Feykir


Feykir - 01.04.2020, Blaðsíða 6

Feykir - 01.04.2020, Blaðsíða 6
Þuríður Helga Jónasdóttir er kona sem hefur leitað fyrir sér á ýmsum sviðum um ævina og búið víða en eiginlega má segja að tómar tilviljanir hafi ráðið því að hún flutti búferlum í Skagafjörðinn þar sem hún hefur nú búið hátt á sjötta ár. Blaðamaður hitti Helgu, eins og hún er jafnan kölluð, á Hofsósi þar sem hún hefur fest kaup á húsi á besta stað í bænum, frammi á bökkunum með glæsilegu útsýni yfir gamla plássið og höfnina, hafið og drottninguna Drangey. „Ég kem hingað 2014, í ágúst, hafði þá um vorið selt íbúð og var bara svona með opinn huga gagnvart einhverju nýju í mínu lífi. Hafði búið í Reykjavík þá í nokkur ár og hef VIÐTAL Fríða Eyjólfsdóttir svo sem verið víða í gegnum tíðina,“ segir Helga þegar hún er innt eftir því hvað hafi dregið hana í Skagafjörðinn. „Og ég rakst á auglýsingu frá Jóhanni skólastjóra, ég var í Glaumbæ með ferðamenn en ég vann þá sem leiðsögumaður á sumrin og fór marga hringi um landið. Það var auglýsing um stöðu, 30% smíðar, 30% textíl og 30% myndmennt, í Grunnskólan- um austan Vatna og ég hélt það væri bara Hofsós, ég vissi ekki betur þá. Svo ég henti inn umsókn og hugsaði með mér, já, það er örugglega gaman að búa á Hofsósi. Og ég fékk sem Leiðsögumaður, menningarmiðlari, myndlistarmaður, innanhússarkitekt og húsgagnasmiður. Hvað í ósköpunum fær manneskju með slíka menntun til að setjast að í pínulitlu þorpi á borð við Hofsós? Varla eru það atvinnutækifærin, eða hvað? Nú á tímum má stunda ýmsa vinnu svo til hvaðan sem er af byggðu bóli og svo eru þeir líka sumir sem búa sér til starfsvettvang þar sem þeim best líkar og vilja setjast að. Og sumum lætur best að hafa alltaf sem flest járn í eldinum og eru óhræddir við að reyna fyrir sér á nýjum slóðum, hvort heldur sem um atvinnu eða búsetu er að ræða, nú eða þá bara að fylgja hugsjónum sínum og áhugamálum. sagt svar en þar sem ég er ekki með kennararéttindi var ég ráðin sem leiðbeinandi. Þá var aðalstaðan við skólann á Hól- um og ég ákvað þá að leigja íbúð þar, frekar en hér á Hofs- ósi, en var samt að kenna á Hofsósi líka, fyrst og fremst myndmennt og svo var ég líka með smíði og textíl fyrsta veturinn en ég var í 100% vinnu í grunnskólanum.“ Eftir þrjú ár sem kennari við grunnskólann kom svo að því að réttinda- kennari sótti um stöðu Helgu og því þurfti að reka hana eins og hún segir á léttu nótunum. Um sömu mundir var að losna 50% staða við Háskólann á Hólum við umsjón nemenda- garða. „Og af því að ég vildi bara gjarnan vera áfram í Skagafirði þá ákvað ég að sækja um þetta starf á meðan ég væri að hugsa mig um. Þá var ég líka byrjuð að kenna við Háskólann, ég hafði fengið eitt námskeið við Háskólann á Hólum, við ferða-máladeildina, sem kallast Matur og menning. Svo vatt það líka upp á sig þannig að í dag er ég að kenna ein fjögur nám- skeið, sem stundakennari samt, ég er ekki með fasta stöðu sem kennari við Háskólann, og í þessari 50% stöðu við að sjá um nemendagarðana og það er svona fastinn í minni atvinnu núna.“ Dreymdi um hús við sjóinn Helga bjó á Hólum fyrstu árin í Skagafirði og þó henni þyki Hólar frábær staður segir hún að sjórinn hafi alltaf togað hana til sín, hún hafi einhverja þörf fyrir að hafa vítt í kringum sig. „Þannig að ég var alltaf með augun opin fyrir því að geta keypt mér eitthvað hérna, ekkert endilega á Hofsósi, en það sem ég var að leita eftir var kannski lítill landskiki, þetta eru óskaplega rómantískar pæl- ingar, sá mig alveg fyrir mér í litlu húsi úti í sveit en samt með sjóinn nálægt,“ segir Helga glettnislega og segist hafa skoð- að ýmislegt þar til hún var svo ljónheppin að finna þetta dásamlega hús sem hún flutti í fyrir rúmu ári og líður þar alveg einstaklega vel. Eins og áður segir hefur Helga menntun á ýmsum sviðum. „Ég djóka stundum með að ég sé með fimm háskólagráður,“ segir hún sposk. „Ég er sem sagt innan- hússarkitekt og hef verið að taka að mér verkefni í því og Helga á góðum degi á pallinum við húsið sitt á Hofssósi. MYNDIR ÚR EINKASAFNI. Þuríður Helga Jónasdóttir þúsundþjalasmiður á Hofsósi Innanhússhönnuður með mörgu fleiru Ásamt Sillu, vinkonu sinni, á Mælifellshnjúk. 6 13/2020

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.