Feykir


Feykir - 10.06.2020, Blaðsíða 4

Feykir - 10.06.2020, Blaðsíða 4
Á fundi sveitarstjórnar Sveitarfélagsins Skagafjarðar í síðustu viku var ársreikningur þess fyrir árið 2019 samþykktur. 230 milljóna króna hagnaður Óhætt er að segja að rekstur sveitarfélagsins hafi gengið vel og umfram áætlun. Niðurstaðan sýnir rekstrarafgang upp á 729 milljónir króna fyrir sveitarfélagið í heild sinni og að teknu tilliti til afskrifta og fjármagnsliða er niðurstaðan jákvæð um 230 milljónir króna, þar af 115 milljónir króna í A-hluta. Framlegð eða EBITDA nam 12,2% hjá samstæðu og 9% í A-hluta. Handbært fé A- og B-hluta var í árslok 120 milljónir króna. Veltufé frá rekstri A- og B-hluta nam 667 milljónum króna eða 56 milljónum hærra en árið áður. Veltufé frá rekstri samstæðunnar er nú 11,2% í hlutfalli við rekstrartekjur og hefur ósjaldan verið betra. Veltufé frá rekstri segir til um hversu mikið fjármagn reksturinn raunverulega skilar. Skuldaviðmið aldrei lægra Skuldahlutfall samstæðu A- og B-hluta er 117,1% en var árið 2018 123,8%, án þess að dreginn sé frá sá hluti af lífeyrisskuldbindingum sem og tekjur og skuldir veitna sem heimilt er að gera. Samkvæmt 64. gr. sveitarstjórnarlaga er kveðið á um að skuldahlutfall megi ekki vera yfir 150% af reglulegum tekjum, en ef dregið er frá það sem heimilt er samkvæmt reglugerðum, er skuldaviðmið samstæðunnar nú 88,2% sem er langt undir þeim mörkum sem lögin setja sveitarfélögum, og fer ört lækkandi. Geta til að greiða niður skuldir á rúmum sex árum í stað um 25 Á mynd á þessari síðu má sjá þróunina á breytingu skulda- hlutfalls og skuldaviðmiðs sveitarfélagsins undanfarin ár og sést þannig t.a.m. að skuldaviðmið hefur lækkað úr rúmum 130% árið 2015 niður í 88,2% árið 2019. Til að setja skuldastöðu sveitarfélagsins í betra ljós og samhengi má benda á að það tæki sveitarfélagið í dag rúm sex ár að greiða niður allar skuldir sveitarfélagsins ef ekki yrði framkvæmt á sama tíma. Á árunum eftir hrun hefði tekið um 25 ár að gera sveitarfélagið skuldlaust með sama hætti. Ljóst er að mikill árangur hefur náðst. Miklar fjárfestingar og eignamyndun Sveitarfélagið Skagafjörður hefur samt sem áður mikla getu til fjárfestinga í nauðsynlegri uppbyggingu í samfélaginu. Fjárfestingar voru þannig miklar hjá sveitarfélaginu á síðasta ári og námu fjárfestingarhreyfingar sam- stæðunnar 563 milljónum króna og fjárfestingar í varanlegum rekstarfjármunum 578 milljónum króna. Eignir samstæðu Sveitarfélagsins Skagafjarðar hafa farið vaxandi í takt við þetta og námu um síðastliðin áramót rúmum 10,1 milljarði króna en voru í árslok 2018 rúmir 9,4 milljarðar króna. Miðað hefur verið við í fjárhagsáætlunum síðustu ára að ný lántaka sé ekki umfram það sem greitt er niður af lánum. Miðað hefur verið við að ný lántaka sé á milli 400 og 500 milljónir á ári hverju sem m.a. hefur verið notuð til nýframkvæmda og viðhalds- verkefna sveitarfélagsins. Ný lántaka langtímalána árið 2019 nam um 422,5 milljónum króna en afborganir langtímalána voru 423,5 milljónir króna. Sterkar stoðir til öflugrar viðspyrnu Mikilvægt er að halda áfram uppbyggingu innviða í sam- félaginu í þeirri vegferð að gera samfélagið okkar í Skagafirði enn sterkara sem og að auka samkeppnishæfni þess. Í þeim ólgusjó sem ríkið, sveitarfélög ásamt fjölmörgum fyrirtækjum, stofnunum og einstaklingum ganga nú í gegnum í kjölfar þeirra efnahagslegu hamfara sem Covid 19 hefur haft á heimsbyggðina alla og við íbúar í Skagafirði höfum ekki farið varhluta af er sennilega aldrei mikilvægara en nú að hafa náð eins góðum tökum á fjármálum sveitarfélagsins eins og árs- reikningur sveitarfélagsins fyrir árið 2019 ber með sér. Ljóst er að Sveitarfélagið Skagafjörður mun taka á sig högg vegna þessa líkt og öll önnur sveitarfélög landsins en það er jafn ljóst að við munum standa það af okkur enda bera kennitölur rekstrar þess merki að undirstöður eru sterkar og þola vel ágjöf sem þessa. Sveitarfélagið Skagafjörður er, og á að vera, í fremstu röð íslenskra sveitarfélaga og sennilega aldrei mikilvægara en nú að snúa vörn í sókn og sækja fram fyrir Skagafjörð, tækifærin eru okkar, möguleikarnir eru okkar. Stefán Vagn Stefánsson Gísli Sigurðsson Regína Valdimarsdóttir Ingibjörg Huld Þórðardóttir Axel Kárason AÐSENT Áframhaldandi stöðugleiki í rekstri Sveitarfélagsins Skagafjarðar 4 23/2020

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.