Feykir


Feykir - 27.05.2020, Blaðsíða 2

Feykir - 27.05.2020, Blaðsíða 2
Aðlögunarhæfnin er mjög sterk í mannskepnunni. Ósjálfrátt fer hugurinn að leita lausna þegar eitthvað breytist og oftar en ekki sjáum við ný tækifæri í mótlætinu og vinnum úr þeim hráefnum sem að okkur eru rétt. Þessi aðlögunarhæfni er einstök sem er þó ekki alltaf gott því oft erum við fljót að gleyma og stöndum ekki við það sem áður hefur verið sagt. Hver kannast ekki við að hafa sagt „Ég ætla aldrei aftur að versla við þetta fyrirtæki“ .... eða „þennan flokk mun ég ekki kjósa aftur...“ sem er síðan gleymt og grafið þegar frá líður. En svo koma tímar þar sem þessi eiginleiki bjargar okkur í raun og veru, sérstaklega þegar við stöndum frammi fyrir miklum breytingum og áskorunum eins og hafa dunið á okkur síðustu vikur. Breytingum sem við höfum enga stjórn á og höfum ekkert um að segja, eins og heimsfaraldur. Þá þurfa allir að leggjast á eitt og allir eru jafn mikilvægir. Sumir fá það hlutverk að ákveða hversu langt má vera á milli manna í búðinni á meðan aðrir sjá um að óvætturinn dreifi sér ekki meira um samfélagið með því að halda sig heima. Þá skiptir öllu að orða hlutina rétt. Við erum ekki föst heima, heldur örugg heima. Það að við séum öll almannavarnir er nefnilega engin vitleysa. Við berum ábyrgð á okkur sjálf og okkar gjörðum og allt sem við gerum getur haft gríðarleg áhrif á alla hina. Ef við sýnum ábyrga hegðun eru meiri líkur á því að börnin okkar muni gera það sama í framtíðinni. Þegar öll þessi ósköp dundu yfir fann ég fyrir vanmætti og pínu vonleysi. Fólk að missa vinnuna, heilsuna og jafnvel lífið. Flestir að vinna heima og lítið um flakk. Heima hjá mér var settur upp einn angi af vettvangsstjórn fyrir Skagafjörðinn sem var nú bara nokkuð notalegt. Þá var nú ansi heppilegt að krakkarnir voru í skólanum en ekki í heimakennslu. Við vorum mjög dugleg að borða upp úr kistunni og nýta það sem var til en á sama tíma hef ég sjaldan verslað eins mikið inn af mat eins og þessa daga. En öll él birtir upp um síðir og nú horfum við fram á bjartari tíma yfir sumarið. Það er heldur tómlegt að vettvangsstjóri sé aftur mættur til vinnu á sínum vinnustað. Ég er þakklát fyrir það að getað ferðast í sumar. Þakklát fyrir að hafa fengið það hlutverk að vera örugg heima yfir vetrartímann þó svo að ég hafi verið frekar svekkt að missa af Andrésar Andar leikunum og skíðapáskunum sem ég ætlaði að eiga í Tindastóli. Aldrei hefur verið eins mikill snjór og gott færi eins og þennan veturinn. Þegar svona stendur á er gott að rifja upp æðruleysisbænina: Guð – gef mér æðruleysi til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt, kjark til að breyta því sem ég get breytt og visku til að greina þar á milli. Góðar stundir Soffía Helga Valsdóttir blaðamaður LEIÐARI Aðlögunarhæfni Málmey SK 1 landaði á Sauðárkróki í síðustu viku og var afli hennar rétt um 216 tonn. Auk hennar lönduðu níu bátar á Króknum og var samtals landað þar tæpum 227 tonnum í vikunni. Til Skagastrandar bárust rúm 54 tonn af 23 bátum og á Hofsósi lögðu fjórir bátar upp með tæp tvö tonn. Heildarafli vikunnar á Norðurlandi vestra var 282.983 kíló. /FE Aflatölur 17. – 23. maí 2020 Málmey með 216 tonn SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG Guðrún Ragna HU 162 Handfæri 1.410 Hafdís HU 85 Línutrekt 995 Hjalti HU 313 Handfæri 2.035 Hjördís HU 16 Handfæri 1.889 Hrund HU 15 Handfæri 2.580 Húni HU 62 Handfæri 2.794 Ísak Örn HU 151 Handfæri 1.124 Kambur HU 24 Handfæri 1.916 Kópur HU 118 Handfæri 741 Loftur HU 717 Handfæri 2.670 Svalur HU 124 Handfæri 1.586 Sæunn HU 30 Handfæri 2.738 Viktor Sig HU 66 Handfæri 2.034 Víðir EA 423 Handfæri 2.651 Alls á Skagaströnd 54.402 HOFSÓS Alfa SI 65 Handfæri 293 Elva Björg SI 84 Handfæri 297 Geisli SK 66 Handfæri 1.068 Skotta SK 138 Handfæri 340 Alls á Hofsósi 1.998 SAUÐÁRKRÓKUR Gammur II SK 120 Handfæri 455 Gjávík SK 20 Handfæri 823 Hafey SK 10 Handfæri 1.885 Hafsól SK 96 Handfæri 503 Kristín SK 77 Handfæri 2.290 Málmey SK 1 Botnvarpa 215.999 Onni HU 36 Dragnót 1.603 Steini G SK 14 Handfæri 1.317 Vinur SK 22 Handfæri 1.527 Ösp SK 135 Handfæri 181 Alls á Sauðárkróki 226.583 SKAGASTRÖND Alda HU 112 Handfæri 2.325 Ásdís ÓF 250 Handfæri 691 Beggi á Varmalæk HU 219 Handfæri 965 Bergur sterki HU 17 Lína 11.967 Blíðfari HU 52 Handfæri 2.373 Bogga í Vík HU 6 Handfæri 2.252 Bragi Magg HU 70 Handfæri 2.214 Dagrún HU 121 Handfæri 1.989 Geiri HU 69 Handfæri 2.463 Sumarafleysing Feykis þetta árið verður í höndum Soffíu Helgu Valsdóttur og hóf hún störf sl. mánudag. Soffía er gift Þorláki Helgasyni, varaslökkviliðsstjóra hjá Brunavörnum Skagafjarðar, og eru börnin fjögur. Fluttu þau á Sauðárkrók fyrir tveimur árum þegar Þorlákur tók við þeirri stöðu. Áður bjuggu þau á Akureyri. Soffía segir að Skagfirðingar hafi tekið vel á móti þeim og auðvelt var að kynnast fólki. Hjálpaði íþróttaiðkun barnanna mikið til þar um. „Er Skagfirðingar spyrja mig hvaðan ég sé veit ég oft ekki hverju skal svara þar sem ég hef verið á frekar miklu flakki í gegnum tíðina. Ég er þó fædd í Reykjavík sem á enn vinninginn í búsetuárum. Annars hef ég einnig búið í Mývatnssveit og Danmörku og mikið dvalið á ættaróðalinu í Súðavík sem er í eigu stórfjölskyldunnar. Landsbyggðin togar alltaf meira í mig heldur en borgin og vil ég kenna gúmmískóárum mínum í Mývatnssveitinni um það. Þar bjó ég með foreldrum mínum og bræðrum í fjögur ár þegar pabbi vann í Kísiliðjunni. Eftir það hef ég alltaf sótt út á land og hafa sumarstörfin litast af því. Ég var tjaldvörður, kom mér í sauðburð á hverju vori og var svo landvörður í mörg sumur í Þjóðgarðinum Jökulsárgljúfrum og Reykjanesfólkvangi,“ segir Soffía. Hún segir fjölskyldunni líða vel á Sauðárkróki og hefur hún fest kaup á húsi í Víðihlíðinni og nýtt Covid-tímann til að laga það að sér og eru þau nú nýflutt þar inn. Soffía mun skrifa fréttir í Feyki og Feyki.is og sinna frétta- og efnisöflun ásamt tilfallandi störfum. Netfang hennar er bladamadur@feykir. is. /SHV Soffía ráðin til sumarstarfa Nýr blaðamaður Feykis Nýi blaðamaðurinn, Soffía Helga Valsdóttir. MYND: PF Blönduósbær hvetur á heimasíðu sinni íbúa og fyrirtæki til sameiginlegs átaks í hreinsun í sínu nærumhverfi. Næstu tvær vikur býðst eigendum bíla og stærri málmhluta aðstoð við að færa þá til förgunar, eigendum að kostnaðarlausu. Eru þeir sem vilja nýta sér átakið beðnir að láta vita á netfangið: blonduos@blonduos.is fyrir 5. júní nk. þar sem fram koma upplýsingar um hvað á að fjarlægja, hvar það stendur og hver sé eigandinn. Gámaplanið er opið þrisvar í viku, mánudaga og miðvikudaga frá kl. 15:00- 17:30 og á laugardögum frá kl. 13:00-17:00. Mánudaginn 1. júní, annan í hvítasunnu, verður aukaopnun frá kl. 13.00-17:00. Íbúar verða aðstoðaðir við að flokka úrgang á gáma-planinu og ef veður leyfir verður boðið upp á kaffi og kleinur laugardaginn 30. maí og mánudaginn 1. júní. /FE Hreinsunarátak næstu daga Blönduós Útgefandi: Nýprent ehf., Borgarflöt 1, Sauðárkróki Póstfang Feykis: Borgarflöt 1, 550 Sauðárkrókur Ritstjóri & ábyrgðarmaður: Páll Friðriksson, palli@feykir.is & 861 9842 Blaðamenn: Fríða Eyjólfsdóttir, frida@feykir.is & 867 9744, Óli Arnar Brynjarsson, oli@feykir.is Soffía Helga Valsdóttir, bladamadur@feykir.is Auglýsingastjóri: Sigríður Garðarsdóttir, siggag@nyprent.is Áskriftarverð: 585 kr. hvert tölublað með vsk. Lausasöluverð: 720 kr. m.vsk. Áskrift og dreifing: Nýprent ehf. Sími 455 7171. Umbrot og prentun: Nýprent ehf. Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra - alltaf á miðvikudögum 2 21/2020

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.