Feykir - 01.04.2020, Page 11
KROSSGÁTUSMIÐUR Páll Friðriksson SVÖR VIÐ VÍSNAGÁTUR : Jörð
Sudoku
FEYKIFÍN AFÞREYING
Krossgáta
Feykir spyr...
Hefur þú „farið" á
einhverja tónleika
sem hefur verið
boðið upp á
í sjónvarpi eða
á netinu nú á
Covid-tímum?
Spurt á Facebook
UMSJÓN : frida@feykir.is
„Ég horfði á tónleika Helga
Björns um helgina og hafði
mjög gaman af.“
Halla Guðleifsdóttir
Finna skal út eitt orð úr
línunum fjórum.
Ótrúlegt - en kannski satt...
Spýtustrákinn Gosa þekkja flestir en þannig vildi til að nefið á honum
tók að lengjast er hann sagði ósatt. Á frummálinu, ítölsku, var sagan
um Gosa fyrst gefin út árið 1883 en hún er eftir ítalska rithöfundinn
Carlo Collodi. Ítalska nafn Gosa er Pinocchio og ótrúlegt, en kannski
satt, þá þýðir það furuhöfuð.
Tilvitnun vikunnar
1. apríl er dagurinn þegar við munum hvað við erum
alla hina daga ársins. – Mark Twain
„Ég horfði á (fór á) Helga Björns
og þetta var mjög flott og
skemmtilegt hjá honum, hann
er alltaf hress.
Hulda Einarsdóttir
„Nei, eiginlega ekki. Sá smá frá
Eyþóri Inga, annars ekkert.“
Silja Ösp Jóhannesdóttir
„Nei, ég get nú varla sagt það,
nema ég horfi reglulega á
myndböndin frá systrunum í
Miðtúni við Hvolsvöll.“
Magnús G. Jóhannesson
(því lengur því betra). Það er gott
að bera kjúklinginn fram með
bökuðum kartöflubátum, fersku
salati og góðri ólífuolíu.
RÉTTUR 3
Eton mess
Þetta er einfaldur eftirréttur en
það er gaman að bera hann fram í
fallegum glösum. Það er líka
auðvelt að breyta honum með því
að skipta jarðarberjum út fyrir
annan ávöxt eða jafnvel bæta við
súkkulaði eða líkjör í rjómann.
Þennan rétt er bæði hægt að
bera fram í nokkrum litlum
glösum eða einni stórri skál.
1 marengsbotn
500 g jarðarber
½ l rjómi
vanillusykur
Saxið jarðarber smátt. Þeytið
rjómann og bætið vanillusykri og
u.þ.b. helmingnum af jarðar-
berjunum saman við. Skiptið
helmingnum af þeytta rjómanum
í sex glös. Brjótið marengsbotninn
ofan á rjómann í glösunum en
skiljið eftir smá til skrauts. Setjið
nú restina af rjómanum í glösin
og skreytið með restinni af
jarðarberjunum og marengsnum.
Geymið í kæli í nokkra
klukkutíma áður en þið berið
réttinn fram.
Verði ykkur að góðu!
Anna Margret skorar á Þuríði
Þorláksdóttur, aðstoðarskóla-
stjóra á Blönduósi.
Kjúklingur með
hvítlauk og sítrónu
Matgæðingur vikunnar, Anna Margret Sigurðardóttir, býr á
Blönduósi með manninum sínum, Sigurði Þorkelssyni. Hún er
kennari í Blönduskóla en hann vinnur hjá N1 pípara. Þau eiga tvo
syni, Þorkel og Björn Steinar.
Anna Margret er borinn og barnfæddur Blönduósingur en
Sigurður er frá Barkarstöðum í Svartárdal og flutti á Blönduós árið
2009.
RÉTTUR 1
Blinis
Blinis eru litlar lummur sem eru
oft bornar fram með lauk og
kavíar eða sýrðum rjóma og
reyktum laxi. Þessi uppskrift er af
bloggsíðunni Albert eldar.
1 bolli hveiti
½ tsk. salt
1 egg
2 msk. góð olía
⅔ bolli mjólk
½ tsk. lyftiduft
Aðferð: Blandið öllu saman og
steikið blinis (litlar lummur) á
pönnu. Látið kólna. Berið fram
með sýrðum rjóma og hrognum
(kavíar) eða reyktum laxi.
RÉTTUR 2
Kjúklingur fylltur með
hvítlauk og sítrónu
Eldunartíminn á þessum
kjúklingi er svolítið langur en
smjörið sem er sett undir skinnið
á bringunni, sítrónan og það að
elda hann í potti með loki gerir
það að verkum að hann verður
ekki þurr en eldast alveg þannig
að kjötið dettur af beinunum.
1 heill kjúklingur
1 sítróna
1 hvítlaukur
100 g smjör
sjávarsalt
pipar
ferskt rósmarín
Aðferð: Best er að elda kjúkl-
inginn í ofnpotti með loki.
Stillið ofn á 200°C hita. Skerið
sítrónuna í báta og afhýðið
hvítlauksrifin, fyllið kjúklinginn
með sítrónu og hvítlauk. Það má
líka raða því sem kemst ekki inn í
kjúklinginn í kringum hann í
pottinum.
Skerið smjörið í kubba og
setjið það undir skinnið á bring-
unni á kjúklingnum. Kryddið
með salti, pipar og fersku rós-
marín.
Eldið kjúklinginn í 1½ - 2 klst.
( MATGÆÐINGAR VIKUNNAR) frida@feykir.is
Anna Margrét og Sigurður á Blönduósi matreiða
Sigurður og Anna Margrét úti að borða. MYND ÚR EINKASAFNI
13/2020 11
Vísnagátur Sigurkarls Stefánssonar
Komin er sauðbeit sumstaðar.
Samnefnt tímarit eitt var.
Höfuðból á Hólsbóndinn.
Ég held í næturlampann minn.