Völundur - 01.04.1935, Blaðsíða 6
4
V ÖLUNDUR
margar vörutegundir, sem liggur í augum
uppi að við þurfum ekki að sækja til út-
landa, vegna þess að við eigum nógan efni-
við og nógan hagleik til þess að framleiða
þær í landinu.
En þar eru líka skráðar margar unnar
vörur, sem í fljótu bragði virðist óhjá-
kvæmilegt að sækja til útlanda, enda þótt
svo sje ekki í raun og veru. Ein af þeim vöru-
tegundum er pappírinn. Okkur er innan
handar að draga stórmikið úr pappírskaup-
um frá útlöndum, án þess að draga úr papp-
írsnotkun.
Hjer er um vöru að ræða, sem mikið mun-
ar um. Árið 1932 keyptum við frá útlöndum
1100 smálestir af pappír og pappírsvörum,
og greiddum fyrir slattann 1 milljón og 163
þúsund krónur.
Nú er ekki svo að skilja, að við getum
sparað þessi kaup alveg. En þó að við gæt-
um ekki sparað meira en svo sem Vio hluta
þessarar upphæðar, þá er það samt skilding-
ur, sem við lítum stórum augum á, þegar um
önnur útgjöld er að ræða.
Við fyrstu athugun þessa máls rísa tvær
spurningar: Höfum við pappírsefni í land-
inu, og — getum við búið til pappír?
Báðum þessum spurningum má hiklaust
svara játandi.
Pappír er gerður úr mörgum efnum, svo
sem trje, trjeni (efni, sem unnið er úr trje),
tuskum úr hör og baðmull, hálmi og alls-
konar strái öðru, úrgangi frá hampvinnu,
og nýr pappír er gerður úr gömlum pappír.
Þetta eru helstu efnin. En fjöldamörg önn-
ur efni má nota til pappírsgerðar.
Það getur verið að birkið okkar sje ekki
eins hentugt til pappírsgerðar og aðrar við-
artegundir, sem mest eru notaðar. En það
getur líka verið að það sje jafngott eða betra.
Og nóg er til af hrísinu. Sag og annar úr-
gangur frá trjesmiðjum í Reykjavík væri
efni í nokkrar smálestir af pappír.
Tuskur höfum við nógar í nokkrar smá-
lestir af pappír, — efni, sem annars fer til
ónýtis. Við höfum, sum árin, flutt út nokkr-
ar smálestir af tuskum, sem útlendingum
þykir tilvinnandi að kaupa af okkur — til
pappírsgerðar.
Þá er með öllu órannsakað hvaða gras-
tegundir við eigum hentugar til pappírs-
gerðar. Og hver veit nema grámosinn okk-
ar sje afbragðs pappírsefni?
Hjer í Reykjavík fara ósköpin öll af papp-
írshroða til einskis. Það er pappír, sem fell-
ur til í prentsmiðjum, bókbandsstofum,
skrifstofum, sölubúðum og á heimilum. Við
höfum meira að segja flutt út talsvert af
pappírsúrgangi sum árin. Útlendingum hef-
ir þótt tilvinnandi að borga dálítið fyrir
ruslið, auk ómakslauna og flutningskostn-
aðar. Þeir búa til úr þessu pappír, sem við
svo kaupum og flytjum til landsins aftur.
Þessum útflutningi mun nú vera að mestu
hætt. Þessu ágæta efni er brent, — þótt
það sje nálega einskis virði sem eldsneyti —
eða kastað í sorpið.
Við pappírsgerð þarf mikinn hita, þegar
pappírsmaukið er soðið. Þann hita getum
við fengið ókeypis við hverina, því ekki þarf
pappírsgerð endilega að vera í Reykjavík
eða annars staðar í þjettbýli. Þarna höfum
við eitt skilyrði betra til pappírsgerðar en
önnur lönd.
„Þeir ætla sjer að eignast skip, þótt eng-
inn kunni að sigla“, var eitt sinn sagt. En
skipin voru samt ekki fyrr komin, en nógir
menn voru til sem kunnu að sigla. Og þessu
hefur brugðið fyrir á öllum öðrum sviðum.
Pappírsgerð útheimtir mikla kunnáttu og
dýrar vjelar, ef stefnt er að því, að framleiða
margar tegundir og vönduðustu gerðir.
En pappír og pappa má gera með lítilli
kunnáttu og ódýrum tækjum. Pappírsgerð
var víða blátt áfram heimilisiðnaður sums-
staðar suður í löndum fyrr á tímum, og á
þann hátt framleiddur betri pappír en al-
ment er notaður nú. (Handgerður pappír).
Kunnáttuleysi kemur ekki til greina sem
hemill á framkvæmdum í þessu máli. Við
getum sent mann utan til náms. Og hann er
eftir eitt ár búinn að læra nóg til þess að