ræktaðar voru úti á landi áður fyrr. Og ástæðan er sú, að þá var eingöngu notaður búfjáráburður í garðana og engra varnarlyfja þörf. Nú fást sjald- an bragðgóðar kartöflur, enda nota flestir tilbúinn áburð og alls- konar lyf gegn illgresi, sveppum og meindýrum auk lyfja til að koma í veg fyrir, að kartöflurnar spíri í geymslunum. Þetta eru með öðrum orðum einskonar gervikartöflur, sem að vísu innihalda flest venjuleg næringarefni þessa jarðarávaxtar, en þær eru eigi að síður sjúkar og langt frá því að vera boðleg eða fullkomin matvara. GAMANMÁL: BÁÐUM SKJÁTLAÐIST í fyrirlestri fór Voltaire mjög lofsamlegum orðum um lækninn og skáldið Albrecht von Haller. Einn áheyrenda gat ekki stillt sig um að benda Voltaire á, að Haller hefði farið niðrandi orðum um hann. Voltaire leit á manninn, fitjaði upp á nefið og sagði með undirfurðulegu brosi: „Kannski okkur hafi báðum skjátlazt“. HEILSUVERND 21

x

Heilsuvernd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.