Feykir - 27.05.2020, Page 7
KROSSGÁTUSMIÐUR Páll Friðriksson
SVÖR VIÐ VÍSNAGÁTUR : Póstur
Sudoku
FEYKIFÍN AFÞREYING
Krossgáta
Feykir spyr...
Hvernig var svo
tilfinningin að
komast aftur í
ræktina?
Spurt á Facebook
UMSJÓN : SHV
„Tilfinningin var mjög góð
og gaman að komast aftur
í félagsskapinn. Mér finnst
hann vera svo stór partur af
hreyfingunni og ánægjunni.“
Kolbrún Marvia Passaro
Finna skal út eitt orð úr
línunum fjórum.
Ótrúlegt - en kannski satt...
Asni er hófdýr af hestaættkvísl, sem maðurinn tamdi sem húsdýr
fyrir eitthvað um fimm þúsund árum. Hestar og asnar geta átt
afkvæmi saman og kallast afkvæmi asna og hryssu múldýr en
afkvæmi ösnu og hests kallast múlasni. Sebrahestur og asna eiga
ógjarnan afkvæmi saman, þótt það hafi komið fyrir í dýragörðum
og samkvæmt WikiPedia hefur verið stungið upp á því að kalla þá
dýrategund sebraasna. Ótrúlegt, en kannski satt, þá eru augu asna
þannig staðsett á höfðinu að þeir geta séð alla fjóra fætur sína öllum
stundum.
Tómatasalat og
tvær góðar kökur
Bændurnir í Miðhúsum í Vatnsdal, þau Berglind Hlín Baldursdóttir og
Eiður Magnússon, eru matgæðingar þessarar viku. Þau deila með
lesendum uppskrift að frísklegu og fljótlegu tómatasalati og tveimur
spennandi kökuuppskriftum. „
Við erum sex í heimili og rekum kúabú í Vatnsdal. Þar sem tími
er oft af skornum skammti á okkar heimili þá hafa uppskriftir sem
taka stuttan tíma og eru einfaldar frekar verið uppi á pallborðinu í
kaffitímum frekar en flóknari bakstur og eldamennska,“ segja
Berglind og Eiður.
Það er oft slett í þessar ef gesti ber að garði eða á sunnudögum
með kaffinu.
Líttu djúpt í eigin barm, þar er uppspretta styrks sem streymir ætíð
fram ef þú leitar hennar.” /Marcus AureliusBell
KAKA 1
Hraðkaka
1 bolli hveiti
1 bolli sykur
1 tsk. matarsódi
½ tsk. salt
1 stk. egg
1 lítil dós kokteilávextir
Aðferð: Hrærið saman og setjið í
smurt eldfast mót á 180°C í u.þ.b.
20 mínútur, þá er stráð yfir blöndu
af púðursykri og kókosmjöli og
látið bakast í 10 - 20 mínútur í
viðbót. Borið fram með ís eða
rjóma.
KAKA 2
Besta eplakakan
Þessa fann ég á netinu og er mjög
hrifin af. Hún er fljótleg og einföld
að gera þó að baksturstíminn sé í
lengri kantinum og bragðast
dásamlega.
200 g smjör (við stofuhita)
3 egg
4 dl hveiti
2½ dl sykur
1 tsk. lyftiduft
1 dl rjómi
1½ tsk. vanilludropar og/eða
vanillusykur (ég nota bæði)
2 epli
kanilsykur
Aðferð: Byrjð á því að flysja epli,
kjarnhreinsa og skera í bita. Hrærið
saman smjör og sykur í ljósa
blöndu. Hrærið næst eggjunum
saman við, einu í einu. Blandið
hveiti og lyftidufti saman og hrærið
síðan saman við blönduna. Loks er
„Sú tilfinning var mögnuð og
stórkostlegt að komast aftur í
ræktina og mjög hressandi fyrir
alla að samfélagið sé aftur að
komast í eðlilegan gang.“
Gunnar Örn Jónsson
„Óskaplega góð.“
Sigríður Gunnarsdóttir
„Ég átti yngsta gaurinn minn í
byrjun apríl svo ég fann í raun
lítið fyrir lokuninni en það var
dásamlegt að komast aftur í
ræktina.“
Erla Hrund Þórarinsdóttir
( MATGÆÐINGAR VIKUNNAR) frida@feykir.is
Berglind Hlín og Eiður í Miðhúsum matreiða
Eiður og Berglind á góðri stund. MYND: ÚR EINKASAFNI
rjóma og vanilludropum bætt út í
og hrært. Setjið í smurt 24 sm form.
Stingið eplabitunum ofan í deigið
og sáldrið loks um tveimur
matskeiðum af kanilsykri yfir.
Bakið við 175°C í um 45 mínútur.
Leyfið að kólna aðeins og berið
fram með þeyttum rjóma eða ís.
SALAT
Tómatasalat
Þetta salat geri ég oft í veislum. Það
er einstaklega fljótlegt og gott á
snittubrauð eða hvítlauksbrauð.
1 dós kirsuberjatómatar
½ bakki fersk basilika
dass af góðri ólífuolíu
1 dós mossarellaostakúlur frá MS
salt og pipar eftir smekk
Aðferð: Skerið niður tómata,
mossarella og basiliku í skál dassið
olíunni yfir. Salt og pipar eftir
smekk og volia, salatið er tilbúið.
Verði ykkur að góðu!
Berglind og Eiður skora á Sigríði
Bjarneyju Aadnegard, skólastjóra á
Húnavöllum, að vera næsti
matgæðingur.
Tilvitnun vikunnar
21/2020 7
Vísnagátur Sigurkarls Stefánssonar
Flutningur ég einatt er.
Einnig sá sem skilar mér.
Gáðu vel að gluggunum,
gjöldum jafnt og tekjunum.