Heilsuvernd - 01.06.1975, Page 15

Heilsuvernd - 01.06.1975, Page 15
HvaO eru náttúrulaakningar? Fyrir nokkru var frá því skýrt í dagblaði í Reykjavík, að danskur teppasali væri farinn að lækna fólk með óvenjulegum hætti. Hann fær sendan blóðdropa frá sjúklingum og læknar þá svo úr fjarlægð, eða þá að sjúklingarnir koma til hans eða hann til þeirra, og hann leggur hendur yfir þá; og hvorri aðferðinni sem beitt er fá sjúklingarnir skjótan bata, oftast eftir langvar- andi vanheilsu og árangurslausar göngur milli lækna með til- heyrandi lyfjaáti. í hópi þessara sjúklinga eru þegar nokkrir íslendingar. í dagblaðinu er læknir þessi kallaður „náttúrulæknir", oftast innan gæsalappa. Það skal strax tekið fram, að þessar lækningaaðferðir eiga ekk- ert skylt við náttúrulækningar. Miklu fremur mætti kalla þær yfimáttúrulegar, því að ef raunverulega er um lækningar að ræða verða þær ekki skýrðar út frá þeirri þekkingu sem læknis- fræðin eða aðrar vísindagreinar ráða yfir. Náttúrulækningastefnan er mjög gömul, enda þótt þetta heiti sé tiltölulega nýtilkomið. Segja má, að faðir þessarar stefnu sé gríski læknirinn Hippókrates, en hann er talinn faðir læknisfræð- innar. Á hans dögum, á 5. öld fyrir Krists burð, var ekki um auðugan garð að gresja á sviði lyfja, varla um annað að ræða en jurtir og jurtalyf, en fornþjóðirnar höfðu aflað sér mikillar reynslu og þekkingar í sambandi við notkun jurta til inntöku eða í bakstra. Hippókrates lagði megináherslu á að koma i veg fyrir skemmstu komið á daginn, að lyfið Eraldin, en það hefir um nokkurra ára skeið verið notað við hjartasjúkdómum, getur valdið húðbreytingum sem líkjast psoríasis, og það sem alvarlegra er, hafa komið fram varanlegar skemmdir á augum í sambandi við notkun þess. (Niðurlag í næsta hefti) HEILSUVERND 63

x

Heilsuvernd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.