Völundur - 01.04.1935, Blaðsíða 16

Völundur - 01.04.1935, Blaðsíða 16
14 V ÖLUNDUR „Iðnþing íslendinga66. Stjórn Landssambands iðnaðarmanna, sem svo er kallað, hefur nýlega sent iðnfje- lögum tilkynningu um „3. iðnþing Islend- inga“, sem háð verður á Akureyri í júlí n.k., ásamt skrá yfir mál, sem stjórn þessa lands- sambands leggur fyrir þingið. Á iðnþingi geta margir menn átt setu, en fáir atkvæðisrjett, samkvæmt lögum Lands- sambandsins. Atkvæðisbærir menn á síðasta iðnþingi þessa sambands, 1933, hljóta að hafa verið innan við 10. Atkvæðisbærir fulltrúar á iðnþingi í vor geta sennilega orðið 12—13. Og það er fyr- irfram vitað, að mikill meirihluti þeirra, ef ekki allir, verða verkfræðingar eða atvinnu- rekendur í iðnaði. Meirihluti þeirra, 7 menn, geta ráðið öllum samþyktum og ályktunum á þessu „iðnþingi Islendinga". Nú eru það mörg mál og merkileg, sem þessum 7 mönnum er ætlað að ráða til lykta á iðnþinginu í vor. Þar á meðal eru ekki færri en 7 lagafrumvörp: Frumvarp til laga um varnir gegn vöru- svikum. Frumvarp til laga um iðnaðarnám. Frumvarp til laga um iðju og iðnað. Frumvarp til laga um atvinnuhag- skýrslur. Frumvarp til laga um rekstrarlánasjóð iðnaðarmanna. Frumvarp til laga um atvinnubætur og at- vinnujöfnunarsjóð. Frumvarp til laga um breytingar á lög- um um verðtoll og vörutoll. Ennfremur verða nokkrar merkilegar 'til- lögur lagðar fyrir þingið, þar á meðal: Tillaga um inngöngu í norræna iðnsam- bandið. Tillaga um inngöngu í alþjóða iðnsamb. Stofnun Landssambands iðnaðarmanna má í sjálfu sjer skoða sem merkilega og virðingarverða tilraun til þess, að koma á allsherjarsamstarfi iðnaðarmanna og sam- eiginlegri yfirstjórn iðnaðarmálanna. En það verður að líta á málið eins og það er: Þessi tilraun hefur mishepnast, þar sem meginþorri iðnfjelaga hefur ekki fengist til að taka þátt í sambandinu. Enginn maður er ámælisverður fyrir það, að hafa gert mishepnaða tilraun, ef hún var í góðum tilgangi gerð. En hitt er ámæl- isvert, ef maður lokar augunum fyrir því, að tilraun er mishepnuð, og reynir að láta líta svo út, sem hún hafi lánast. Þegar samtökunum er gefið það nafn, að af nafninu má ráða, að þau sjeu gerð og starfsemi þeirra hagað að ráði og vilja alls þorra iðnaðarmanna í landinu, þá verður svo að vera í raun og veru. Og þó að Lands- sambandi iðnaðarmanna hafi ekki tekist að ná þátttöku iðnverkamanna nje þátttöku at- vinnurekendafjelaga í iðnaði, þá má ekki láta við svo búið sitja og halda áfram að starfrækja sambandið, rjett eins og þetta hefði tekist. Hitt er meira ráð, og sæmi- legra, að breyta til, gera nýja tilraun til þess að koma á sameiginlegri yfirstjórn iðn- aðarmála, sem þorri iðnaðarmanna getur felt sig við. Það má vel vera, að þessir örfáu menn, sem ætla að heyja „Iðnþing íslendinga“ í vor á Akureyri, beri gæfu til að ráða mörg- um málum vel til lykta. Það er þá þeirra sómi sem prívatmanna. Á sama hátt verður að skrifa á þeirra prívatreikning það, sem miður kynni að verða ráðið, því að þeir hafa ekkert umboð frá meirihluta samtakadeilda iðnaðarmanna í landinu til þess, að kalla sig „Iðnþing íslendinga“. En sjerstaklega verður að mótmæla því, ef þessir fáu menn ætla að fara að færa kví- arnar út fyrir landsteinana og „presentera“ sjálfa sig í öðrum löndum sem „Landssam- band iðnaðarmanna á Islandi“.

x

Völundur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Völundur
https://timarit.is/publication/1623

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.