Feykir - 13.05.2020, Page 1
19
TBL
13. maí 2020
40. árgangur : Stofnað 1981
Frétta- og dægurmálablað
á Norðurlandi vestra
BLS. 4
BLS. 7
BLS. 5
Margrét Skúladóttir á
Blönduósi í viðtali
Komu heim frá
Kanarí vegna
COVID-19
Kristín Guðmundsdóttir
er áskorandapenninn
Við erum
öll yndisleg
Bjóðum alhliða lagnahreinsun á sérútbúnum bíl
Losum stíflur úr salernum, niðurföllum, frárennslislögnum, regnvatns- og skólplögnum.
Hreinsum trjárætur úr lögnum. Myndum lagnir sé þess óskað og og afhendum verkkaupa
á minnislykil. Sjáum um tæmingar á rotþróm. Bíll okkar er einnig útbúinn til hreinsunar
á sandföngum, fitu- og olíugildrum.
Holræsa- og stífluþjónusta
Leitið nánari upplýsinga í síma 452 2958.
Sími 452 2958 • Oddagata 18 • 545 Skagaströnd • terra.is • nordvesturland@terra.is
Við þjónustum bílinn þinn!
Hesteyri 2 Sauðárkróki Sími 455 4570
Verkstæðið okkar annast viðgerðir fyrir einstaklinga
og fyrirtæki. Menntaðir og hæfir tölvuviðgerða-
menn með áralanga reynslu.
Meirapróf - Vinnuvélanámskeið
Ökunám - Endurmenntun
Birgir Örn Hreinsson
Ökukennari
S: 892-1790
bigh@simnet.isHÁEYRI 1 SAUÐÁRKRÓKI SÍMI 455 4400
www.facebook.com/velavalehf
www.facebook.com/velavalehf
& 453 88 88 velaval@velaval.is
þakkar fyrir frábærar móttökur og heldur áfram
að keyra heim í Skagafirði og á Blönduósi.
Endilega fylgist með okkur á
,,Andlitsbókinni” undir Birkihlíð kjötvinnsla.
Nánari upplýsingar gefur Þröstur í síma 690 5528.
Birkihlíð kjötvinnsla
Degi er tekið að halla á laugardegi 9.
maí. Sólríkur kyrrlátur en kaldur
dagur er að kveldi kominn. Leiðin
liggur í sólsetrið, horfið bak við
Stólinn fyrir klukkustund. Farið er
austur yfir Hegranesið og þegar
komið er að Lóni er myndavélin
munduð. Klukkuna vantar 15
mínútur í ellefu. Háþrýstingur er yfir
landinu 1030 millibör og hitastigið
orðið tveggja gráðu frost.
Aldrei verður loftið hreinna og tærara
en við þessi skilyrði. Í rösklega hálfa öld
hefur sá er þessar línur hripar á blað
lagt á fáka sína, flesta japanska, og
skeiðað fagnandi út í vorið. „Ekkert er
fegurra en vorkvöld í Reykjavík“, en
hvað stenst skagfirsku vori snúning?
Það er vandfundið, svo hefur verið um
aldir. Samferðamaður minn hvetur til
að fylgja sólarlaginu eftir og haldið er
út Óslandshlíðina. Hjá Þúfum mætum
við afkomanda okkar sem er fanginn af
fegurð vorsins. Við Undhól minnist ég
sýnar frænku minnar sem þar ólst upp,
vorfegurðar til Drangeyjar og sólseturs.
Hún býr nú á Akranesi og ferðast í
huganum norður á vorin. Þegar komið
var norður fyrir Miðhús er sólin að síga
mjúklega í sæinn rétt vestan við
þverhníptan, ægifagran, Þórðarhöfðann
með útlínur kirkjunnar á Hofsósi í
sjónlínunni. Þegar komið er heim á
Krók, laust eftir miðnættið, er komið
þriggja gráðu frost.
Látið undur og dásemdir vorsins
ekki fram hjá ykkur fara, það eru
ómæld verðmæti. /Hörður Ingimarsson
Sólsetursljóð á vori án stuðla
og höfuðstafa
Vorstemning í Skagafirði
Horft í n.v., vaðfuglar í forgrunni til vinstri. Stólhornið og Skaginn til Ketubjarga, Lundeyjan til hægri. Strandlengjan og ósar eystri kvíslar Héraðsvatna.
MYND: HÖRÐUR INGIMARSSON.
Inese Elferte á Blönduósi er
matgæðingur vikunnar
Fljótandi eyjar
og fleira gott