Öldin - 01.03.1935, Blaðsíða 13

Öldin - 01.03.1935, Blaðsíða 13
Ö L D 1 N 11 ArDdís Björnsdóttir Brynjólfur Jóhannesson Marta Indriðadóttir Indriði Waage (búkahjOiX lagi nýtt listaverk, innblásið á sköpunarstund leikafreksins og mótað af því — og þá á dómarinn tvent á hættu, annaö: aS enginn trúi honum eöa hitt: aö hrifning seinni tíma snúist aS honum sjálfum og dómum hans, sem óneitanlega myndi skyggja á afrek leik- arans. Dæmin eru til, þó ekki séu þau héSan —■ hver man eftir þeim leikurum, sem Less- ing skrifar um í Hamburgische Dramaturgie eSa afrekum þeirra? En afrek Lessings er hyrningarsteinn allrar prófunar á leiklist. Þó afrek leikarans sé ekki sígilt í sjálfu sér, þá getur þaS haft áhrif út á viS, líkt og sígild listaverk. Miklir leikarar skapa skóla — til ills eða góSs taka yngri leikar- ar þá sér til fyrirmyndar, oftast nær algjör- lega óafvitandi. ÞaS er alkunnugt, aS miklir leikarar hafa áhrif á klæSaburS manna, sér- staklega kvenfólks. Þýski leikdómarinn Bab segir frá því á einum staS, aS meSan áhrif ítölsku leikkonunnar Elinore Duseihafi veriS sem mest, þá hafi jafnvel hvergi sést annaö en E. D.-andlit og E. D.-hreyfingar á og hjá allri kvenþjóSinni. Áhrif leikafreksins eru í eSli sínu hin sömu og áhrif annara listaverka, þó afrekiS sjálft sé hverfult fyrirbrig'Si. Vér munum eftir löngu liSnum leikkveldum í birtunni af leiftri einnrar handahreyfingar, raddbreytingar, augnatillits, tilsvars, sem opnaSi sýn inn í mannlega sál á leiksviöinu. ÞaS var afrek. Afrek leikarans. Listaverk, ef viö viljum kalla þaS svo, og þaö er skylda leikdómar- ans aö minna oss á þetta afrek i dómi sínum, ef hann brestur ekki allan skilning á því, sem hann er aS gera. En leikdómarar og þeirra iSja er nú kafli út af fyrir sig. Hverfulleiki leikafreksins, hin ósambæri- lega filmtækni og borgaraleg skyldustörf, villa oss oftlega sýn á leikurunum mitt á meöal vor. Vér sjáum bankaritarann, prent- arann, verslunarmanninn eSa kaupkonuna í staS leikarans. Og þegar bezt lætur hefir al- menningur aSeins kynnst leikurunum í ISnó í hlutverkum skopleikja eSa alþýöusjónleikja, því þeir eru langsamlega í minni hluta, sem vilja sjá alvarlega sjónleiki eSa drama. Af því stafar aftur sá misskilningur, aS leik- urum vorum henti bezt aö leika gamansöm hlutverk. Mjög greinilega kemur þetta fram á leikurum eins og Gunnþórunni Halldórs- dóttur og FriSfinni GuSjónssyni. Allir vita, aS þessir eölisgáfuSustu núlifandi leikarar geta leikiS gamansöm hlutverk, svo húsiö leikur á reiSiskjálfi af hlátrasköllum áhorf- enda, en þeir eru færri, sem hafa séS þau í hlutverkum eins og frú Alving og Engstrand (Afturgöngur), Geirlaug og Ófeigur (Hall- steinn og Dóra), Gríma (josafat), Blindi ölmusumaSurinn (Galdra-Loftur), Gamli Heinriche (Heimkoman), Gottskálk (Dansinn i Hruna) o. fl. Yngri leikarar, sem eru aö ná almennum vinsældum, svo sem Brynjólfur Jóhannesson og Alfred Andrésson, virSast vera aS fá sama stimpil almenningsálitsins og hefir þó annar, Br. Jóh., þegar sýnt þaS, aS hann er skapgeröarleikari í betra lagi. Af þessu og svipuSu virSist mega draga þá á- lyktun, aS þaS séu áhorfendurnir, sem móti leikarann, en jekki Ifeikarinn áhorfiendurna, nema leikhúsi voru séu veitt svo góS lífs- skilyrSi, aS tilhneigingin til aS láta undan skemmtanafýsn almennings verSi því fjár- hagslega óþörf. Þó ekki hafi veriS getiS nema nokkurra

x

Öldin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Öldin
https://timarit.is/publication/1626

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.