Heilsuvernd - 01.02.1972, Síða 22

Heilsuvernd - 01.02.1972, Síða 22
Á víð og dreif Flúorblöndun vatns bönnuð í Svíþjóð Sænska tímaritið Halsa skýrir frá því, að hinn 18. nóvember 1971 hafi sænska ríkisþingið samþykkt lög, sem leggja bann við því, að flúor sé blandað í neyzluvatn. Flúor- blöndun hefir verið komið á í mörg- um borgum víða um lönd til varnar gegn tannskemmdum, og hafa þess- ar aðgerðir valdið miklum deilum. Flúor er sterkt eiturefni, og and- stæðingar flúorblöndunar telja þarna um að ræða varhugaverða mengun. Virðist það sjónarmið hafa orðið ofan á í sænska þinginu. Káð við treguni hægðum Blanda 1 kúfaðri matskeið af möluðu hörfræi saman við súrmjólk og láta standa yfir nóttina. Borða þennan graut að morgninum með hunangi og nýmjólk. Spakmæli frá ýmsum þjóðum Haldið höfðinu köldu, maganum tómum og fótum heitum (rúss- neskt). Máltið án aldina er eins og sam- kvæmi án hljómlistar (arabiskt). Nýjungar eru ekki alltaf sannindi (spánskt). Enginn skyldi fara á bak við sálu- sorgara sinn eða lækni (rússneskt). Guðfræðingurinn hreinsar sam- vizkuna, læknirinn magann og lög- fræðingurinn pyngjuna (þýzkt). Þegar tveir læknar vitja sjúkl- ings, byrjar kirkjuklukkan að hringja (spánskt). Enginn læknir getur bjargað hug- lausum sjúklingi (spánskt). Þegar lyf læknar sjúkling, er það fyrir náð Guðs (kínverskt). Gerið ekki líkama yðar að apóteki (franskt). (The Practitioner) Bólusetningarskylda afnumin Nýlega hefir verið frá því skýrt, að bólusetningarskylda gegn kúa- bólu hafi verið afnumin í Bretlandi. 1 frönsku tímariti „A table ‘ segir frá því, að í Bandaríkjunum hafi almennar bólusetningar gegn kúa- bólu þegar verið lagðar niður, og að síðan á árinu 1970 hafi ekki verið krafizt bólusetningarvottorðs við komu inn í landið, nema hjá þeim, sem koma frá löndum, þar sem bólusótt er landlæg. I sama riti er frá því sagt, að nýlega hafi frönsku barni og foreldrum þess verið dæmdar skaðabætur úr rikissjóði vegna sjúkdóms, sem barnið hlaut eftir kúabólusetningu. Sjúkdómavarnir mikilvægar Það á alltaf að taka varnirnar langt fram yfir meðferð sjúkdóm- anna, segir dr. Theodore Cooper, sem er forstöðumaður hjartastofn- unar Bandaríkjanna. Michael Baker læknir í Washing- ton sagði nýlega, að hjartaflutning- ur væri hrein neyðarráðstöfun, sem telja mætti mjög vafasamt að ætti nokkurn rétt á sér, en sigur yfir hjartasjúkdómunum verði aðeins unninn með varnaraðgerðum. (Fréttabréf um heilbrigðismál) 22 HEXLSUVERND

x

Heilsuvernd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.