Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.12.2021, Blaðsíða 42

Bjarmi - 01.12.2021, Blaðsíða 42
| bjarmi | desember 202142 Jólin nálgast og við fáum enn á ný að undrast og gleðjast yfir stórkostlegum sannleika. Drottinn Guð sjálfur, skapari himins og jarðar, eilífur og öllum æðri, gerðist maður, fæddist eins og ég og þú, gekk um og lifði hér á jörð til þess að hann gæti vitað hvernig það er að vera ég eða þú. Kærleikur hans knúði hann þegar „hann svipti sig öllu, tók á sig þjóns mynd og varð mönnum líkur. Hann kom fram sem maður, lægði sjálfan sig og varð hlýðinn allt til dauða, já, dauðans á krossi.“1 Með orðum jólasálmsins: Snauður kom hann í heiminn hér, hans að miskunnar nytum vér, auðguðumst fyrir fátækt hans, fögnuðum arfleifð himnaranns.2 Guð kom í Jesú Kristi til þess að vera með okkur. Eftir upprisu og uppstigningu sendi hann Heilagan anda að vera með okkur, hugga, leiða, hjálpa og styrkja, hvetja, efla og gæta. Við erum þess vegna ekki ein og hjálparvana. Guð sjálfur er með þér og mér. Hvar sem við erum, hver svo sem staða okkar er eða reynsla, þá megum við treysta því. Við erum ekki skilin eftir ein eða munaðarlaus. Við megum því halda jólin með honum, „því Guð er sjálfur gestur hér“ mættur til að vera með okkur. Og alla daga milli jóla og næstu jóla. Guð kom til jarðar með frið sinn og velþóknun sína yfir okkur mennina.3 Órói og streita, ekki síst í aðdraganda jóla og yfir jólin, rænir auðveldlega friði þeim sem Jesús kom að gefa sínum. Lífið virðist einkennast af streitu og þreytu, deilum og einmanaleika, og jafnvel tilfinningu um vanþóknun frekar en velþóknun. En orð Jesú standa, hann kom til að gefa frið. En ef við beinum sjónum okkar að sjálfum okkur er hætt við að friðurinn týnist. En Jesús vill fá að kyrra huga okkar og róa sál okkar enda lofar hann að vera með okkur og sjá um okkur. Stöldrum því við Guð hjá mér og þér „SJÁ, YNGISMÆR MUN ÞUNGUÐ VERÐA OG FÆÐA SON OG LÆTUR HANN HEITA IMMANÚEL,“ SEM ÞÝÐIR: GUÐ MEÐ OSS (MATT 1.23). 1 Filippíbréfið 2.7-8. 2 Þýðing Stefáns Thorarensen á sálmi Lúthers: Heiðra skulum vér Herrann Krist nr. 86 í Sálmabókinni. 3 Lúkasarguðspjall 2.14. 4 Sama og 2. Orð þessi byggja að hluta til á hugvekjum Charles Stanley í Every Day in His Presence, 23. og 24. desember. og notum tíma með „gestinum“, honum sem kom til að vera með okkur dag hvern. Við erum örugg í umsjá hans. Leyfum Guði að vera með okkur þessi jól og alla daga fram að næstu jólum. Hann þráir að vera meira en gestur, hann vill vera uppáhaldsvinurinn. Fyrir allt, sem að oss hann gaf Óverðskulduðum kærleik af, Honum sé þökk af hjarta skýrð, Honum sé eilíft lof og dýrð. Sé Drottni dýrð! 4 RAGNAR GUNNARSSON

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.