Feykir


Feykir - 27.05.2020, Blaðsíða 6

Feykir - 27.05.2020, Blaðsíða 6
Samgöngusafnið í Stóragerði er bíla og vélasafn, staðsett í Óslandshlíðinni milli Sauðár- króks og Hofsóss. Fyrir þá sem ekki þekkja til þá stofnuðu Gunnar Kr. Þórðarson og kona hans, Sólveig Jónasdóttir, safnið 26. júní 2004 og fer nú í hönd 16. rekstrarsumarið hjá safninu. Þar sem Gunnar lést í febrúar 2019 eftir harða baráttu við MND sjúkdóminn reka nú Sólveig, börn og tengdabörn þeirra hjóna safnið í dag. Það kennir ýmissa grasa á Samgöngusafninu en það hefur að geyma um 100 tæki innan- dyra, allt frá mótorhjólum upp í slökkvibíla. Það er svo margt annað sem gleður augað annað en bílar og tæki sem tengist ekki samgöngusögunni en gefur safninu meira gildi og má þar t.d. nefna derhúfu-, lyklakippu-, glasa- og Coca cola safn. Fyrir utan safnið og í kringum það eru svo um 200 tæki sem mörgum þykir gaman að skoða, sérstaklega þegar vel viðrar. Formleg opnun safnsins er frá 1. júní til 30. september og er opið alla daga vikunnar frá kl. 11-18. Aðsókn á safnið hefur farið ört vaxandi seinustu árin og eru Íslendingar þar mjög stór hluti gesta. Þrátt fyrir skrítna tíma og svartar spár í ferða- þjónustunni vonast eigendur til þess að Íslendingar haldi áfram að sækja safnið heim því þar er alltaf eitthvað nýtt að sjá á hverju ári. Þess má geta að vinsælu traktorsvöfflurnar eru í boði alla daga á meðan opið er og eru þær bornar fram með ekta rjóma og sultu. Aðstaðan til að taka á móti hópum, allt að 70-80 manns, er mjög góð og ef óskað er eftir veitingum er hægt að fá það sem óskað er eftir en vinsælust eru margrómuðu kökuhlaðborðin sem minna helst á gömlu fermingarveisl- urnar þar sem boðið var upp á brauðtertur, maregns, hnallþór- ur og alls konar annað heima- bakað góðgæti. Þá má ekki gleyma að nefna útsýnið frá Stóragerði yfir fjörðinn fagra og hvergi betra að sitja og njóta náttúrunnar í kyrrðinni en á safninu. Í ár verður sýningin opnuð með mjög mörgum nýjum gripum eins og t.d nýjum slökkvibíl, amerískum trukk, nokkrum GT bílum, vélsleðum ásamt ýmsu öðru smádóti. Gaman er að segja frá því að slökkvibíllinn sem um ræðir er fyrsti slökkvibíll Skagafjarðar og var í geymslu fyrir sveitar- félagið í um 20 ár hjá Þ. Hansen en er nú kominn á safnið og er til sýnis fyrir gesti og gangandi. GT bílasafnið stækkar með hverri vikunni og má þar nefna Nissan 100NX, Corolla SI, Mazda GTR, Toyota Celica og mikið breytta Toyota Corolla í anda Fast and furious mynd- anna. Þá er von á Ford Excort RS Turbo á næstu vikum sem er sá eini sem eftir er á landinu í dag. Þá er einnig gaman að segja frá því að safnið fékk til varðveislu Citroen DX, árgerð 81, en hann er með vökva- fjöðrun sem lyftir bílnum upp þegar honum er startað en þetta þótti það flottasta fyrir nokkrum áratugum síðan. Þá fékk safnið að láni Toyota Crown Delux árgerð 1967 frá Þorsteini á Kárastöðum í Hegranesi og verður hún til sýnis seinna í sumar þegar búið er að standsetja hana eftir nokkurra ára geymslu. Það er nokkuð ljóst að kynslóðaskiptin eru að setja nýjan drifkraft í rekstur safnsins þar sem ný hugsjón er að fæðast hjá sonum þeirra hjóna, þeim Jónasi Kr. og Brynjari Morgan Gunnars-sonum. Þeirra áhugi liggur að sjálfsögðu í fornbílum en einna helst þeim yngri sem vonandi dregur að nýjan markhóp sem hefur kannski hingað til ekki sýnt eldri fornbílum mikinn áhuga, þó flottir séu. Þarna er verið að tala um bíla sem eru frá árinu 1987 og yngri. Það er því um að gera að fylgjast með Samgöngusafninu í Stóragerði á samfélagmiðlum og heimsækja þetta skemmtilega og flotta safn í sumar og að sjálfsögðu gæða sér á traktors- vöfflu í leiðinni. Alltaf fjölgar sýningargripunum Fyrsti slökkvibíll Skagafjarðar er kominn á safnið og er til sýnis fyrir gesti og gangandi. MYNDIR: Sigríður Garðarsdóttir og Brynjar Morgan Gunnarsson AÐSENT I Samgöngusafnið í Stóragerði Citroen DX, árgerð 1981, fékk að fara í smá bíltúr í góða veðrinu um daginn. Þessi fallega Toyota Crown Delux, árgerð 1967, er í eigu Þorsteins frá Kárastöðum í Hegranesi og verður til sýnis á safninu seinna í sumar þegar synir Gunnars, þeir Jónas og Brynjar hafa aðeins ,,klappað" henni. Þessi rauða Toyota Corolla Liftback (EAT-ME) árgerð 94 er enginn venjulegur bíll í dag þar sem búið er að leggja óendanlega mikla vinnu í ALLT sem hefur verið gert og smíðað í hann. Eins og sést á myndinni er búið að setja Playstation tölvu í skottið sem hægt er að spila á. Hér má sjá nokkra bíla úr GT safninu sem er að myndast hægt og rólega á Samgöngusafninu í Stóragerði. Traktorsvafflan í Stóragerði. 6 21/2020

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.