Feykir - 01.04.2020, Blaðsíða 4
Blönduóskirkja fær góða gjöf
Afhenti Orgelsjóði
eina milljón króna
Mánudaginn 30. mars fagnaði Sigurjón Guðmunds-
son frá Fossum í Svartárdal, 85 ára afmæli sínu en
við þau tímamót ákvað hann að afhenda Orgelsjóði
Blönduóskirkju eina milljón króna.
Daginn áður fór fram látlaus athöfn í Blönduóskirkju
þar sem Sigurjón afhenti fjármunina með formlegum
hætti en viðstaddir athöfnina voru séra Úrsúla Árna-
dóttir, sóknarnefnd Blönduóskirkju og spilaði Eyþór
Franzson Wechner, organisti, tvö verk á orgelið.
Í tilkynningu sóknarnefndar kemur fram að Sigurjón
hafi tekið virkan þátt í starfi kirkjunnar frá því að hann
gekk til liðs við kirkjukór Blönduóskirkju árið 1997 eða
í 23 ár. Vildi hann með þessu framlagi sínu stuðla að
gleðilegum fréttum í samfélaginu.
„Á síðustu mánuðum hefur sóknarnefnd Blöndu-
óskirkju gert áætlanir um að greiða niður lán sem hvílir
á orgelinu en skuldin er mjög íþyngjandi fyrir rekstur
kirkjunnar.
Sóknarnefndin hyggur á tónleikahald á næstu
tveimur árum til að safna fjármunum en markmiðið er
að ná að greiða niður allt lánið. Framlag Sigurjóns
skiptir því töluverðu máli og þakkar sóknarnefndin
Sigurjóni kærlega fyrir höfðinglega gjöf.
Þeir sem vilja leggja málefninu lið geta lagt inn á
reikning 0307-26-004701, kt. 470169-1689.“. /PF
4 13/2020
Það hefur trúlega verið um
árið 1953 sem þessir atburðir
áttu sér stað og það fyrir þann
tíma sem sjónvarp, app og alls
kyns afþreyingartæki voru
höfð til þess að hafa ofan af
fyrir börnum og unglingum.
Börn og unglingar þurftu
einfaldlega að hafa ofan af
fyrir sér sjálf með alls konar
leikjum og að sjálfsögðu
fylgdu því alls konar uppátæki.
Á þessum tíma hafa unglingar
trúlega verið mun þroskaðri
en í dag enda komnir í tölu
fullorðinna sextán ára, og farnir
að vinna samkvæmt því, eftir
Dagsbrúnartaxta fullorðinna. Á
þessum tíma var meðferð skotvopna
nokkuð frjálsleg hérna í þorpinu
og þótti ekki tiltökumál þótt menn
hefðu ekki til þess tiltekin leyfi og
jafnvel ekki aldur til þess að bera
skotvopn enda verkfæri til þess að
færa björg í bú. Á þessum tíma bjó
Egill Jónsson, vegaverkstjóri, í elsta
húsi bæjarins við Lindargötu hér
í bæ. Syni átti Egill og var þeirra
næst yngstur Björn, sem stundum
var kallaður Gói, en ekki lengur
heldur Björn Egilsson, eins og vera
ber, þar sem hann er mektarmaður
austur á Reyðarfirði, fyrrverandi
rekstrarstjóri bílaverkstæðis og
slökkviliðsstjóri.
Á heimili Björns var til byssa sem
hafði einhvern tímann verið riffill
en var í eigu Gunna, eldri bróður
Góa, og búið var að breyta henni í
hálfgerða kindabyssu, saga framan
af hlaupinu og breyta skeftinu.
Svo var það einn góðan dag að
við vorum saman félagarnir, ég
tólf ára, Gói (Björn), Halli Frissa
(Haraldur Friðriksson fyrrverandi
kvikmyndagerðarmaður hjá sjón-
varpinu) en þeir voru árinu eldri,
þrettán ára, og vorum við að pæla
hvað við ættum að gera og kom þá
upp sú hugmynd að gaman væri að
fara á skytterí. Var því byssan góða
sótt og ákveðið að fara upp á Nafir.
Þegar þangað var komið vorum
við staddir skammt frá þar sem
refaturninn stendur en hann er einn
eftir af því sem áður var refabú sem
Briem átti. Við dunduðum okkur
við að skjóta í mark sem aðallega
voru tómar dósir en þegar við
fengum leið á því fórum við að rölta
um og komum að refaturninum en
hann var lokaður og fyrir dyrunum
var stór hengilás. Þá rifjaðist upp
fyrir okkur að við höfðun nýlega
verið í bíó, séð kúrekamynd og þar
þurfti aðalmaðurinn í myndinni
AÐSENT | Steinar Skarphéðinsson skrifar
Gamli góði refaturninn
að komast í vopnabúr sem var læst
með svona álíka hengilás. Þetta leysti
aðalmaðurinn með einu skoti (eins
og Finni frá Steini hefði gert). Þetta
ætluðum við að leika eftir en ekki
gekk sem skyldi, bæði hittum við
illa og skotfærin léleg (22 shotr) svo
við hættum því fljótlega enda skot-
færin á þrotum.
Því næst snérum við heim. Halli
og Gói fóru niður Kristjánsklauf
en ég hélt áfram suður Nafirnar og
kom niður hjá Árbæ, þar sem ég
átti heima í Bláfelli. Eitthvert veður
hafði Briem, sem átti refaturninn
og rak verslun við Aðalgötuna, haft
af þessari ferð okkar á Nafirnar og
kannaði verksummerki á turninum
en eitthvað sá á hurðinni og við
eftirgrennslan hafði sést til Góa og
Halla koma niður Kristjánsklaufina.
Þegar svo var komið þótti Briem
ástæða til þess að gera eitthvað í
málinu og kærði þá Góa og Halla
til sýslumanns, en ég slapp þar
sem ég fór lengra suður Nafirnar
og þar niður. Þeir félagar mínir
voru kallaðir fyrir rétt hjá Sigurði
sýslumanni til yfirheyrslu. Þar
voru þeir yfirheyrðir ýtarlega og
játuðu þeir á sig allar sakir og að
því loknu voru þeir spurðir að því
hvar þeir hefðu fengið skotin. „Við
keyptum skotin hjá Briem!“ svöruðu
félagarnir. Málið dautt.
Sauðárkróki 11. mars 2020.
Steinar Skarphéðinsson.
Rúmum 70 árum eftir glæpinn stóra vitjar Steinar vettvangsins við refaturninn á Nöfum.
MYNDIR: PF
Enn er öflugur hengilás á hurð refaturnsins
en í þetta sinn var ekkert skotvopn meðferðis.
Jón A. Sæbjörnsson, sóknarnefndarformaður, tekur við ávísun
úr hendi Sigurjóns. MYNDIR: RÓBERT DANÍEL JÓNSSON
Sigurjón rakti sögu orgelsins í Blönduóskirkju.
Sr. Úrsúla talaði til Sigurjóns og fór með ljóð.
Eyþór organisti leikur á orgelið.