Feykir


Feykir - 01.04.2020, Qupperneq 7

Feykir - 01.04.2020, Qupperneq 7
að finna út hvað það vill hafa, það er svona mín áhersla í þessu.“ Helga segir að vinnuferlið gangi oftast þannig fyrir sig að hún hitti fólk og geri sér grein fyrir verkefninu. „Ég get svo lagt fram teikningu eftir svona tíu til fimmtán tíma vinnu, eða eitthvað svoleiðis. Til að gefa grunnhugmyndir þá er það stundum nóg. Svo fer þetta svolítið eftir því hvert fólk ætlar að sækja. Ætlar það að fara í IKEA og kaupa sér innrétt- inguna þar, það getur verið mjög þægilegt því að það er allt í mjög stöðluðum einingum og þá er stundum nóg að vera bara með hugmyndavinnuna frá mér og svo er þetta bara teiknað í IKEA hvort eð er. En svo eru aðrir sem fara í sérsmíði og þá er það oft tímafrekara, bæði innréttingarnar og meira um smáatriði og þess háttar sem þarf að teikna.“ Hönnun sýninga með skemmtilegustu viðfangsefnunum Eitt af því sem Helga hefur lagt stund á er nám í hagnýtri menningarmiðlun. „Það var mjög skemmtilegt nám sem ég fór í eftir hrun eins og svo margir, fór í háskóla, aðeins að bæta á námslánaskuldirnar og svona,“ segir Helga og hlær við. „Það var alveg ofboðslega skemmtilegt nám og þar náði svo er ég leiðsögumaður og hef verið að vinna við það líka. Svo hef ég lært húsgagnasmíði og myndlist, í raun og veru er það það fyrsta sem ég fór í. Fór í Myndlista- og handíðaskólann áður en hann varð að Lista- háskóla.“ Innanhússarkitekta- nám á Ítalíu Innanhússarkitektúr lærði Helga í Mílanó á Ítalíu þar sem hún dvaldi og stundaði nám í rúm þrjú ár. Um tíma vann hún svo á arkitektastofu í Reykjavík en sú atvinnugrein varð hins vegar afar illa úti í hruninu svo Helga segir að það hafi í raun verið sjálfhætt. „En ég hef alltaf haldið mig við efnið og verið að teikna heima, ég tek að mér verkefni, bæði heima hjá fólki, eldhús og baðherbergi og hina og þessa ráðgjöf. Svo hef ég fengið skemmtileg verkefni hér í ferðaþjónustunni, gistiheimili sem ég teiknaði herbergi inn í, þannig að ég hef fengið fullt af skemmtilegum verkefnum í Skagafirði og það er bara mjög gefandi að vera að vinna við þetta fag sem ég menntaði mig til.“ Helga lætur ágætlega af því að hún fái nóg verkefni.„Já, ég hef prófað að auglýsa og svo er þetta nú líka svolítið þannig að það verður umtal, það fréttist af manni, einhver sem hefur látið teikna fyrir sig segir öðrum frá og það er auðvitað alltaf besta auglýsingin. Þannig að ég er með núna tvö verkefni, annað er reyndar fyrir sunnan þannig að það hefur verið fjarsamband en ég hef líka kíkt þangað þegar ég hef farið suður. Þetta er auðvitað líka þess eðlis að ég get sent teikningar á milli og farið og hitt fólk þess á milli. Þannig að það hafa verið alveg ágætis skemmtileg verkefni. En það er pláss fyrir meira.“ Er hinn almenni Íslendingur opinn fyrir því að nýta sér svona þjónustu? „Já, það hefur alveg verið í gegnum tíðina. Það er kannski smá mis- skilningur stundum gagnvart þessu. Umfjöllun í blöðum hefur náttúrulega verið mjög yfirborðskennd oft á tíðum og mikið verið talað um að eitthvað sé ofboðslega hall- ærislegt og annað mikið smartara og svo framvegis. Ég er ekkert þar, það sem ég geri er ráðgjöf til fólks sem langar kannski til að skipta um. Segjum að það sé að kaupa nýtt hús eða kaupa hús með gömlum innréttingum í og langar til að endurnýja og því fallast hendur þegar það fer að skoða úrvalið. Það er gríðar- lega mikið til, mjög mikið um alls kyns tískustrauma sem eru ekkert endilega góðir af því að þeir endast ekkert alltaf vel. En það sem ég legg áherslu á er að vinna með fólki að því að finna lausnir. Stundum er hægt að gera betri vinnuaðstöðu, eldhús er náttúrulega bara vinnustaður og samverustaður og það verður að vera þannig að það sé þægilegt að vinna þar og eiga samverustundir líka ef það er það sem fólk vill. Svo ég er ekkert endilega mikið að elta tískustraumana þó að auðvitað smitist maður af því sem er fallegt og er í tísku og oft er tískan líka þannig að hún er að koma með nýjar lausnir, ekki bara útlit, heldur bara hreinlega lausnir. En ég legg áherslu á að vinna með fólki og hitti það og tala um hvernig það vinnur og hvernig það kýs að hafa hlutina því það er misjafnt. Og sama gildir um önnur herbergi eins og baðherbergi, það skiptir máli að það sé þægilegt, auðvelt að þrífa og allt þetta. En svo er auðvitað voða gaman líka að fá að velja liti og þess háttar. Þá kemur að þessu með smekk fólks og svona, ég er ekkert að vaða yfir fólk með minn smekk, heldur reyni ég ég að sameina allt sem ég hef áhuga á af því að ég hef áhuga á hönnun og myndlist, sem ég menntaði mig til, en svo er ég líka búin að vera leiðsögu- maður síðan 2006 og þar af leiðandi er ég komin með ferðaþjónustuna svolítið í blóð- ið. Svo hef ég bara áhuga á alls kyns menningu, hef verið í kór mjög lengi og hef áhuga á tónlist og hinu og þessu. Þarna gat ég svo samnýtt allt sem ég var búin að vera að fást við og læra og gera í þessu fagi. Eitt það skemmtilegasta sem ég hef gert, það er að hanna sýningar. Ég fékk það skemmti- lega tækifæri að gera Laxasetur Íslands á Blönduósi með vinkonu minni sem var með mér í þessu námi, Kristínu Arnþórsdóttur, og það var ofboðslega skemmtilegt en var því miður ekki langlíft setur. Við gerðum aðra sýningu í Gerðubergi í Reykjavík, sem var tímabundin en var uppi í ár, hún hét Lesandi og var svona safnarasýning. Þarna fæ ég tækifæri til þess að sameina hönnunina og þessa miðlun á skemmtilegan hátt. Í því felst oft einhver rannsóknarvinna, maður þarf að kynna sér efnið og finna út hvernig best er að miðla því á sem áhugaverðast- an hátt án þess að þreyta fólk því það hefur litla þolinmæði til að lesa mikla texta. Og þetta er það skemmtilegasta sem ég kemst í.“ Helga er mjög virk í félags- starfi og á hún fjölmörg áhugamál. Eitt þeirra er um- hverfisvernd og er hún annar af tveimur stofnendum Poka- stöðvarinnar í Skagafirði sem hefur saumað margnota inn- kaupapoka til láns fyrir við- skiptavini nokkurra verslana á svæðinu. Þessa dagana er hún svo önnum kafin við annað verkefni sem tengist umhverfis- vitund og sjálfbærni en hún, ásamt vinkonu sinni, Solveigu Pétursdóttur, stendur nú í miklum framkvæmdum við að koma á fót endurnýtingar- miðstöð og er óhætt að segja að þær hafi í nógu að snúast við að koma þeirri hugmynd á koppinn. Þær hafa fengið gamalt hús á Hofsósi til afnota og fékk blaðamaður að slást í för með þeim og líta á fram- kvæmdirnar og forvitnast um þessa spennandi hugmynd. Ekki gefst þó svigrúm til að segja frá þessu skemmtilega verkefni hér, heldur verður það látið bíða frekari umfjöllunar í næsta tölublaði Feykis.Á tröppunum við nýja húsið sitt í febrúar 2019. Bjart og stílhreint eldhús sem Helga teiknaði. Helga sá um hönnun á Laxasetrinu á Blönduósi ásamt vinkonu sinni. Með Jóhönnu systur sinni á tónleikum kvennakórsins Sóldísar í febrúar 2019. Tækjaskápur í eldhúsinnréttingu sem er eitt af hönnunarverkum Helgu. 13/2020 7

x

Feykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.