Völundur - 01.04.1935, Page 12
10
VÖLUNDUR
að fullyrða. Munur gæti hafa orðið einhver
eða mikill. En þó svo væri, getur enginn full-
yrt, nje haft hugmynd um, hvoru megin
hryggjar hann liggur.
Tilgangurinn með skipun nefndarinnar
hefur því ekki náðst. Það sem áunnist hefur,
eru nokkrar líkur en engin vissa.
Það má vel vera, að nefndin eigi litla
sök á því, að svona fór, það hafi verið ofur-
efli hennar að vinna bug á tómlæti fólksins.
En hún virðist ekki hafa gengið hart fram.
Ekki sjest af nefndarálitinu, að nefndin hafi
gert neitt til að útvega sjer vald, til þess að
heimta inn skýrslurnar með harðneskju þegar
hún sá, að árangur mundi ekki nást með mátt-
lausum áskorunum. Víti fyrir vanrækslu á
skýrslugerð voru sjálfsögð og ómissandi í
þessu falli, og hefðu sennilega dugað til
þess, að skýrslur hefðu komið frá flestöllu
fólki, sem rannsóknin átti að ná til.
. Eins og komið er, verður það að vera kom-
ið undir ágiskun og lítt undirbygðu mati
manna, hvað mikið þeir leggja upp úr nið-
urstöðum nefndarinnar. Ekki síst vegna
þess, að meðferð nefndarinnar á þeim gögn-
um sem fengust, og túlkun hennar á ástand-
inu er mjög varhugaverð, eins og vikið verð-
ur að síðar.
Heildaryfirlit yfir niðurstöður nefndar-
innar, með yfirskriftinni: Samanburður at-
vinnstjettanna, er birt hjer. Auk þess verða
nokkrar skýringargreinar teknar upp úr á-
litinu, sjerstaklega viðvíkjandi iðnaðar-
mönnum.
Bakarar
voru 58, framfærendur 35 og 98 á framfæri
þeirra. Eignir alls 434000 kr., en 7483 kr.
á mann að meðaltali. 10 áttu yfir 5000 kr.,
19 milli 0 og 5000 kr., en 29 voru eigna-
lausir. Skuldir voru alls 255600 kr., skuld-
endur 27, og skuld á skuldanda 9466 kr.
Eignir skuldenda 293600 kr. Skuldir á móti
eignum skuldenda 87%, en móti eignum
allra 58,9%. 13 skulduðu 100% eða
meira, 6 50—80% , 8 undir 50% og 31 voru
skuldlausir. 3 menn voru í ábyrgðum fyrir
samtals 800 kr. Skuldlaus eign var 178400
kr., en það er 3076 kr. á mann að meðaltali.
Líftrygðir voru 8 og 11 í sjúkrasamlagi.
Meðal-atvinnutíminn var tæpir 11 mán. og
veikindi 1 dagur yfir árið. Einn var atvinnu-
laus yfir 9 mán., 2 6—9 mán., 10 1—6 mán.
og 29 höfðu vinnu alt árið.
Meðaltekjurnar voru 462 kr. af eign, 1635
kr. af atvinnurekstri, 2010 kr. af vinnu hjá
öðrum, 15 kr. af öðru og 4122 kr. í alt. 37
höfðu tekjur yfir 3000 kr., 16 milli 1800 og
3000 kr. og 5 undir 1800 kr. Opinber gjöld
227 kr. Sjúkrakostnaður 153 kr. á veikt
heimili, en 2521 kr. alls.
Beykjar.
15 töldu fram, 11 framfærendur og 20 á
framfæri þeirra. Eignir alls 124700 kr., á
mann 8313 kr. 4 áttu yfir 5000 kr., en 10
undir 5000 kr. Einn taldist eignalaus. Skuld-
irnar voru 65400 kr. og skuldendur 13,
skuldir því 5031 á skuldanda. Eignir skuld-
enda 122200 kr. Skuldir á móti eignum
skuldenda 55,5% og á móti eignum allra
52,5%. Einn skuldaði 100%, 3 80—100%,
4 50—80%, 5 undir 50% og 2 voru skuld-
lausir. Skuldlaus eign 59300 kr., en það er
3953 kr. á mann.
Líftrygður var 1, slysatrygðir 2 og 2 í
sjúkrasamlagi. Atvinnutíminn var 8,7 mán.
og veikindi 0,5 mán. Einn var atvinnulaus
6—9 mán., 7 í 1—6 mán. og 1 hafði vinnu
alt árið. Tekjur voru 571 kr. af eign, 1237
af atvinnurekstri, 966 kr. af vinnu hjá öðr-
um og 31 kr. af öðru, samtals kr. 2805. Einn
hafði yfir 3000 kr., 7 milli 1800 og 3000 kr.
og 7 undir 1800 kr. Sjúkrakostnaður var
874 kr. alls, og 114 kr. á veikt heimili.
Blikksmiðir.
Framteljendur 11, framfærendur 9, fram-
færðir 25. Eignir alls 104900 kr., eignir á
mann 9536 kr. 5 áttu yfir 5000 kr., 4 milli
0 og 5000 kr., og 2 eignalausir. Skuldir
28600 kr., skuldendur 8, skuld á skuldanda
3575 kr. Eignir skuldenda 95700 kr. Skuldir