Völundur - 01.04.1935, Síða 9

Völundur - 01.04.1935, Síða 9
V ÖLUNDUR 7 Þegar þessi hlutverk eru af hendi int, er ekkert frekar að gera fyrir byggingaiðnað- armenn. Ef byggingamenn eru fleiri en með þarf, til þess að inna þessi hlutverk af hendi á hverjum tíma, skapast atvinnuleysi meðal byggingaiðnaðarmanna. Nú er tilfinnanlegt atvinnuleysi meðal byggingamanna. Það er út af fyrir sig fullalvarlegt mál, og liggur ekki í augum uppi hvernig úr því skuli bæta. En þó er annað meira áhyggjuefni, og það eru fram- tíðarhorfurnar. Aðeins tvær leiðir eru hugsanlegar til þess, að bæta úr atvinnuleysi byggingaiðn- aðarmanna: Að fækka starfsmönnum við bygginga- vinnu. Að auka atvinnu við byggingar. Fyrra atriðið kemur naumast til greina. Þeir sem hafa lært og lagt fyrir sig bygg- ingastörf eru ófúsir á að leggja þá starf- semi niður og taka upp aðra. Allir sem leggja stund á sjernám eða sjerhæfni verða miður hæfir til annara starfa. En jafnvel þótt byggingamenn vildu leggja annað fyrir sig, þá eiga þeir þess lítinn kost. Allar aðr- ar starfsgreinar eru fullskipaðar mönnum, og víðast meira en það. Síðara atriðið er heillaráð, — ef því yrði beitt. En eins og stendur er vonlítið um að takast megi að halda í horfinu, — að bygg- ingavinna ekki minki. Og meðan svo stend- ur kemur aukning ekki til greina. Það verður nú engan veginn fullyrt, að byggingavinna fari minkandi. En ýmislegt bendir til, að svo geti farið, og hyggilegra er að gera ráð fyrir því lakara og búa sig und- ir að mæta því. Ef gjaldeyrisvandræði haldast eða versna getur orðið fullerfitt að auka við íbúða- byggingar sem svarar mannfjölgun í bæn- um. Af sömu ástæðu getur svo farið, að verslunarstarfsemi í bænum minki við sig húsnæði, en auki ekki. Og það eru talsverð- ar líkur fyrir að svo fari. Liggja til þess rök sem ekki verða nánar greind að þessu sinni. Viðhald eldri húsa er verulegur liður í at- vinnu byggingamanna. En sá liður hlýtur að fara hlutfallslega minkandi. Munur á eldri og nýrri byggingum í bænum er mikill. Yf- irburðir nýrri bygginga liggja aðallega í vandaðri frágangi og varanlegra efni. En einmitt þessir kostir bygginganna gera það að verkum, að viðhald þeirra verður lítið. Byggingaatvinna getur aukist fyrir vax- andi kröfur um húsrúm í íbúðum. En þá að eins fyrir aukna velmegun, — batnandi ár- ferði. Horfurnar fyrir því eru ekki glæsileg- ar sem stendur. Það getur alveg eins farið svo, að árferðið versni og kröfurnar minki. Og þá er alvarleg vá fyrir dyrum hjá bygg- ingaiðnaðarmönnum. Enn má nefna sem úrræði, til að bæta úr atvinnuskorti byggingamanna, að reistar sjeu byggingar (aðallega í þarfir ríkis og bæjar), sem vitanlegt er, að byggja þarf í náinni framtíð. En að fara nú að vinna að þeim byggingum er að eins bráðabirgða- lausn, — með því er ekkert annað gert, en skjóta atvinnuskorti á frest til síðari tíma. Hvernig sem á er litið verður ekki annað sjeð, en atvinna byggingaiðnaðarmanna sje harla ótrygg. Þeir sem byggingavinnu stunda nú, eru fleiri en svo, að þeir hafi tryggingu fyrir atvinnu í nánustu framtíð. Hvernig úr því megi bæta er vandamál, sem ekki verður leyst með neinu einstöku ráði, eða af einum manni eða fáum mönnum. Það eru því miður horfur á, að ástandið fari versnandi, atvinnuleysi aukist. Þess vegna ríður mikið á að ekkert sje gert, sem áhrif getur haft til verra vegar. Meðan fleiri menn stunda byggingaatvinnu en svo, að at- vinna sje nægileg fyrir þá, má með engu móti f jölga mönnum í þessari atvinnugrein. Það væri að ganga með opnum augum að því, að breyta ástandinul til verra vegar.

x

Völundur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Völundur
https://timarit.is/publication/1623

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.