Feykir - 01.04.2020, Side 5
Feykir gerði sér lítið fyrir
og setti sig á dögunum
í samband við Jennýju
Leifsdóttur, leikskólaliða og
húsmóður í Vesturbænum.
Tilefnið var að hún,
eiginmaðurinn og yngsti
sonurinn forðuðu sér frá
COVID-undirlagðri Ítalíu
um miðjan mars en þau
höfðu dvalið í Róm frá því á
haustmánuðum.
Jenný er uppalin á Sauðárkróki,
dóttir Freyju og Leifs heitins í
Byrgisskarði, en hún er gift Atla
Frey Sveinssyni, ráðgjafa, sem
sömuleiðis er Króksari, yngsti
sonur Imbu Jós og Svenna
heitins Friðvins. Jenný og Atli
eiga þrjú börn. Fyrstan skal
telja Darra Frey sem er 25 ára
viðskiptafræðingur og þjálfari
mfl. kvenna í körfubolta hjá
Val. Þá Gunnhildi Báru sem er
21 árs nemi í hag- og sálfræði
og körfuboltaleikmaður hjá St.
Lawrence University í New York
fylki í Bandaríkjunum. Loks er
það Almar Orri, 15 ára nemi í
IVLA og körfuboltaleikmaður hjá
Stella Azzurra í Róm. „Almar Orri
fékk boð um að æfa og spila með
körfuboltaliðinu Stella Azzurra
tímabilið 2019–2020, eftir að
hafa staðið sig vel með U15
landsliði Íslands, og ákváðum við
að fylgja honum út,“ segir Jenný.
„Við fluttum út 28. ágúst 2019
og til stóð að vera út júní 2020.“
Hvernig gekk stráknum í körf-
unni? „Almari Orra gekk mjög
vel. Auðvitað var það ákveðið
sjokk að koma úr íslenskum
körfubolta og æfingaumhverfi í
líklega eitt af fimm bestu U16 ára
liðum Evrópu. Æfingarnar voru
gríðarlega miklar eða að lágmarki
þrjár æfingar á dag í samtals
um fimm klukkutíma, sex daga
vikunnar. Hann náði að festa sig í
sessi í U16 ára liðinu og fór með
því í skemmtilegar keppnisferðir
á sterk mót, t.d. til Tenerife,
Ungverjalands, Barcelona og
Aþenu. Almennt gekk þeim mjög
vel og voru að spila á mótum
með sterkustu liðum Evrópu, s.s.
Real Madrid, Bayern Munchen
og Barcelona ásamt landsliðum
frá hinum ýmsu löndum og
undantekningalaust unnu þeir
COVID-19 | Jenný Leifsdóttir húsmóðir í Vesturbænum
Róm var orðin nokkurs
konar draugaborg
( SPORTSPJALLIÐ ) oli@feykir.is
Almar Orri og Jenný á leiðinni heim til Íslands. AÐSENDAR MYNDIR
mótin eða spiluðu til úrslita. Almar
Orri stefnir fyrst og fremst á að bæta
sig sem leikmaður á hverri æfingu
og vonandi að fá tækifæri til þess
að spila körfubolta í háskólaliði í
Bandaríkjunum í framtíðinni.“
Er ekki draumurinn hjá honum
að spila með liði Tindastóls –
uppeldisfélagi foreldranna?
„Almar Orri hefur alltaf æft og
spilað með KR og er gríðarlega
mikill KR-ingur. Það má eiginlega
segja að það sé svart hvítt blóð
í honum. En körfuboltinn er nú
þannig að menn vita aldrei hvar
þeir enda á að spila og innst inni
myndi hann nú hafa gaman af
því að gleðja ömmu sína, Bjögga
frænda og Halla frænda með því
að spila í Síkinu.“
Hvernig gekk að eyða dögunum
á Ítalíu? „Í fyrsta lagi er Róm
algjörlega stórfengleg borg sem
allir ættu að heimsækja einhvern
tímann á ævinni. Við bjuggum í
mjög skemmtilegu hverfi sem heit-
ir Prati og er miðsvæðis í borginni.
Við vorum fimm mínútur að labba
að Vatíkaninu og tíu mínútur niður
í gamla bæinn. Í Prati er kaffihús
á hverju einasta götuhorni og fullt
af litlum skemmtilegum verslunum
og veitingastöðum. Hverfið iðar af
lífi frá morgni til kvölds og lítið mál
að láta daginn líða. Þar sem Almar
Orri bjó ekki hjá okkur, kom yfirleitt
bara heim aðra hverja helgi, og Atli
að vinna og á miklum ferðalögum
vegna vinnunnar, þá ákvað ég
strax að nýta tímann vel til þess að
skoða borgina og kynnast henni.“
Jenný segir að venjulegur dagur
hafi vanalega hafist á því að hún
hafi drukkið mikið ítalskt caffé
fyrir hádegi og svo haldið af stað
í göngu. „Ég skoðaði bókstaflega
alla borgina í bak og fyrir á tveimur
jafnfljótum og gekk aldrei minna
en 12 km á dag. Oft hafði ég
bók með í för og settist niður á
bekk eða á kaffihús, las og naut
mannlífsins og þess sem fyrir
augu bar. Svo er það náttúrulega
þannig að hvar sem maður býr
verða þessir hversdagslegu hlutir
svipaðir, eins og t.d. að fara í
ræktina, versla inn til heimilisins,
borga reikningana o.s.frv. Þar
sem við vorum mikið bara tvö og
verðlagið á veitingahúsum í Róm,
sérstaklega ef farið er aðeins
frá helstu túristastöðunum, allt
annað en við eigum að venjast
á Íslandi, fórum við mikið út að
borða á einhverja af óteljandi
og frábærum veitingastöðum
borgarinnar. Veðurfarið er líka
þannig að heitfengir Íslendingar
geta auðveldlega borðað úti
allan ársins hring og gaman að
uppgötva hvað stórborgin hafði
upp á að bjóða í matarmenningu.
Um helgar nýttum við svo oft
tækifærið og leigðum okkur bíl eða
reiðhjól og skoðuðum það sem
Mið- og Suður-Ítalía hafa upp á að
bjóða.
Hvenær urðuð þið fyrst vör við
tal um veikindi á Ítalíu vegna
COVID-19? „Við fylgdumst að
sjálfsögðu vel með fréttum og
heyrðum því talað um þetta í
janúar, en lengi framan af var
þetta mjög einangrað við norður-
hluta Ítalíu, a.m.k. í allri umfjöllun.“
Hvernig var andrúmsloftið og
lífið í Róm nú síðustu vikurnar
áður en þið fóruð heim? „Í raun-
inni gekk lífið sinn vanagang í
Róm alveg ótrúlega lengi. Það var
lögð áhersla á að veiran væri fyrst
og fremst fyrir norðan og virtust
Rómverjar hafa mjög litlar áhyggjur
af þessum málum. Síðan fara að
greinast nokkur smit í Lazio-héraði
en fólk var samt alveg ótrúlega
rólegt. Það er í rauninni ekki fyrr
en í mars sem þetta fer að hafa
einhver teljandi áhrif í borginni og
þegar við förum heim þann 14.
mars má segja að Róm hafi verið
orðin nokkurs konar draugaborg.“
Á hvaða tímapunkti ákváðuð þið
að snúa heim til Íslands? „Við
ákáðum að snúa heim í kringum
10. mars. Starfsemin hjá liðinu
hans Almars Orra var orðin mjög
lítil, ljóst að þeir myndu ekki
spila fleiri leiki og aðeins hluti af
liðinu mátti æfa. Auk þess var
verið að loka skóla dóttur okkar í
Bandaríkjunum og hún á leiðinni
heim og orðið erfitt fyrir Atla
að sinna vinnu á Íslandi vegna
sóttkvíar og ferðatakmarkana.
Okkur fannst því skynsamlegast
í stöðunni að binda enda á þetta
Ítalíuævintýri okkar og drífa okkur
heim.“
Voruð þið nálægt því að lokast
inni á Ítalíu og komast ekki
heim? „Ekki kannski að lokast inni
en það var erfitt að finna og bóka
flug og alls voru fjögur flug sem
við áttum að vera í felld niður. Allt
gekk þó vel að lokum.“
Jenný segir að það hafi verið gott
að koma heim en nú eru þau að
sjálfsögðu í sóttkví í Vesturbænum.
„Við erum fjögur saman í sóttkví
og tölum við Darra Frey og aðra
fjölskyldumeðlimi í gegnum netið.
Við reynum að halda rútínu,
þ.e.a.s. vinna, læra og hreyfa
okkur. Svo er horft á gamla KR leiki
í sjónvarpinu, en það virðist vera
það eina sem allir eru sammála
um að horfa á,“ segir Jenný eld-
hress og heldur áfram. „Ég tók þá
ákvörðun að þegar ég væri búin
að búa í Vesturbænum lengur en
ég gerði á Sauðarkróki, þá myndi
ég skipta frá Tindastóli og yrði
gallharður KR-ingur.“ Það eru tvö
ár síðan hún náði þeim áfanga...
Atli og Jenný.
Jenný ásamt Almari Orra.
Almar Orri, fyrir miðju í aftari röð, ásamt félögum sínum í Stella Azzurra.
13/2020 5