Feykir - 10.06.2020, Blaðsíða 2
Síðan ég flutti hingað í Skagafjörðinn hef ég aldrei verið
spurð jafn oft að því „hverra manna ég væri“, síðast á
kaffistofunni hér á Nýprent í morgun og líka núna um
helgina þegar ég dældi olíu á
bílinn hjá Bjarna Har. Hverju
sætir þetta? Eru Skagfirð-
ingar svona forvitnir? Þurfið
þið að vita allt um alla, eða er
kannski bara verið að finna
tengingu við viðmæland-
ann? Hver man ekki eftir
bæjar- og lands-hlutarígnum
hér áður fyrr, eða er hann
kannski enn við lýði? Hefur
hann minnkað með auknum
samskiptum okkar á netinu
og styttri fjarlægðum? Erum við farin að finna fyrir meiri
tengingu okkar á milli? Hefur fjölmenning eitthvað með
þetta að gera? En hverju skiptir það hvaðan við séum eða
hverra manna við erum? Erum við ekki öll eins,
sérstaklega hér á landi þar sem við erum öll frændur og
frænkur.
Hvernig er þá hinn alíslenski Íslendingur? Erum við
ekki bara eins og hinn ekta íslenski sveitahundur, undan
hinum og þessum. Rannsóknir sýna að við erum einmitt
það, sambland af hinum og þessum en þó mest frá
Skandinavíu og Bretlandi. Mörg okkar eru afkomendur
Hans Jónatans, hins fræga blökkuþræls sem settist hér að
um aldamótin 1800 og með tímanum blöndumst við enn
meira.
Ég efast um að þetta sé algeng spurning vestan hafs,
hverra manna ertu þú? Enda er mannfjöldinn þar
gríðarlegur og ábyggilega sjaldgæft að fólk finni fyrir eins
miklum tengingum sín á milli og við gerum hér á okkar
litla skeri. Kannski er það einmitt mergur málsins.
Kynþáttahyggja og kynþáttafordómar meira ríkjandi þar en
hér, eða það vill maður halda. Þrælar báru ekki ættarnöfn
til að rjúfa þau tengsl sem þau mynduðu. Ættarnöfn á
Íslandi eru í minnihluta og má það kannski rekja það til
þess að við erum komin af þrælum. Einmitt kannski þess
vegna sem maður þarf meira að kynna sig þar sem það
vantar þessa ættartengingu á hinum venjulega Íslending.
Nú upp á síðkastið hefur umræðan um kynþáttafor-
dóma hér á landi risið hátt í kjölfar atburðanna þar vestra.
Fólk stigið fram með sínar sögur og í ljós kemur að við
erum ekki alsaklaus. En við getum bætt okkur. Vanið okkur
á betri framkomu og börnin okkar alast upp við um-
burðarlyndara samfélag. Fræðum þau og leiðbeinum. Við
vitum alveg að þetta verður ekki gert á einum degi en með
tímanum mun það takast. Byrjum bara í dag.
Verum góð hvert við annað, sama hverra manna við
erum.
Soffía Helga Valsdóttir,
blaðamaður
LEIÐARI
Hverra manna ert þú?
www.skagafjordur.is
Auglýsing
vegna kjörskrár
Kjörskrá Sveitarfélagsins Skagafjarðar vegna forsetakosninga
27. júní 2020 liggur frammi í Ráðhúsinu á Sauðárkróki,
Skagfirðingabraut 21, alla virka daga frá kl. 09:00 til 16:00
f.o.m. þriðjudeginum 16. júní 2020 til kjördags.
Upplýsingar um hvar þú ert á kjörskrá og hvaða kjördeild þú tilheyrir
er einnig að finna á upplýsingaveitu Þjóðskrár Íslands.
Upplýsingaveita Þjóðskrár:
https://www.stjornarradid.is/verkefni/kosningar/forsetakosningar-2020/
Sveitarstjóri
OPNUNARHÁTÍÐ
ÓB SAUÐÁRKRÓKI
KR. -25
af lítranum fyrir lykil- og korthafa helgina 12.-14. júní.*
Í tilefni af opnun nýrrar ÓB-stöðvar á Sauðárkróki fá allir lykil- og
korthafar Olís og ÓB 25 kr. afslátt af lítranum helgina 12.-14. júní
Hægt er að nálgast lykla í Verzlun H. Júlíusson.
*Gildir aðeins á ÓB Sauðárkróki
Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Húnaþing vestra auglýsir laust til umsóknar starf sviðsstjóra fjármála- og
stjórnsýslusviðs sveitarfélagsins. Sviðsstjóri heyrir beint undir sveitarstjóra og er
staðgengill hans. Um er að ræða 100% starf og er æskilegt að viðkomandi geti hafið
störf sem fyrst. Leitað er að einstaklingi sem hefur frumkvæði og aðlögunarhæfni að
síbreytilegum aðstæðum og fjölbreyttum verkefnum. Mikilvægt er að viðkomandi
geti unnið vel í liði, ásamt því að vera sjálfstæður í starfi. Viðkomandi þarf að vera
skipulagður og hafa gott vald á íslenskri tungu.
Helstu verkefni og ábyrgð:
· Yfirmaður fjármála- og stjórnsýslusviðs sveitarfélagsins
· Staðgengill sveitarstjóra
· Umsýsla fundarboða, fundargerða og afgreiðsla erinda byggðarráðs og sveitarstjórnar
· Daglegur rekstur skrifstofu sveitarfélagsins
· Ábyrgð á uppfærslum á samþykktum, reglum og gjaldskrám sveitarfélagsins
· Fjármálastjórnun og úrvinnsla fjárhagsupplýsinga
· Ábyrgð á fjárhagsáætlanagerð og vinnu við ársreikninga
· Umsjón með menningar- og atvinnumálum í samstarfi við sveitarstjóra
Menntunar- og hæfniskröfur:
· Háskólamenntun sem nýtist í starfi, framhaldsmenntun æskileg
· Reynsla af rekstri og stjórnun
· Leiðtogahæfileikar
· Frumkvæði og skipulagshæfileikar
· Reynsla af opinberri stjórnsýslu
· Góð færni í mannlegum samskiptum
· Gott vald á íslensku í ræðu og riti
· Hreint sakavottorð
Nánari upplýsingar:
Umsóknarfrestur er til og með 21. júní 2020. Nánari upplýsingar veita Thelma Kristín Kvaran
(thelma@intellecta.is) og Þórður S. Óskarsson (thordur@intellecta.is) í síma 511 1225.
Umsókn óskast útfyllt á www.intellecta.is. Með umsókn skal fylgja ferilskrá og kynningar-
bréf þar sem í stuttu máli er gerð grein fyrir hæfni umsækjanda sem nýtist í starfi.
Launakjör taka mið af kjarasamningi BHM við Samband íslenskra sveitarfélaga.
Samkvæmt samþykktum um stjórn sveitarfélagsins ræður sveitarstjórn sviðsstjóra.
Samkvæmt jafnréttisstefnu Húnaþings vestra eru karlar jafnt sem konur hvött til
að sækja um starfið. Öllum umsóknum verður svarað þegar
ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.
www.hunathing.is
HVAMMSTANGABRAUT 5 530 HVAMMSTANGI SÍMI 455 2400
Útgefandi: Nýprent ehf., Borgarflöt 1, Sauðárkróki
Póstfang Feykis: Borgarflöt 1, 550 Sauðárkrókur
Ritstjóri & ábyrgðarmaður:
Páll Friðriksson, palli@feykir.is & 861 9842
Blaðamenn:
Fríða Eyjólfsdóttir, frida@feykir.is & 867 9744,
Óli Arnar Brynjarsson, oli@feykir.is Soffía Helga Valsdóttir, bladamadur@feykir.is
Auglýsingastjóri:
Sigríður Garðarsdóttir, siggag@nyprent.is
Áskriftarverð: 585 kr. hvert tölublað með vsk. Lausasöluverð: 720 kr. m.vsk.
Áskrift og dreifing: Nýprent ehf. Sími 455 7171.
Umbrot og prentun: Nýprent ehf.
Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra - alltaf á miðvikudögum
2 23/2020