Feykir - 01.04.2020, Qupperneq 9
Kæru lesendur, eftir smásveig sem tekin var og
fjallað um reiðbúnað, s.s um reiðskó og stígvél,
gæruúlpur, svipur og píska, skal haldið áfram þar
sem frá var horfið í 1. tbl. Feykis nú í ár, Íslenska
gæðingakeppnin – Landsmótið 1950, og fjallað
áfram um sögu íslensku gæðingakeppninnar en
sú samantekt hófst með greininni Íslenska
gæðingakeppnin í 46. tbl. Feykis 2019.
Eins og fram kom í frásögn minni af gæðingakeppni
landsmótsins 1950 var byggt mjög á gömlu aðferðinni
við að dæma kynbótahross; dómnefnd starfaði og
umsögn gefin, jafnframt sem traust var sett á mjög
reynslumikla menn, sannkallað öldungaráð, sem áttu
að taka stöðuna í samanburði við langa fortíð, frá því
er þeir voru ungir. Kynbótamegin var allt annað í
gangi; þar fór Gunnar Bjarnason fyrir, ungur maður
þá og byltingarkenndur framfaramaður en hugmynd
hans að fara að dæma kynbótahrossin á tölulegum
kvarða var frábær nýjung sem síðar opnaði á enn
meiri nýjungar í ræktunarstarfi íslenska hestsins.
Lokaniðurstaða gæðingadómnefndarinnar 1950
hvað stöðuna þá varðaði var þessi: „Við teljum enga
hesta í þessum hestahópi fullþjálfaða snillinga á
gamla vísu, þótt hér séu margir snjallir góðhestar. En
máske segið þið, að sá dómur byggist á hillingum
æskuminninga gamalla manna.“
Þróun mála næstu árin
Á næstu tveimur landsmótum 1954 og 1958 var mjög
svipaður háttur hafður á hvað dagskrá mótanna og
keppnisgreinar varðar og á mótinu 1950. Kynbóta-
sýningar og kappreiðar voru í forgrunni jafnframt
sem keppni góðhesta var framhaldið. Í mótskrá
landsmótsins á Þveráreyrum í Eyjafirði sem fram fór
7.-11. júlí 1954 segir svo um tilhögun góðhesta-
keppninnar:
„Hverju félagi innan Landssambands hestamanna-
félaga er gefinn kostur á að senda 3 hesta til
þessarar keppni. „Fákur“ í Reykjavík hefir þó leyfi
til að senda 5 hesta, vegna þess hve fjölmennt það
félag er.
Stjórnir félaganna eða þar til kjörnar nefndir
hafa valið þá gæðinga, sem hér mæta, úr hópi
reiðhesta viðkomandi félagsmanna. Það má því
álykta, að þessir hestar séu sýnishorn þess bezta,
sem nú fyrirfinnst meðal reiðhesta okkar.
Félög þau, sem senda hesta til þessarar keppni
eru: Sindri í Mýrdal og Austur-Eyjafjöllum; Smári,
Árnessýslu; Sleipnir, Árnessýslu; Faxi, Borgarnesi;
Léttfeti, Sauðárkróki; Stígandi, Skagafirði og Léttir,
Akureyri.
Í keppni þessari taka einungis þátt vanaðir
hestar. Þeir verða dæmdir eftir sömu stigatöflu og
kynbótahrossin. Eigendur fimm þeirra hesta, er
hljóta beztan dóm, fá áletraðan bikar sem
verðlaun.“
Hestamannafélögin í landinu tilkynntu sem sagt sjálf
um það hvort um þátttöku yrði að ræða úr þeirra
röðum, höfðu hvert um sig ákveðinn kvóta
þátttökuhrossa inn á mótin og voru ábyrg fyrir vali
þeirra. Nýjungin á mótinu 1954 var sú og ekki svo
lítil, að geldingarnir sem kepptu voru dæmdir
samkvæmt dómskala kynbótahrossa.
HESTAR OG MENN | palli@feykir.is
Kristinn Hugason forstöðumaður Söguseturs íslenska hestsins
Íslenska gæðingakeppnin – þróunin eftir landsmótið 1950
Björn Gunnlaugsson (1884-1965) og Skuggablakkur frá Kolkuósi (1949-1965) á landsmótinu á
Skógarhólum 1958. Björn er þá 74 ára og gæðingurinn 9 vetra. Mynd úr bókinni Á Fáki fráum.
eins og fyrr. Hestum í verðlaunasætum var og fjölgað
í sjö. Þá höfðu bæst við þátttökuna hestamanna-
félögin Geysir í Rangárvallasýslu, Hörður í Kjósar-
sýslu, Neisti [svo skv. mótsskránni, nú Dreyri] á
Akranesi og Sörli í Hafnarfirði.
Góðhestadómnefndina skipuðu: Matthías Matt-
híasson í Reykjavík, frábær reið- og tamningamaður,
hann starfaði hjá Sjóvá og gekk iðulega undir kenni-
nafninu Matthías í „Sjóvá“ (sjá Ættbók og sögu I
Gunnars Bjarnasonar, útg. POB Akureyri 1968, bls.
100). Matthías bjargaði einmitt gæðingseðli Skugga-
Blakks [ritháttur GB á nafninu] Björns Gunnlaugs-
sonar sem keppti á mótinu með sóma en hann keyptu
nemendur Gunnars á Hvanneyri ótaminn í náms-
ferð norður í Kolkuós og víðar; hann reyndist mjög
skeiðlaginn en geðljúfur og viljugur en komst svo í
hendur Matthíasar umrædds „og þar með var
trygging fengin fyrir því, að gangkostir hans yrðu
notaðir til hins ýtrasta“ eins og Gunnar orðar þar á
áður tilvitnuðum stað. Aðrir dómnefndarmenn voru
Steingrímur Óskarsson, kenndur í mótsskránni við
Akureyri, en var kunnur skagfirskur stórhestamaður,
en hann átti lengi heima á Sökku í Svarfaðardal í
skjóli dóttur sinnar. Þá sat í dómnefndinni sem fyrr
Steinþór Gestsson á Hæli.
Sigurvegari góðhestanna ´58 var hinn rómaði
Árna-Blesi, Blesi frá Hofsstaðaseli, Árna Guðmunds-
sonar, knapi Sveinn Guðmundsson á Sauðárkróki.
Þjóðskáldið Hannes Pétursson kallaði Árna-Blesa í
kvæði hvorki meira né minna en „Orminn-Langa í
fylkingu hrossa“.
með stjórn Fáks sem fram fór
á heimili hans á Laugarvegi
48 þann 18. febrúar það ár,
hann hvatti stjórnina þá mjög
til að lyfta hestaíþróttunum
betur upp og gaf bikarinn í
þeim tilgangi].
Síðasta gæðing sinn,
Skuggablakk, lét Björn fella
sama dag og hann fór á
sjúkrahúsið þaðan sem hann
átti ekki afturkvæmt.“
Sigurvegari góðhesta-
keppninnar 1954 var Stjarni
frá Oddsstöðum í Borgarfirði,
9 vetra, knapi Bogi Eggertsson
í Reykjavík. Hestamaður mik-
ill og félagsmálamaður, lands-
dómari kynbótahrossa með
meiru. Hann tók saman
kennsluritið Á fáki. Kennslu-
bók í hestamennsku ásamt
með Gunnari Bjarnasyni og
LH gaf út 1953. Bogi var
formaður Fáks 1949 til 1953.
Næsta landsmót fór fram
við Skógarhóla í Þingvallasveit
dagana 17. til 20. júlí 1958.
Fyrirkomulag keppninnar var
mjög svipað og á mótinu á
undan, nema hvað nú var
þátttökuhestum frá Fáki
fjölgað upp í sjö vegna þess
hve miklu fjölmennara það
félag var miðað við hin sem
máttu senda þrjá hesta hvert
Góðhestarnir á mótinu ´54 voru dæmdir af
dómnefnd eins og fyrr, í henni sátu: Björn Gunn-
laugsson í Reykjavík, formaður Fáks 1938 til 1949
og sat í stjórn Fáks alls í aldarfjórðung, Björn var
ástríðumaður um gæðingaeign en hans síðasti var
Skuggablakkur frá Kolkuósi sem var meðal fremstu
góðhesta á landsmótinu 1958; Björn Jónsson á
Akureyri, einn hinna kunnu Mýrarlónsbræðra,
frábær reiðmaður og reyndur dómari og síðast en
ekki síst Steinþór Gestsson á Hæli, bóndi og al-
þingismaður, formaður LH 1951 til 1963, auk fleiri
stjórnarstarfa fyrir samtökin.
Í bókinni Á fáki fráum. Brot úr sögu hestamanna-
félagsins Fáks, gefin út á 70 ára afmæli félagsins
1992 í ritstjórn Valdimars H. Jóhannessonar, er hríf-
andi frásögn af störfum og hestamennsku Björns
Gunnlaugssonar, undir yfirskriftinni: „Kyndill í
myrkri fálætis“, er það mikil og merk baráttusaga um
það hvernig hestamennskan náði fótfestu innan
borgarinnar sem var þá óðum að þenjast út. Björn
brann fyrir hestum og hestamennsku allt fram í
andlátið en svo segir um svanasöng Björns í frá-
sögukaflanum: „Björn lést 12. júní 1965 á 81.
aldursárinu. Hann hafði verið heilsuhraustur alla
ævina, fullfrískur á ferðalögum og við tamningar
fram á síðustu ár en kenndi sér skyndilega sjúkleika
þremur vikum fyrir andlátið. Veikindin gátu ekki
hindrað hann í að koma á hvítasunnukappreiðar
félagsins 7. júní aðeins 5 dögum fyrir andlátið, þar
sem keppt var um bikarinn góða sem hann hafði
gefið [keppnisbikar sem Björn gaf félaginu á fundi
13/2020 9