Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.12.2021, Blaðsíða 4

Bjarmi - 01.12.2021, Blaðsíða 4
| bjarmi | desember 20214 SORG OG MISSIR Á AÐVENTU OG UM JÓL Mér brá dálítið í haust þegar var farið að tala um „dag dauðra“ í kringum allra sálna messu, en þá var ég að undirbúa minningarstund í Munkaþverárkirkju í Eyjafjarðarsveit. Það var í morgunútvarpinu og barnatímanum sem svona var talað. Minnt var á sið, m.a. í Mexíkó, en þar um slóðir eru haldnar veislur við leiði látinna ástvina. Mér fannst þetta dálítið ónærgætið og krassandi að orða þetta svona „dagur dauðra“. Kannski minn tepruskapur. Mér fannst það ónærgætið þar sem maður sjálfur gengur stundum inn í þessar viðkvæmu aðstæður þar sem fólk hefur misst ástvin og ég hef misst sjálfur. Sumir setja á sig sorgarmerki til að gera fólki viðvart að umgangast sig með nærgætni. Orð verða svo máttlaus í sorgarhúsi, þá er það nærveran sem gildir. Á aðventu og um jól verður sorgin sérstaklega sár þegar haldin er fjölskylduhátíð og ástvinur er horfinn manni. Á aðventunni eru stundum minningarstundir þar sem kveikt er á kerti til að minnast þeirra sem hafa kvatt þennan heim. Sumir fara í sorgarhópa til að fá stuðning. Það er hollt og gott að njóta samveru í sorginni, biðja, minnast og þakka. SORGIN KNÝR Á Biblían flytur okkur huggunarorð. Í sorginni getur farið á hvorn veginn sem er að þau heyrast ekki fyrir tilfinningaólgunni eða að þau festast í vitundinni fyrir lífstíð nema hvort tveggja sé. Ég ætla að leyfa mér að deila reynslu minni um aðventu og jól fyrir mörgum árum þegar ég gekk þessi þungu spor sorgarinnar. Vona að það megi verða einhverjum hjálp sem fetar þann veg. Faðir minn lenti í bílslysi í lok nóvember á Hellisheiðinni. Hann var illa farinn eftir slysið og fór í miklar aðgerðir. Við vorum milli vonar og ótta í hálfan mánuð en hann komst aldrei til meðvitundar eftir að hann kom á sjúkrahúsið. Það var gott að vera hjá honum. Fjölskyldan skiptist á að vera á gjörgæslunni. Það var öllu verra að vera annars staðar út af óvissu og óróleika. Einn daginn vissum við að hverju stefndi og hann Sorg og missir GUÐMUNDUR GUÐMUNDSSON

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.