Völundur

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Völundur - 01.04.1935, Qupperneq 17

Völundur - 01.04.1935, Qupperneq 17
V ÖLUNDUR 15 Iðnsamtök í Reykjavík. Samtök iðnaðarmanna, bæði verkamanna og atvinnurekenda í iðnaði, færast óðum í vöxt. Er nauðsynlegt að iðnaðarmenn hafi á einum stað fullkomið yfirlit yfir þessi sam- tök. Verður gerð tilraun til að birta slíkt yfirlit í þessu og næsta hefti Völundar. En viðbætur og nauðsynlegar leiðrjettingar síð- ar. — A. Fjelög iðnverkamanna: Bakarasveinafjelag Islands. Bókbindarafjelag Reykjavíkur. Fjelag ungra hárgreiðslukvenna. Fjelag járniðnaðarmanna. Hið íslenska prentarafjelag. Málarasveinafjelag Reykjavíkur. Múrarasveinafjelag Reykjavíkur. Rafvirkjafjelag Reykjavíkur. Skipa- og bátasmíðafjelag Reykjavíkur. Sveinafjelag bólstrara. Sveinafjelag húsgagnasmiða. Sveinafjelag klæðskera. Sveinafjelag pípulagningamanna. Sveinafjelag rakara. Sveinafjelag veggfóðrara. Trésmiðafjelag Reykjavíkur. í þessum flokki mun rjettast að telja fje- lag verksmiðjufólks í Reykjavík, Iðja. Margt af því fólki stundar gingöngu iðn- aðaratvinnu, enda þótt lagafyrirmæli um iðnrjettindi taki ekki til þess, enn sem kom- ið er. B. Fjelög atvinnurekenda í iðnaði. Bakarameistaraf j elag Reykj avíkur. Fjelag bókbandsiðnrekenda í Rvík. Fjelag hárgreiðslukvenna. Fjelag íslenskra iðnrekenda. Fjelag íslenskra prentsmiðjueigenda. Fjelag pípulagningameistara í Rvík. Klæðskerameistarafjelag Reykjavíkur. Ljósmyndarafjelag Reykjavíkur. Málarameistarafjelag Reykjavíkur. Meistarafjelag veggfóðrara í Reykjavík. Múrarameistaraf jelag Reykjavíkur. Rafvirkjameistarafjelag Reykjavíkur. Rakarafjelag Reykjavíkur. Skósmiðafjelag Reykjavíkur. C. Fjelagasambönd. Iðnsamband byggingamanna. Samband iðnverkamanna. D. Áhugamannaf jelög: Iðnaðarmannafjelagið í Reykjavík. Karlakór Iðnaðarmanna hjelt tvær opinberar söngskemtanir nýlega, og tókst svo vel, að hann er líklegur til að verða einn með allrabestu kórum landsins, þegar frá líður og meiri æfing er fengin. Kórinn var stofnaður af nemendum Iðn- skólans árið 1929, en nú munu flestir, sem í kórnum eru, vera fullnuma iðnaðarmenn- Formaður kórsins er Gísli Þorleifsson, form. Múrarasveinafjelags Reykjavíkur, en söngstjóri og kennari er Páll Halldórsson. Nýung. Vinnustofan ,,Dvergasteinn“ á Smiðjustíg 10 (eigandi Marteinn Björnssno) er farin að smíða handföng, skrautskrúfur og fleira á líkkistur. Þetta hefur áður verið fengið frá útlöndum. En smíði ,,Dvergasteins“ jafnast fullkomlega á við hið útlenda að gerð og útliti, og verðið heldur lægra. Verðið á þessum hlutum liggur aðallega í vinnu. Margir munu líta svo á, að hjer sje um hreina smámuni að ræða. En væri til vitn- eskja um það, hvað mikið er notað af þess- um hlutum á ári hverju yfir alt landið, þá mundi koma í Ijós, að það eru engir smá- munir, sem fyrir það er borgað. Það ber að fagna hverri tilraun, sem gerð er til þess að spara útgjöld þjóðarinnar fyr- ir erlenda vinnu og auka með því atvinnu í landinu.

x

Völundur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Völundur
https://timarit.is/publication/1623

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.