Feykir


Feykir - 13.05.2020, Side 5

Feykir - 13.05.2020, Side 5
Komu heim frá Kanarí vegna COVID-19 Feykir ræddi við Margréti, eða Möggu eins og hún er kölluð, og innti hana fyrst eftir því hvernig þeim hjónum hafi orðið við þegar þau fréttu af því hvað stæði til. „Manni hálfbrá af því að það var alltaf verið að tala um að þessi veira lifði ekki í hita sem væri yfir 27 stig, og þá vorum við nú örugg, mikið betur sett úti en hér heima,“ segir Magga og hlær við. Hún segir að ekki hafi verið vitað um nein smit á því svæði sem þau hjón dvöldu á þó einhver örfá smit hafi verið inni í borginni. „Það voru vinsamleg tilmæli að allir sem væru þarna ættu bara að drífa sig heim af því að landinu yrði lokað og þá kæmust flugvélarnar frá Íslandi ekki til að sækja okkur sem vildum koma heim þegar okkur þóknaðist.“ En hvað höfðuð þið langan tíma til að koma ykkur í burtu? „Það var vika. Það var þannig að dóttir okkar og fjölskylda voru hjá okkur og þau fóru heim á laugardagsmorgni. Það var eiginlega nokkuð víst að þau mundu lenda beint í því að fara í sóttkví þannig að maður var nú ekkert sérlega spenntur, verandi þarna í hita og sælu. Þau fóru klukkan sjö um morguninn og við gömlu skriðum bara aftur upp í rúm. Svo komum við fram um níuleytið og hittum hjónin sem við leigðum hjá og þeim var mikið niðri fyrir: „Þið bara sofandi uppi í rúmi og það er bara verið að loka öllu landinu,“ COVID-19 | Margrét Skúladóttir á Blönduósi í viðtali Feykir hefur undanfarið sett sig í samband við nokkra íbúa svæðisins og forvitnast um áhrif COVID-19 á hagi þeirra en eins og gefur að skilja hefur faraldurinn komið misjafnlega niður á lífi fólks, jafnt hvað varðar atvinnu og einkahagi. Hjónin Margrét Skúladóttir og Sigurður Hjálmarsson á Blönduósi, eru meðal þeirra fjölmörgu Íslendinga sem þurftu að kúvenda sínum áformum. Þau höfðu vetursetu á Kanaríeyjum eins og margir eldri borgarar gera og flýttu heimkomunni í kjölfar þess að til stóð að loka á allt flug frá Spáni, og þar með talið frá Kanaríeyjum. VIÐTAL Fríða Eyjólfsdóttir segir Magga og hlær dátt. „Þá var verið að loka garðinum og sundlauginni og veitinga- staðnum o.s.frv. En við vorum reyndar búin að verða vör við það áður að Kínastaðirnir voru farnir að loka.“ Eins og fyrr segir var þetta á laugardagsmorgni og útgöngu- bannið átti að taka gildi um miðnætti á sunnudegi. „Þannig að það var bara drifið í því að ná sér í vistir og vera undir það búinn að komast ekkert í búð.“ Að vísu var svo gefið út að fólk mætti fara í matvöruverslanir og apótek en þá eingöngu í þær verslanir sem næstar voru heimilinu og lögregluvörður gætti þess að fyrirmælum væri hlýtt. „Fyrstu dagana máttum við labba fram og til baka í garðinum en svo var það líka bannað, við máttum bara vera úti á pallinum. Þetta var bara lúxus, maður var bara heima og sólaði sig og prjónaði.“ Magga segir að Íslend- ingarnir á svæðinu hafi yfirleitt tekið því vel að þurfa að fara heim en þeir sem höfðu leigt húsnæði til lengri tíma eða áttu húsnæði á staðnum urðu eftir. Hún segir að það hafi vakið furðu þeirra að þremur dögum áður en þau fóru heim hafi komið hópur Íslendinga með flugi að heiman og hafi svo þurft að fara aftur með sömu vél og þau. Það kom sér þó vel fyrir þau hjónin því þau gátu fengið gistingu þegar til Íslands kom hjá kunningjafólki úr þeim hópi, en flogið var heim með næturflugi. Svo var ekið beina leið heim á Blönduós næsta dag og hvergi stoppað. Þar með er ekki öll sagan sögð því húsnæði þeirra hjóna á Blönduósi var upptekið fram í miðjan apríl þegar áætluð heimkoma var, en þetta var 20. mars. Því hafði Siggi leitað á náðir Lárusar Jónssonar sem rekur Glaðheima á Blönduósi og sumarbústaður í hans eigu var næsti viðkomustaður hjónanna. Þar voru þau svo í sóttkví næstu vikurnar. „Af því við gátum náttúrulega ekki heldur farið inn á krakkana og sett þau öll í hálfs mánaðar sóttkví. Við forðuðumst að koma nálægt nokkrum manni og krakkarnir komu bara með vörur og settu við dyrnar eða á þakið á bílnum eða eitthvað. Þetta var þvílíkt lúxuslíf, það var alltaf verið að færa okkur eitthvað, aumingjunum sem voru innilokuð,“ segir Magga glettnislega og bætir við að þrátt fyrir innilokunina hafi þau verið dugleg að fara út að ganga og viðra sig. Þannig að ykkur hefur ekkert leiðst neitt rosalega? „Leiðst!!! Nei, nei, þetta var bara lúxuslíf. En ég hef aldrei verið neitt hrædd um að ég fengi þetta, ég hef stundum verið spurð að því. Nei, ég bara átti ekki von á því, líka af því að við höguðum okkur mjög vel og vorum ekkert að kássast í einum eða neinum,“ segir Magga og bætir því við að þau hafi haft það mjög gott síðan þau komu heim og ekki einu sinni fengið kvef. „En maður er nýfarinn að fara til krakkanna, bara um síðustu helgi, þannig að við vorum bara mjög stillt og prúð og þau líka.“ Í göngutúr eftir heimkomuna. MYND: JÓN SIGURÐSSON Á góðri stund á Kanarí í fyrravetur. MYND: AUÐUNN SIGURÐSSON 19/2020 5

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.