Heilsuvernd - 01.06.1975, Page 8

Heilsuvernd - 01.06.1975, Page 8
vera, að menn hafi ekki glöggvað sig á þessu vegna þess, að skýrgreining hins opinbera matvælaiðnaðar á hrati (crude fibre), er í því fólgin, að meðhöndla matinn með sjóðandi brenni- steinssýru, natriumhydroxyði, vatni, alkóhóli og ether. Það má ætla að meltingarvegur mannsins meðhöndli fæðuna á ólíkan hátt, enda hefir það komið á daginn, að það eru mörg efni sem „meltast" ekki úr fæðu mannsins, þótt þeim sé auð- veldlega sundrað með sjóðandi sýru. Þessi efni hafa á ensku verið nefnd „dietary fibre“ og á íslensku matarklíð. Matarklíð kemur úr bandvef jurta, i ríkustum mæli úr korni og sérstaklega þeim hlutum sem skiljast frá þegar kornið er malað. Á undanfömum árum hefir áhugi vísindamanna vaknað á áhrifum matarklíðs, og er að vænta nýrra uppgötvana á þessu sviði á næstu árum. Ljóst þykir þó, að matarklíð gegnir hlutverki sem burðarefni hægða og hefir áhrif á útskilnaðarhraða, vatns- magn og sýrustig hægða, ummyndun snefilefna og kólesteróls og á gerlagróður þarmsins. Niðurbrot galllitarefna Galllitarefni eru framleidd í lifur úr kólesteróli. Þau berast um gallvegi niður í skeifugörn, þar sem þau blandast fæðunni. Gerlagróðurinn í ristlinum brýtur niður gallsöltin, og séu hægð- irnar litlar, er gerlagróður þessi aukinn og niðurbrot galllitarefn- anna einnig. Þessi niðurbrotsefni valda krabbameini séu þau gefin tilraunadýrum. Það er einnig vitað, að magn þessara efna er aukið í hægðum þeirra þjóða sem búa við háa tíðni ristilkrabba- meins og sérstaklega hjá þeim sjúklingum sem hafa myndað krabbamein. Þegar fæðan er klíðissnauð, hægðimar litlar og seinfara, verður líka náin snerting þessara efna við slímhúð ristilsins. Þessi niðurbrotsefni berast einnig í smáum stíl með blóðrás aftur til lifrarinnnar og hafa áhrif á gallframleiðslu hennar á þann veg, að auka hættuna á gallsteinamyndun. Matarklíð og sykur Undanfarin 8000 ár er talið, að mannkynið hafi stundað akur- 56 HEILSUVERND

x

Heilsuvernd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.