Heilsuvernd - 01.06.1975, Síða 13

Heilsuvernd - 01.06.1975, Síða 13
sókn á áhrifum slímlosandi lyfja hefði ekki leitt í ljós neinn árangur af notkun þeirra, og mér vitanlega hafa síðan ekki komið fram nein slík lyf sem taki hinum eldri fram. Til er fjöldi lyfja, sem draga úr eða deyfa ýmiskonar sjúkleg einkenni, svo sem verki, svefnleysi, hósta, meltingartruflanir, kláða o.s.frv. Yfirleitt er hér ekki um lækningu að ræða, heldur aðeins bælingu meira eða minna óþægilegra sjúklegra einkenna, sem eru í rauninni ekki annað en einskonar neyðaróp líkamans og krafa um raunhæfar aðgerðir til úrbóta í stað þess að kveða þessar raddir niður með varhugaverðum eiturlyfjum. Fúkalyf og fleiri ný lyf Með tilkomu fúkalyfja hefir læknum borist í hendur mikilvirkt vopn í viðureigninni við lífshættulega smitsjúkdóma og aðra sýklasjúkdóma. Lyf virðast hafa fundist við sumum geðsjúk- dómum, og lyfjameðferð í sambandi við svæfingar og skurðað- gerðir hefir tekið miklum breytingum til bóta og aukið mjög möguleika á meiri háttar aðgerðum, m.a. á öldruðu og veikluðu fólki. Um skeið héldu læknar, að með nýrnahettulyfinu Kortison hefði fengist varanleg lækning á hinni illræmdu liðagigt, því að við inntöku þess hjöðnuðu bólgur í liðum eins og snjór í sólbráði, og liðaverkir hurfu. En því miður komu einkennin fram á ný þegar sjúklingurinn hætti að nota lyfið. Og það sem verra var, við langvarandi notkun þess komu fram mörg óþægileg og jafn- vel hættuleg sjúkdómseinkenni, svo sem minnkandi mótstaða gegn árásum sýkla, úrkölkun í beinum, sjálfkrafa beinbrot, vöðvarýrnun, magasár o.fl. Þessi lyf eru því ekki notuð lengur nema sem neyðarúrræði í smáum skömmtum. Um fúkalyfin er það að segja, að sýklarnir virðast öðlast ónæmi fyrir mörgum þeirra, þar á meðal pensilíni, og þarf því ýmist að stórauka lyfjaskammtinn eða finna ný lyf. Auk þess hafa komið fram margskonar aukaverkanir af notkun þeirra; þannig eyða þau stundum vinveittum gerlum, t.d. í þörmum, gerlum sem hafa það hlutverk að halda niðri hættulegum sýklum. Við það koma HEILSUVERND 61

x

Heilsuvernd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.