Feykir - 08.07.2020, Page 6
Malen Áskelsdóttir (1999) er
fædd og uppalin á Sauðárkróki
en með fína framlengingarsnúru
í Borgarfjörð eystra. Hún er
dóttir Völu Báru (Vals Ingólfs og
Önnu Pálu Þorsteins) og Áskels
Heiðars sem gerir um þessar
mundir út á Sturlungasöguna
í 1238. Malen bæði syngur og
spilar á hljómborð og gítar í dag
en hún lærði á fiðlu hjá Kristínu
Höllu frá 5-10 ára aldurs og
segir að það hafi verið æðislegur
grunnur.
„Ég hef gefið út eitt lag og vonandi
verða þau fleiri á næstunni. Ég fór í
söngnám í Kaupmannahöfn í fyrra
sem gekk mjög vel og var ótrúlega
skemmtilegt. Nú er ég í söngnámi
í Reykjavík, er mikið að semja lög
og hef verið að koma fram bæði á
Sauðárkróki og á Borgarfirði eystra.
Einu sinni var ég líka bakrödd á
stóra sviðinu á Menningarnótt,“
segir Malen.
Hvaða lag varstu að hlusta á?
Kærastinn minn er að steikja
pönnukökur og er að spila John
Mayer á meðan, eins og oft áður.
John Mayer er æðislegur.
Uppáhalds tónlistartímabil? Ég
er búin að búa til playlista hjá mér
fyrir hvert tónlistartímabil svo ég
geti hlustað á þau öll, en ætli ég
myndi ekki velja 60´s.
Hvaða tónlist fær þig til að sperra
eyrun þessa dagana? Hressandi
lög eins og Supalonely, Intentions
með Justin Bieber og Ass Like That
með Victoria Monét.
Hvers konar tónlist var hlustað
á á þínu heimili? Aðallega svona
pabbarokk eins og U2 og Bítlarnir
en Emilíana Torrini hefur líka alltaf
verið í uppáhaldi á mínu heimili.
Hver var fyrsta platan/diskurinn/
kasettan/niðurhalið sem þú
keyptir þér? Stóra systir mín sá um
að hala niður tónlist fyrir mig því ég
kunni það ekki og mér finnst mjög
líklegt að hún hafi byrjað á því að
setja inn öll lögin sem Taylor Swift
var búin að gefa út á þeim tíma. En
við hlustuðum líka mikið á Jóhönnu
Guðrúnu, NYLON og auðvitað
Magna frænda.
Hvaða græjur varstu þá með? Það
var bleikur iPod, rosa kúl, og hann
var ekki lengi að fyllast af Justin
Bieber lögum.
Hvert var fyrsta lagið sem þú
manst eftir að hafa fílað í botn?
toppurinn
Vinsælast á Playlista
Hauks Sindra:
Lost on You
LP
Golden Hour
KACEY MUSGRAVES
LOVISA
FELIX SANDMAN
Birds
EMILÍANA TORRINI
Pink Lemonade
JAMES BAY
My Girl
THE TEMPTATIONS
Malen Áskelsdóttir / söngur, hljómborð, gítar og fiðla
Bleiki súper kúl iPodinn
var fullur af Bieber-lögum
( TÓN-LYSTIN ) óli@feykir.is
Hmm kannski Replay með Iyaz.
Hvaða lag getur eyðilagt fyrir þér
daginn? Mér dettur svosem ekkert
í hug, bara ef einhver syngur jólalög
þegar það eru ekki jól.
Þú heldur dúndurpartí í kvöld,
hvað læturðu hljóma í græjunum
til að koma öllum í stuð? Sko, ef
við erum að tala um skvísupartí
þá Sorry með Beyoncé eða I
Wanna Dance with Somebody með
Whitney.
Þú vaknar í rólegheitum á
sunnudagsmorgni, hvað viltu helst
heyra? Klárlega krúttuð Bítlalög
eins og In My Life, Blackbird eða
I´ll Follow the Sun.
Þú átt þess kost að fara hvert
sem er í heiminum og skella þér
á tónleika. Hvert færirðu, á hvaða
tónleika og hvern tækirðu með
þér? Ég hef nú þegar séð flesta
mína uppáhalds tónlistamenn
svo kannski myndi ég bara velja
einhverja flippaða tónlistarhátíð í
einhverju heitu landi í góðra vina
hópi.
Hvaða músík var helst blastað í
bílnum þegar þú varst nýkomin
með bílpróf? Þegar ég var nýkomin
með bílpróf var Drake í miklu
uppáhaldi. Ég blastaði uppáhalds
lögunum mínum með honum á
rúntinum, t.d. Controlla, Get It
Together og Passionfruit, og svo
þegar ég fór í ræktina blastaði ég
Drake lögunum sem eru meira
pepp eins og God´s Plan.
Hvaða tónlistarmaður/kona hefur
þig dreymt um að vera? Taylor
Swift hefur mikil áhrif á mig við
lagasmíðar og hefur ræktað country
og singer/songwriter hliðina mína.
Einnig Ed Sheeran og fleiri. En vilja
ekki allir vera Beyoncé?! ROSALEG
söngkona, sjálfsörugg og með
flotta sviðsframkomu.
Hver er að þínu mati besta plata
sem gefin hefur verið út? Úff...
Ég hef ofspilað svo margar plötur
en mér þykir til dæmis mjög vænt
um plötuna Up All Night með One
Direction.
Malen. MYND ÚR EINKASAFNI
Mannsævin er lítið annað en
augnablik og annað og meira er
aldrei fast í hendi:
Litla stund það er sem er,
árið hvert það ber með sér.
Allur tími fer og fer,
ferlið sést á mér og þér.
Málaferli og tilheyrandi þrasfræði
hefur alla tíð fylgt manninum:
Lögfræðin er loðið fag,
leiksvið allra pretta.
Þar hafa ýmsir á því lag
að umsnúa því rétta.
Var að lesa í bók eftir umræddan
höfund og orti þá:
Þó Hagalín með krötum kysi
og kynntist vinnulýð,
gekk hann undir íhaldsblysi
alla sína tíð!
Þegar ótíðin hélt áfram í vetur er
leið þegar mars var að baki og nýr
mánuður heilsaði með hríðum
og kulda, varð mér að orði þann
3. apríl:
Enn er tíðin þakka þunn,
þreytir stríð til meina.
Öll af hríðar kófi kunn,
kynnir blíðu ei neina.
Margt getur komið fyrir menn
og ekki síst þegar þeir eru einir á
ferð:
Hitt og þetta hendir menn,
hættur valda meinum.
Sagt var fyrr og sagt er enn,
segir fátt af einum.
Margt fólk er þannig að enginn
veit hvort því líður vel eða illa:
Víða býr í hjörtum hryggð,
harma margir bæla.
Orð frá sinni sálarbyggð
sumir aldrei mæla.
Svo virðist sem höfðingjar
þessa heims hafi yfirleitt marga
lögfræðinga á sínum snærum.
Yfirhöfðinginn sjálfur mun því
líklega vera vel birgur hvað það
snertir:
Stefnan vísar greitt til grands,
glatast hagur sérhvers manns.
Magna bölvun lýðs og lands
lögfræðingar andskotans.
Oft er lögð meiri rækt við það
sem síður skyldi:
Vaxa stöðugt viðhorf flækt,
við þeim fáir sporna.
Eyðast jarðir, rýrnar rækt,
rofnar taugin forna.
Var eitt sinn á ferð í Neskaupstað
og varð hugsað til fyrri baráttuára
fyrir mannrétti þar og kvað:
Hver sem rétt úr línum les,
lærir sögu kunna,
að lengi hér með látum blés
um Lúðvík, Bjarna og Jóhannes.
Sá einn góðan granna minn að
verkum fyrir nokkru og kvað:
Rammur á við röskan klár,
reykir vindla, í skapi þrár.
Sjómaður í húð og hár,
Hjörtur sonur Gvendar Lár.
Kvað er tiltekin ljóðabók frá fyrri
tíð barst í tal:
Fengu að greina bjartan baug
Braga sveinar allir.
Ríms með hreina rótartaug
ræktaði Einar Þallir.
Var að lesa vísur eftir borgfirska
hagyrðinga og orti:
Mér finnst alltaf mikils virði
málið bundna, kveðið snjallt.
Bragaljós í Borgarfirði
birtu strá um landið allt.
**********
Ritað á sumarsólstöðum
20. júní 2020.
Rúnar Kristjánsson
Grautarvella og Grútarsoð!
AÐSENT | Rúnar Kristjánsson skrifar
Kjarnafæði og Norðlenska í eina sæng
Samruni á kjötmarkaði
Eigendur Kjarnafæðis og
Norðlenska hafa komist að
samkomulagi um helstu
skilmála samruna félaganna.
Starfsemi Kjarnafæðis fer að
mestu fram á Svalbarðseyri
auk þess sem félagið á
SAH-Afurðir á Blönduósi,
sláturhús og kjötvinnslu, og
um þriðjungshlut í Slátur-
félagi Vopnfirðinga.
Norðlenska rekur stórgripa-
sláturhús og kjötvinnslu á
Akureyri, en slátrun og af-
urðavinnsla sauðfjár er á Húsa-
vík. Einnig rekur Norðlenska
sláturhús á Höfn í Hornafirði
og söluskrifstofu í Reykjavík.
Félögin tvö hafa átt í við-
ræðum um samruna frá því á
haustmánuðum 2018. Sam-
komulag um samruna félag-
anna er með fyrirvara um
samþykki samkeppnisyfir-
valda og hluthafafundar eig-
anda Norðlenska, Búsældar,
sem er í eigu um 500 bænda á
Íslandi. /FE
6 27/2020