Völundur - 01.04.1935, Síða 14
12
V ÖLUNDUR
skuldir móti eignum skuldenda 62,5% og
móti eignum allra 54%. 9 skulduðu yfir
100%, 2 80—100%, 6 50—80% og 7 undir
50%, en 17 voru skuldlausir. Skuldlaus eign
120200 kr., skuldlaus eign á mann 2932 kr.
Líftrygðir voru 12, 2 slysatrygðir og 6 í
sjúkrasamlagi. Atvinna 11,7 mán., veikindi
0,1 mán. 13 voru atvinnulausir 1—6 mán.,
en 24 höfðu atvinnu alt árið Tekjur voru
541 kr. af eign, 1595 kr. af atvinnurekstri,
988 kr. af vinnu hjá öðrum, samtals 3124
kr., 26 höfðu yfir 3000 kr. tekjur, 9 1800—
3000 kr. og 6 undir 1800 kr. Opinber gjöld
202 kr. á mann. Sjúkrakostnaður alls 2487
kr., en á veikt heimili 166 kr. að meðaltali.
Járn- og vjelsmiðir.
Framteljendur 137, framfærendur 95,
framfærðir 247. Eignir alls 1623000 kr.,
eign á mann 11846 kr. Eign yfir 5000 kr.
áttu 36, undir 5000 kr. 53 og 48 voru eign-
lausir. Skuldir alls 884400 kr., skuldendur
83, skuld á mann 10655 kr. Eignir skuld-
enda 1313800 kr. Skuldir móti eignum
skuldenda 67,4 %, móti eignum allra 54,5 %,
23 skulduðu yfir 100%, 21 50—80%, 34
undir 50% og 54 voru skuldlausir. Skuld-
laus eign 738600 kr., á mann 5391 kr.
Líftrygðir voru 18, slysatrygðir 11 og 20
í sjúkrasamlagi. Atvinnutími 10,4 mánuðir.
Veikindi 0,2 mán. 2 voru atvinnulausir yfir
9 mán., 5 í 6—9 mán. og 39 í 1—6 mán., en
40 höfðu fasta vinnu. Meðaltekjur voru
672 kr. af eign, 3057 af atvinnnurekstri,
1036 kr. af vinnu hjá öðrum og 158 kr. af
öðru. Samtals 4923 kr. 71 höfðu yfir 3000
kr. tekjur, 40 milli 1800 og 3000 kr. og 26
undir 1800 kr. Opinber gjöld voru 252 kr.
að meðaltali. Tveir höfðu þegið styrk, sam-
tals 240 kr. Sjúkrakostnaður alls 7666 kr.,
en 105 kr. á veikt heimili.
Framhald.
Lögmælt skilyrði
fyrir iðnrjettindum.
Samkv. Reglugerð um iðnaðarnám
31. des. 1928:
1. Námstími verður að vera 3—41/2 ár. (I.
kafli).
2. Að loknu námi skal nemandi Ijúka prófi
til þess að öðlast sveinsbrjef. (1. gr.).
3. Próf verður að vera bæði munnlegt og
verklegt. (2. gr.).
4. Áður en próf byrjar skal nemandi senda
vottorð frá iðnskóla, ef hann er á staðn-
um, um að hann hafi stundað nám þar.
(11. gr.).
5. Námssamning skal leggja fyrir prófdóm-
endur áður en próf byrjar. (11. gr.).
6. Óheimilt er að taka mann til sveinsprófs,
sem ekki hefir skriflegan námssamning,
undirritaðan af lögreglustjóra, og vott-
orð meistara um að hann hafi lokið námi
samkv. samningi. (13. gr.).
Samkv. Lögum um iðju og iðnað
31. maí 1927:
7. í kaupstöðum landsins mega þeir einir
reka iðnað, annan en heimilisiðnað, sem
iðnbrjef hafa fengið. Undanskildir eru
þeir, sem iðnað reka einungis með að-
stoð maka síns og barna, undir 21 árs
aldri. (13. gr.).
8. Iðnbrjef geta þeir einir fengið, sem hafa
sveinsbrjef í jðn sinni. (14. gr.).
9. Undantekningu frá ákvæðum 14. gr. má
þó veita, þar sem enginn er fyrir í til-
tekinni iðngrein. (18. gr.).
10. Það varðar sektum allt að 500 kr., ef
maður rekur iðnað, sem iðnbrjef þarf til,
án þess að hafa fengið það, eða eftir að
hann hefur mist heimildina. (25. gr.).
11. Sömu sektum varðar, ef hann tekur
nemendur til verklegs náms, ef hann
hefur ekki rjett til þess. (25. gr.).
12. Þeir, sem 1. jan. 1928 reka iðn samkv.
eldri lögum, eða hafa nemendur, halda
þeim rjetti. (27., gr.).