Feykir - 27.05.2020, Page 4
Elsa Stefánsdóttir er gestur
Bók-haldsins að þessu
sinni. Þær eru ófáar
bækurnar sem um hendur
hennar fara en hún starfar
sem bókavörður í skóla-
bókasafninu á Hofsósi og
við Hofsóssdeild Héraðs-
bókasafnsins. Elsa les
einnig mikið og segir hún
að skáldsögur verði oftast
fyrir valinu þó ein og ein
ævisaga slæðist með.
Hvers konar bækur lestu
helst? -Skáldsögur, íslenskar
og erlendar og einstaka
ævisögur ef mér sýnist þær
vera áhugaverðar.
Hvaða bækur voru í
uppáhaldi hjá þér þegar þú
varst barn? -Þær fyrstu sem
ég man eftir voru bækurnar
um Heiðu eftir Jóhönnu
Spyri. Einnig las ég allt sem
ég náði í eftir Enid Blyton,
Ármann Kr. Einarsson, Jennu
og Hreiðar Stefánsson og
einhverja fleiri sem ég man
ekki nöfnin á. En ég las allt
sem hönd á festi.
Hver er uppáhaldsbókin af
þeim sem þú hefur lesið
gegnum tíðina? -Það er ekki
svo gott að segja, hver eða
hverjar eru í uppáhaldi. En
bókin Veröld víð og svo
bækur Vilborgar Davíðs-
dóttur um Auði djúpúðgu
eru athyglisverðar. Einnig
bók Böðvars Guðmunds-
sonar Híbýli vindanna/Lífsins
tré.
Hver er þinn uppáhalds-
rithöfundur og hvers vegna?
-Á engan uppáhalds, en les
mikið af bókum eftir
Guðrúnu frá Lundi, Jónínu
Leósdóttur, Indriða G. Þor-
steinsson, Vilborgu Davíðs-
dóttur, Arnald Indriðason,
Ragnar Jónasson og fleiri.
Einnig les ég mikið sænskar
sakamálasögur og þá helst á
frummálinu.
Hvaða bækur eru á nátt-
borðinu hjá þér þessa
dagana? -Þær eru nokkrar,
ég er að lesa Sölvasögu
unglings og Sölvasögu
Daníelssonar eftir Arnar Má
Arngrímsson. En einnig eru
bækurnar: Hin ósýnilegu,
Morðið í Snorralaug, Ekki
vera sár, Andlitslausa konan
og Det som göms i snö, í stafla
þar, því ég á eftir að skila
þeim.
Ertu fastagestur á einhverju
bókasafni? -Já, það má segja
það því ég vinn á
skólabókasafni Grunnskólans
austan Vatna og einnig hjá
Hofsóssdeild Héraðsbóka-
safnsins.
Áttu þér uppáhalds-
bókabúð? -Nei, sama hvaðan
gott kemur, það væri samt
gaman að fara og skoða
bókabúðina á Flateyri.
Hvað áttu margar bækur í
bókahillunum heima hjá
þér? -Við eigum u.þ.b. 500 í
bókahillum og kannski um
150 ofan í kössum.
Hvað kaupirðu eða eignast
að jafnaði margar nýjar
bækur yfir árið? -Kaupi
engar nema til gjafa og það er
mjög misjafnt hvað það eru
margar bækur.
Eru ákveðnir höfundar/
bækur sem þú færð „alltaf“ í
jólagjöf? -Fæ ekki lengur
bækur í gjöf nema þá
handavinnubækur og mörg
árin er engin.
Hefur einhver bók sérstakt
gildi fyrir þig? -Já, það er
sálmabókin sem foreldrar
mínir gáfu mér þegar ég var
fermd.
Hefur þú heimsótt staði sem
tengjast bókum eða rit-
höfundum þegar þú ferðast
um landið eða erlendis? -Nei
ekki enn, en það væri gaman
að fara með Kristínu S.
Einarsdóttur á slóðir
Guðrúnar frá Lundi eða í
Vestur-Húnavatnssýsluna á
slóðir Agnesar og Friðriks.
Náðarstund.
Hélt upp á Heiðubækurnar sem barn
( BÓK-HALDIÐ ) frida@feykir.is
Elsa Stefánsdóttir á Hofsósi
Elsa við vinnu sína á bókasafninu á Hofsósi. MYND: FE
Nýlega var úthlutað
styrkjum til atvinnumála
kvenna sem ætlaðir eru
frumkvöðlakonum eða
fyrirtækjum í þeirra eigu.
Skilyrði styrkveitinga eru
þau að verkefnin séu í
meirihlutaeigu kvenna,
stjórnað af þeim og feli í sér
nýnæmi eða nýsköpun af
einhverju tagi. Hæsta
styrkinn að þessu sinni, að
upphæð fjórar milljónir
króna, hlaut Renata
Stefanie Bade Barajas fyrir
verkefni sitt Greenbytes en
það snýr að þróun
gervigreindarbúnaðar fyrir
veitingahús til að sjá fyrir
matarnotkun með það að
markmiði að minnka
matarsóun og lækka
kostnað við matarinnkaup.
Í ár hlutu fjögur verkefni
á Norðurlandi vestra styrk.
Þau eru:
Lífrænar baunir og ertur.
Styrkur til vöru-þróunar að
upphæð 890 þúsund
krónur. Forsvarskona Elín-
borg Erla Ásgeirsdóttir,
Breiðagerði í Skagafirði.
Ráðgátur ehf.
Styrkur að upphæð 750
þúsund krónur til vöru-
þróunar snjallforrits. For-
svarskona er Kristín
Ólafsdóttir, Hvammstanga.
Verðandi endurnýtingar-
miðstöð á Hofsósi.
Styrkur til hönnunar og
markaðssetningar að upp-
hæð 600 þúsund krónur.
Forsvarskonur eru Þuríður
Helga Jónasdóttir og Solveig
Pétursdóttir, Hofsósi.
Listasafn kvenna á Íslandi.
Styrkur til gerðar viðskipta-
áætlunar að upphæð 600
þúsund krónur. Forsvars-
kona er Hrafnhildur
Sigurðardóttir, Skagaströnd.
/FE
Styrkir til atvinnumála kvenna
Frumkvöðlakonur
styrktar
Ef þú ættir að gefa
einhverjum sem þér þykir
vænt um bók, hvaða bók
yrði þá fyrir valinu?
-Í augnablikinu er engin sem
mér dettur í hug. (Ég bíð bara
eftir að Dísa og Villi gefi út
myndabók sem væri
ljóðskreytt af Siggu, systur
Dísu!)
4 21/2020