Völundur - 01.04.1935, Blaðsíða 3

Völundur - 01.04.1935, Blaðsíða 3
Völimdur Tímarit iðnverkamanna , . fife- • RITSTJÓRI: Pjetur G. Guðmundssou AFGREIÐSLA: Fjólugötu 25. Sími 4471 REYKJAVÍK 1. tölublað Apríl 1935 1. árgangur Inngangur. Iðnaður er orðinn svo gildur þáttur í at- vinnulífi þjóðarinnar og iðnaðarmenn svo fjölmenn stjett, að ekki má lengur dragast, að til sje málgagn í landinu, sem hafi það hlutverk að ræða áhugamál og hagsmuna- mál iðnaðar í landinu yfirleitt. Um nokkur undanfarin ár hefur verið gefið út Tímarit iðnaðarmanna, sem er mál- gagn atvinnurekenda í iðnaði, og er ekkert við það að athuga þótt atvinnurekendur hafi sjerstakt málgagn fyrir sig, þegar þeir telja þess þörf. En þörf fyrir málgagn, sem ræði einnig áhugamál og hagsmunamál iðnverka- manna, er jafn brýn samt. Miklum fjölda manna hættir til að líta á iðnaðinn einungis sem tekniskt fyrirbrigði. Afskifti að iðnaðarmálum eigi þess vegna að lúta að því, að efla verkkunnáttu í iðnaði. Þetta er merkilegur þáttur í iðnaðarmál- um, sem sjálfsagt er að gefa hinn fylsta gaum. En þetta er ekki nema einn þáttur af mörgum. Miklu færri menn — en margir þó — líta á stjórn iðnaðarframkvæmda sem aðalat- riði. Afskifti þeirra manna hníga að lang- mestu leyti í eina átt: að koma eignar- og framkvæmdayfirráðum á hendur fárra manna, þeim sjálfum fyrst og fremst til hagnaðar, en gera verkamennina í iðnaði að framleiðslutækjum, — að arðnýta vinnu fjöldans til hagnaðar fáeinum einstakling- um. Þessi skoðun hlýtur altaf að vera skað- leg fyrir iðnverkamenn sjerstaklega, og reyndar fyrir iðnaðarmálin alment. Þessir arðveiðimenn viðurkenna aldrei rjett iðn- verkamanna til afskifta af iðnaðarmálum alment. Þeir líta á verkamennina sem verk- færi, en ekki sem aðila í iðnaðarmálum. „Þú átt bara að vinna og þegja“, sagði at- vinnurekandi einn við mig fyrir mörgum ár- um. — Hann gerði með þessu ekki annað en færa í orðabúning skoðun, sem býr með flestum atvinnurekendum í iðnaði. — Við skulum sjá, hvort hið nýstofnaða Samband iðnverkamanna framkallar ekki þessa skoð- un hjá mörgum þeirra. Þá eru enn menn, — og þeir ekki fáir, — sem einungis líta á iðnaðarmálin frá sjón- armiði kaupmannsins, sem vilja efla iðnað- arframleiðsluna með það fyrir augum, að framleiðslan geti orðið gróðavænleg versl- unarvara. Verslun með iðnaðarvörur er merkilegur þáttur í iðnaðarmálum, ef hún er skipulögð með almenningshag fyrir aug- um. Enn er það ótalið, sem virðist hafa verið minstur gaumur gefinn fram að þessu, að iðnaðurinn í landinu er orðinn atvinnugrein, sem þúsundir manna byggja líf sitt á. Þetta er gildasti þátturinn í iðnaðarmálunum og sá, sem mestan gaum verður að gefa. Þessi atvinnugrein er ekki að eins afkomuskilyrði fyrir þá einstaklinga, sem vinna að iðnaði. Hún er hagfræðilegt stórmál, sem grípur inn í allar aðrar atvinnugreinar. Hún er ein af veigamestu hornsteinunum undir velfarn- aði allrar þjóðarinnar. Skipulagning iðnaðarins sem atvinnu- greinar, samhliða eflingu verkkunnáttu í iðnaði, eru þeir þættirnir í iðnaðarmálum

x

Völundur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Völundur
https://timarit.is/publication/1623

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.