Öldin - 01.03.1935, Blaðsíða 4

Öldin - 01.03.1935, Blaðsíða 4
2 Ö L D 1 N stúdenta eina saman, en einnig láta önnur og víðtækari viðfangsefni til sín taka. Með því móti gæli það fremur sluðlað að víðsýni en þröngsýni, og grði því sjálfu sér trúrra og tilgangi sínum. Útgefendur. Löggjöf og lögfræðingar. Samtök hinna einstöku hagsmunahópa inn- an heildarinnar eru mikill liöur í þjóöfélags- lífi okkar daga. Þeir hafa hnappast saman, sem saman eiga, til baráttu fyrir sameigin- legum áhugamálum og til varnar gegn áleitni annara. Efnahagsleg vandræöi síðustu á!ra eiga án efa geysimikinn þátt í þróun þess- ara samtaka, þó verksvið þeirra sé oftast- nær víðara en svo, að það nái til efnahags- málanna einna. Slík samtök innan einstakra landa eru svo grundvöllurinn undir alþjóð- legum samkomum, þar sem áhugamenn á sama sviði, frá mörgum löndum, mætast til að fá yfirsýn yfir hvert komið er og skyggn- ast um hvert stefnir. Slík samtök eru ung hér á landi, en ef litið er til hinna akademisku greina sjáum við, að bæði læknar og guðfræðingar hafa eignast öflug félög og málgögn fyrir löngu, og vísindamenn í norrænum fræðum standa í nánu samibandi við starfsbræður út um lönd. F.n íslenzkir lögfræðingar eru hvort- tveggja i senn samtakalausir með öllu inn- anlands og því sem næst tengslalausir einn- ig út á við. Megin ástæðan fyrir því, að lögfræðingar eru svo langt á eftir í þessu efni, er án efa sú, að starfssvið þeirra innan þjóðfélagsins hefir ekki verið eins fast markað og hinna. Lögfræðingar hafa unnið og vinna að marg- víslegustu störfum. Það má ef til vill segja, að þeir hafi verið þarfir þjóðfélaginu á lík- an hátt og sá maður er sveitaheimili, sem bæði er hagur á tré og járn. Lögfræðingar' hafa meira en nokkrir aðrir, a. m. k. tihsíð- ustu ára, haft forystu í stjórnmálum og er það vel til þess fallið að glepja fyrir sam- takavilja þeirra. Hér við mætti ef til vill at- huga, að seta lögfræðinga á Alþingi hefði gefið þeim ákjósanlegustu tækifæri til að verka á löggjöf landsins, en viðvíkjandi því er ýmislegt að tilfæra. Það er svo um lög- gjafarmálefni, að sum þeirra eru meira „póli- tísk“ en önnur, og þau ,,ópólitísku“ hafa að miklu leyti orðið útundan, vegna þess, að hrein-stjórnmálalegu deiluefnin hafa orðið aðal viðfangsefni lögfræðinganna á Alþingi. Það má því segja, að áhrif þeirra á löggjöf- ina hvíli að mestu á flokkspólitískum grund- velli. Lögfræðingarnir hafa ef til vill verið kosnir þingmenn vegna þess, að þeir voru út- gerðarmenn eða verslunarmenn, eða hafa stað- ið framarlega í samtökum bænda eða verka- manna etc. Störf þeirra í þágu löggjafar hef- ir því mótast af tvístringu þeirra um ólík starfssvið, sem enn frekar hefir komið fram, þegar þeir síðan eru sestir á þingbekkina sem meðlimir stjórnmálaflokka, sem sjást lítt fyrir í baráttunni hver gegn öðrum. Áhugi lögfræðinganna á Alþingi hefir því einkum beinst að efnahagsmálum, enda er það aug- ljóst, að ef þeir hefðu haft jafn opin augu á öðrum sviðum löggjafar, þá byggjum við ekki nú við jafn úrelt og sundurleit ákvæði í mörgum greinum, svo mikla íhlutun, sem þeir hafa haft um lagasetningu á liðnum ár- um. Ríkisstjórnirnar hafa haft aðalundirbún- ing „ópólitískra“ löggjafarmálefna með hönd-

x

Öldin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Öldin
https://timarit.is/publication/1626

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.