Alþýðubandalagsblaðið - 17.03.1972, Blaðsíða 1

Alþýðubandalagsblaðið - 17.03.1972, Blaðsíða 1
— MALGAGN ALÞÝÐU6ANDALAGSINS f NORÐURLANDSKJÖRDÆMI EYSTRA - • • LANDSVIRKJUN ENDURSKIPUL06Ð Iðnaðarráðherra gerir grein fyrir nýskipan orkumálanna — Á FUNDI Sambands íslenzkra rafveitna, sem haldinn var í Reykjavík í síðustu viku, gerði iðnaðarráðherra, Magnús Kjart- ansson, grein fyrir hugmyndum ríkisstjórnarinnar um endur- skipulagningu raforkumála í landinu.- Fjallaði hann ítarlega um þróun þeirra mála frá því að raforkulögin voru sett í fyrri hluta ræðunnar, en skýrði síðan hugmyndir sem uppi eru um þessar mundir um þróunina í næstu framtíð. Hér fer á eftir sá hluti ræðunnar, sem fjallar um skipulag væntanlegrar Landsvirkj- unar. Laxárvirkjun. leíhfélog Uureirtr frumsýair »Húsasitdruns« | hiýsti | studning'I ) vid ráðherra NOKKUR MEGINATRIÐI TILLAGNANNA Eins og ég hef vikið að er meginhugmyndin, sem nú er unnið að, sú að öll meirihátt- ar raforkuvinnsla og raforku- flutningur í landinu verði í höndum eins aðila, sem ég kallaði áðan Landsvirkjun ís- lands eða íslandsvirkjun. Yrði eitt fyrsta verkefni Landsvirkj unar íslands að vinna að sam- tengingu orkuveitusvæða eins fljótt og það er talið hag- kvæmt og stefna jafnframt að sama heildsöluverði á raforku jafnhliða samtengingarfram- kvæmdunum. Ég hef áður vik ið að því hvaða rök mæla með einu slíku landsfyrirtæki. Hins vegar væri óraunsætt að ímynda sér að unnt væri að koma slíku fyrirtæki á lagg- irnar í einum áfanga. Því valda þær aðstæður sem upp eru komnar í landshlutunum, þar sem orkuvinnslufyrirtæki eru nú í höndum ýmissa aðila. Og í annan stað er það sjálf- sagt lýðræðissjónarmið að landshlutarnir fái sem öflug- asta aðild að raforkuskipulag- inu í heild og eigi þess sem greiðastan kost að koma sjón- armiðum sínum og hagsmun- um á framfæri. Því yrði það mjög eðlilegur fyrsti áfangi að stofnað verði eitt raforku- vinnslufyrirtæki í hverjum landshluta um sig og hafi með höndum helzt alla raforku- vinnslu, flutning rafmagns milli héraða og heildsölu til dreifiveitna innan lands- hlutans. Þessi landshlutafyrir- tæki ættu að vera sameign ríkissjóðs og þeirra sýslu- og sveitarfélaga á svæðinu sem þess óska og verðmæti leggja fram. Eignarhlutur ríkisins ætti hins vegar aldrei að vera minni en 50% í hverju slíku fyrirtæki. í samræmi við þetta þyrfti ríkisstjórnin sem fyrst að taka upp samninga um það að Lax- árvirkjun, Skeiðfossvirkjun og raforkuver á Norðurlandi í eigu Rafmagnsveitna ríkisins sameinuðust og mynduðu landshlutafyrirtæki fyrir Norð urland allt með þátttöku þeirra sýslu- og sveitarfélaga á þessu svæði sem þess óska og verðmæti leggja fram. Myndi ríkisstjórnin þá, ef á þarf að halda, leggja fram fé til fyrirtækisins þannig að eignarhluti ríkissjóðs verði a. m. k. 50%. í þessu sambandi er vert að minna á að ríkið er eignaraðili að Laxárvirkjun og hefur samkvæmt samningum rétt til að auka eignarhluta sinn nú þegar upp í 50%. HORNSTEINAR LANDS- VIRKJUNAR ÍSLANDS í áframhaldi af þessum samningum, sem nærtækastir eru, tæki ríkisstjórnin svo upp hliðstæða samninga við eig- endur orkuvera í öðrum lands hlutum um sameiningu þess- ara fyrirtækja með þátttöku þeirra sýslu og sveitarfélaga á þessum svæðum sem þess óska og verðmæti leggja fram. Á sama hátt og fyrr getur leggi ríkisstjórnin fram fjármuni til slíkra fyrirtækja, ef á þarf að halda svo að eignarhluti rík issjóðs verði a. m. k. 50%. Þessi landshlutafyrirtæki sem ég hef nú rætt um yrðu síðan hornsteinar þeirrar Landsvirkjunar íslands sem Framhald á bls. 2. EFTIR AGATHA CHRISTIE. Leikstjóri: Stefán Baldursson Leikfélagið skemmtir bæj - arbúum með „Músagildr- unni“, sem sagt er að hafi gengið 20 ár samfellt í London og muni það vera heimsmet. Hæpið mun þó að slíkt geti talizt meðmæli með menning- argildi verksins eða leiklistar- smekk brezku þjóðarinnar. Efni þessa verks er hið sí- gilda eftirlætisskemmtiefni þjóðanna, morðið, ásamt því heillandi og dularfulla við- fangsefni, hver sé morðinginn. í leikslok hefur leikhúsgestum hlotnazt tvö og hálft morð og ráðning gátunnar að auki. Nú fer ekki hjá því að það hvarfli að manni, að umfangs- minna væri að fá sér eitt bók- arkver þessa höfundar, sem hefur morðið að sérgrein, og lesa það heima hjá sér í hæg- indastólnum. En ekki væri það sann- gjarnt, gagnvart Leifélaginu, að gefa slíka ráðleggingu, enda munu margir leikhús- gestir hafa skemmt sér vel og notið þeirrar spennu, sem kraf ist er af slíku verki. Og þó að leikritið sé dálítið aulalegur samsetningur frá hendi höfundar, gefur það möguleika til að gera sérstæð- ar manngerðir og framkalla mennsk viðhorf, sem máli skipta, og verður ekki annað séð en að leikstjóra og leikend um hafi tekizt að hagnýta þá kosti til hins ýtrasta. Það má því þakka þeim skemmtunina, fyrst og fremst. Ralstonhjónin eru leikin af Guðlaugu Hermannsdóttur og Arnari Einarssyni. Aðrir leik- endur eru, Gestur Einar Jónas son, Þórhalla Þorsteinsdóttir, Guðmundur Gunnarsson, Sig- Svipmynd úr „Músagildrunni“. ) STJÓRN Laxárvirkjunar í Sgerði svofellda samþykkt á t fundi sínum sl. þriðjudag: í ) „Stjórn Laxárvirkjunar { \ lýsir yfir jákvæðri afstöðu ? sinni til þeirra hugmynda / i iðnaðarráðherra um orku- J { vinnslufyrirtæki fyrir Norð ) l urland, er fram komu í J 1 ræðu hans á miðsvetrar- 1 ? fundi Sambands íslenzkra 1 / rafveitna 7. marz sl. 1 ) Stjórn Laxárvirkjunar \ ) telur eðlilegt að skipuð i ) verði nefnd til könnunar á í \ málinu og tjáir sig reiðu- t j búna að tilnefna fulltrúa af l \ sinni hálfu í nefndina.“ l urveig Jónsdóttir, Jón Krist- insson og Þráinn Karlsson. Eftirminnilegustu manngerð- irnar skapa þau, Guðmundur, Þórhalla, Gestur og Sigurveig, þó að aðrir leikendur geri einn ig flest vel og blási lífsanda í verkið. Að öllu samanlögðu má telj ast tilvinnandi að yfirgefa sjónvarpið eina kvöldstund og forvitnast um hver drepur hvern í leikhúsinu. Prýðileg leikmeðferð skipt- ir þó ekki síður máli og hún er einnig til staðar. E. K.

x

Alþýðubandalagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðubandalagsblaðið
https://timarit.is/publication/1640

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.