Feykir - 13.05.2020, Qupperneq 8
Ertu með fréttaskot, mynd eða
annað skemmtilegt efni í Feyki?
Hafðu samband. Síminn er 455 7176
og netfangið feykir@feykir.is
19
TBL
13. maí 2020 40. árgangur
Frétta- og dægurmálablað á Norðurlandi vestra : Stofnað 1981
Formleg afhending nýrrar slökkvistöðvar á
Blönduósi fór fram sl. föstudag en Brunavarnir
Austur-Húnvetninga (BAH), sem er byggðarsam-
lag Blönduósbæjar og Húnavatnshrepps um
brunavarnir í sveitarfélögunum, festi kaup á hús-
næðinu sem stendur stakt að Efstubraut 2 á
Blönduósi, þar sem áður var lager fyrirtækisins
Léttitækni. Á Facebooksíðu BAH kemur fram að
húsnæðið hafi verið byggt árið 2007 og er 486 fm.
Eftirfarandi texta má finna í færslu Ingvars
Sigurðssonar, slökkviliðsstjóra Brunavarna Austur-
Húnvetninga:
„Unnið er að því að klára hugmyndir að skipulagi
húsnæðisins sem verður síðan sett í lokahönnun svo
hægt verði að hefja framkvæmdir við breytingar á
húsnæðinu í takt við þarfir slökkviliðsins. Bæta þarf
við iðnaðarhurðum og útbúa ýmis aðstöðurými.
Lofthæð er mikil og því góðir möguleikar að gera
milliloft fyrir aðstöðu.
Bætt aðstaða slökkviliða, bæði til viðbragða,
þjálfunar og fræðslu er fyrsta skrefið í þá átt að stór-
bæta brunavarnir. Slökkviliðið hefur búið við
þröngan kost á núverandi slökkvistöð liðsins að
Norðurlandsvegi 2 en það húsnæði var byggt 1975 og
einungis 223 fm. Má því segja að langþráð og þörf
uppbygging aðstöðu liðsins sé í augsýn. Slökkviliðið
hefur ekki haft nægt rými eða aðstöðu sem skyldi til
að sinna þjálfun og þeim fjölbreyttu verkefnum sem
liðið þarf að sinna. Leigja hefur þurft auka húsnæði
síðastliðin ár fyrir tankbíl liðsins vegna plássleysis en
það er mjög slæmt gagnvart viðbragðstíma liðsins í
útköllum.
Í nýju húsnæði verður því hægt að hafa allar
bifreiðar og búnað liðsins undir sama þaki, ásamt því
að útbúa kennsluaðstöðu, búningsklefa, sauna
afeitrunarklefa, þvottaaðstöðu, skrifstofur, stjórnstöð
og ýmis aðstöðurými. Með auknu rými verður
möguleiki á að reyna að halda aðskilnaði milli
hreinna og óhreinna rýma, sérstaklega í ljósi baráttu
gegn aukinni tíðni krabbameins hjá slökkviliðs-
mönnum.
Brunavarnir Austur-Húnvetninga
Ný slökkvistöð afhent formlega
Mynd með færslu Brunavarna Austur Húnavatnssýslu á Facebooksíðu sinni
um afhendingu nýrrar slökkvistöðvar á Blönduósi.
Einn af sérstæðum
mönnum 19. aldar í
Skagafirði var Kristinn
Pétursson sem á síðari
árum sínum var
kenndur við Kjartans-
staði. Þar var hann
húsmaður mörg síðustu
æviár sín og þar lést
hann 21. júní 1899. Fæddur var hann 1830, vandaður
maður og sannorður, greindur ekki meira en í
meðallagi og þótti stundum bera á geðveilu þar sem
hann var á stundum ofsakátur en í annan tíma fámáll
og þungsinna.
Um þrítugsaldur veiktist Kristinn alvarlega og lá
lengi. Náði hann sér ekki til fulls fyrr en eftir ár. Eftir að
hann komst aftur til heilsu dreymdi hann draum, að
maður kæmi til hans og segði honum að hann skyldi
framvegis predika guðsorð. Sagði draummaður honum
ýmislegt fleira þessu viðvíkjandi en bannaði honum
stranglega að segja frá því. Þetta enti Kristinn trúlega til
æviloka. ,,Fáum nóttum eftir þetta byrjaði Kristinn að
predika upp úr svefni og þeim sið hélt hann upp frá því.
Oftar predikaði hann er hann var gestur, sérstaklega
væri hann þreyttur eða hefði smakkað vín, en sjaldnar
heima fyrir. Hann predikaði jafnt á nóttu sem degi, úti
sem inni, oftast fann hann á sér áður en hann sofnaði,
hvort hann mundi predika eða eigi. Hann svaf mjög
fast og þótti miður ef hann var vakinn, því hann taldi
það sínar sælustu stundir er hann var að predika. Ætíð
þegar Kristinn predikaði mundi hann eftir því er hann
vaknaði. Hann þóttist þá ætíð vera staddur í hinu sama
húsi og var það ólíkt öllum öðrum húsum er hann
hafði séð. Ekki gat hann skýrt frá úr hvaða efni það var
byggt. Engir gluggar vóru á því og engin ljós loguðu þar
en þó var þar glansandi birta. Kristinn þóttist vera í
ræðustól, er hann predikaði, og stóð allur söfnuðurinn.
Engan af söfnuði þessum hafði hann séð í vöku, en
marga af þeim þekkti hann í svefninum af því að þeir
vóru ætíð við predikanir hans. Oft sá hann líka nýja
vera viðstadda er hann hafði eigi séð áður. Honum
virtist söngflokkur, sem ævinlega var sá sami, syngja og
svara sér, og hinn sami maður vera meðhjálpari við
embættisgjörðina.“
Byggðasögumoli | palli@feykir.is
Kristinn predikari
Í tilefni af afhendingunni kom hluti slökkvi-
liðsmanna BAH saman og skoðaði húsnæðið með
tveggja metra regluna í heiðri. Í ljósi aðstæðna er ekki
hægt að boða til viðburðar svo íbúar geti skoðað
húsnæðið að svo stöddu en tækifæri gefst vonandi
þegar fram líða stundir og breytingum á húsnæðinu
jafnvel lokið.
Undirritaður vill óska íbúum Blönduósbæjar og
Húnavatnshrepps til hamingju með húsnæðið og á
sama tíma þakka sveitarstjórnum sveitarfélaganna
fyrir að standa dyggilega að baki mikilvægri
uppbyggingu í brunavörnum en hún á tvímælalaust
eftir að hjálpa til við að auka öryggi svæðisins enn
meira á komandi árum.“ /PF
www.skagafjordur.is
UMHVERFISDAGAR
Skagafjarðar 2020 15. – 16. maí
Umhverfisdagar Skagafjarðar verða haldnir dagana
15. – 16. maí nk. Íbúar, fyrirtæki og félagasamtök í
Skagafirði eru hvött til að taka höndum saman, tína
rusl, taka til og fegra í sínu nærumhverfi og umfram
allt, njóta umhverfisins. Áskorendakeppni fyrirtækja
og félagasamtaka stendur yfir alla vikuna.
FÖSTUDAGUR 15. MAÍ – HAFNA- OG FJÖRUHREINSUN
Tökum höndum saman og hreinsum við
hafnarsvæði og strendur í Skagafirði.
LAUGARDAGUR 16. MAÍ – NJÓTUM UMHVERFISINS
Íbúar eru hvattir til að hreinsa til og fegra sitt nærumhverfi
og nýta einnig daginn til þess að njóta umhverfisins, t.d.
fara í göngu eða fuglaskoðun.
Við höldum áfram að hlýða Víði og virðum
fjöldatakmarkanir og fjarlægðarmörk.
DEILDU ÞÍNU FRAMTAKI Á
#UMHVERFISDAGAR20