Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.12.2021, Blaðsíða 16

Bjarmi - 01.12.2021, Blaðsíða 16
16 | bjarmi | desember 2021 Lausanne-hreyfingin í Evrópu hélt ráð- stefnuna: „Kröftugt fagnaðarerindi í nýrri Evrópu“, á netinu dagana 17.-20. nóvember sl. Upphaflega átti hún að vera í fyrra í Póllandi, var svo frestað um ár vegna faraldursins og fyrr á þessu ári var ákveðið að halda hana á netinu. Rúmlega eitt þúsund manns voru skráðir til leiks og þar af fimm Íslendingar sem fylgdust með ráðstefnunni að einhverju eða miklu leyti. Við sem tókum þátt hér á landi erum sammála því að þar var mikla hvatningu að fá og afar fróðlegt var að fá innsýn í margt er snýr að stöðu kristni í Evrópu. Ekki síst var hvatningin til að ná til barna og ungmenna með boðin um Jesú. Þátttakendur gengu inn í samfélag ótal tungumála, menningarheima og ólíkra þjóðarbrota í Evrópu. Þar með urðu menn sér betur meðvitandi um sína eigin menningarlegu blindu, takmörk eigin þjóðar, tungumálamismun og jafnvel kynþáttafordóma sem enn leynast með ýmsum hætti. Við þurftum að horfast í augu við þarfir og áskoranir Evrópu sem þarf á fagnaðarerindinu að halda. FJÖLBREYTT DAGSKRÁ Um var að ræða fjóra daga sem einkenndust af samræðum á netinu, myndrænum skýrslum, samskiptum og gagnvirkum valstundum og biblíulestrum. Það er sannfæring ráðstefnuhaldara að þessi viðburður muni hafa áhrif á landslag evangelískra eða mótmælendakirkna í Evrópu á komandi öldum. Samtals voru um 60 valstundir í boði þar sem tekið var á margvíslegum áskorunum, menningarstraumum, pólitískri þróun, hugmyndafræði og fleiru sem mótar Evrópu samtímans. Eins og Phipioe Monneyr frá Frakklandi sagði: „Við rannsökuðum hina nýju Evrópu með öllu sem þar blasir við: Sjálfsmyndarvanda, menningarlega fjölbreytni og afhelgun og skoðuðum síðan með hjálp Filippíbréfsins hvað það merkir að vera verðugir þegnar fagnaðarerindisins í heimi sem er því andsnúinn. Við glöddumst yfir framgangi fagnaðarerindisins áður fyrr og heyrðum fjölda vitnisburða um hvernig Guð er að verki í Evrópu samtímans, ekki Kraftur fagnaðarerindisins enn hinn sami RAGNAR GUNNARSSON Lausanne-hreyfingin varð til eftir fjölmenna ráðstefnum í Lausanne í Sviss árið 1974. Lykilmenn í undirbúningi hennar voru Billy Graham og John Stott. Margar kirkjur og samtök vísa til Lausanne-sáttmálans um grundvöll starfs síns. Lausanne-hreyfingin hefur síðan verið samband og tengslanet auk guðfræðilegs samræðuvettvangs, einkum á sviði kristniboðs og annars boðunarstarfs. Mikið af efni ráðstefnunnar er að finna á lausanneeurope.org. Margvíslegt annað fræðsluefni er einnig að finna á lausanne.org, t.d. umfjöllun sem hefur verið í gangi á liðnum árum og áratugum og lykilskjöl í sögu hreyfingarinnar (Lausanne-sáttmálinn 1974, Manilla-yfirlýsingin 1989 og Höfðaborgar staðfestingin 2010). Oft hefur verið sagt að ávextir Lausanne-hreyfingarinnar vaxi best á trjám annarra. Áfram er ætlunin að styðja við bakið á kirkjum og samtökum um alla Evrópu, að fagnaðarerindið og boðun þess beri ríkulegri ávöxt.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.