Alþýðubandalagsblaðið - 17.03.1972, Blaðsíða 4

Alþýðubandalagsblaðið - 17.03.1972, Blaðsíða 4
Róðstefna um atvinnumál FJÓRÐUNGSSAMBAND NORÐURLANDS og Alþýðusamband Norðurlands héldu ráðstefnu um sl. helgi um atvinnumál í fjórðungnum. Fluttir voru margir fyrirlestrar um eftirfarandi málaflokka. Verkalýðshreyfingin og atvinnumálin, sveitarfélög- in og norðlenzk atvinnuþróun, hafrannsóknir og fiskileit, þró- un útgerðar á Norðurlandi, staða fiskiðnaðarins á Norðurlandi, um iðnþróun, iðnaður og úrvinnslugreinar, hlutverk og mark- mið framkvæmdastofnunarinnar. Ráðstefnan stóð í tvo daga, sjálfsbjargar. Til þess að þess- ar áætlanir nái tilgangi sínum, er nauðsynlegt að þær verði gerðar í nanu samráði við heimaaðila. Ráðstefnan leggur jafnframt á það áherzlu, að samstarf það, sem tekizt hefur á milli Fjórð ungssambands Norðlendinga og Alþýðusambands Norður- lands, verði fram haldið og fel ur samstarfsnefnd þessara að- ila að starfa áfram að atvinnu- málum í fjórðungnum, og fel- ur nefndinni að vinna að því við Frámkvæmdastofnun rík- isins, ríkisstjórn og Alþingi að hrinda í framkvæmd ályktun- um ráðstefnunnar. Vísíi víkunnor Dafnis karlinn dafna vann í dauðu safni krafna. Stafni undir kafna kann í krata safni nafna. laugardag og sunnudag. Þátttakendur voru hvaðanæva að úr fjórðungnum. Samþykktar voru ályktanir í öllum málaflokk- um. Hér fer á eftir aðal ályktun ráðstefnunnar. Stuttspjall vidJón Ingimarsson Ráðstefna Fjórðungssam- bands Norðlendinga og Al- þýðusambands Norðurlands, haldin á Akureyri 11. og 12. marz 1972( um atvinnumál á Norðurlandi, leggur á það áherzlu, að þróun síðustu ára sannar ótvírætt, að nauðsyn- legt er að halda áfram sérstök um ráðstöfunum til að efla at- vinnulífið í fjórðungnum. Máli þessu til suðnings bend ir ráðstefnan á, að þótt at- vinnuleysi hafi stórlega minnk að í landinu og sumstaðar sé skortur á vinnuafli, er því fjarri að atvinnuleysi hafi horf ið í mörgum sjávarstöðum á Norðurlandi, enda þótt að sá fjöldi fólks, sem leiti atvinnu til vertíðarstarfa á Suðurlandi sé ekki tekinn með í dæmið um atvinnuþörfina. Samkvæmt yfirliti Kjararannsóknarnefnd ar hefur hlutdeild Norður- lands í heildaratvinnuleysinu hækkað úr 38.9% 1969 í 60.3% árið 1971. Þetta sýnir á ljósan hátt, að varanlegt at- vinnuleysi stuðlar beinlínis að búseturöskun í mörgum þétt- býliskjörnum á Norðurlandi. Jafnframt þessu bendir ráð- stefnan á, að meðaltekjur á framteljanda voru 1970 í eftir farandi þéttbýlisstöðum á Norðurlandi undir þjóðarmeð altali: Skagaströnd, Sauðár- króki, Hofsósi, Siglúfirði, Dal- vík, Hrísey, Raufarhöfn og Þórshöfn. Sumstaðar vantaði allt að þriðjung að meðaltekj- ur næðust í byggðarlaginu. Við samanburð kemur einnig í ljós, að flest þessara byggð- arlaga búa við atvinnuleysi og ótraust atvinnulíf, enda brýn nauðsyn, að atvinnuvandamál þeirra verði leyst með sam- ræmdum aðgerðum. Ráðstefnan lítur svo á, að með þessum hætti mætti koma í veg fyrir þá öru búsetutil- færslu, sem hefur átt sér stað á Norðurlandi síðustu áratug- ina. Rétt er að benda á, að bú- setutilfærslan á síðasta áratug hefur numið 2849, sem er um 9% miðað við núverandi íbúa fjölda Norðurlands. Rétt er að vekja athygli á, að samkvæmt mannfjöldaspá fyrir Norður- land, sem áætlunardeild Fram kvæmdastofnunarinnar hefur gert, og byggist á núverandi búsetuþróun, má á næstu ár- um gera ráð fyrir aðeins 0.7% búsetuaukningu á Norður- landi framvegis á ári. Það er ljóst að mati ráðstefn unnar, að aðgerðir í atvinnu- málum þurfi að stefna að því að skapa atvinnulegan jöfnuð á Norðurlandi með því að koma í veg fyrir atvinnuleysi, stuðla að tekjujöfnun miðað við aðra landsmenn og fjölga svo atvinnutækifærum, að komið verði í veg fyrir búsetu tilfærslu af þeim ástæðum. Minnir ráðstefnan á framkomn ar tillögur um afmarkaðar landshlutaáætlanir innan fjórð ungsins sem spor í rétta átt. Miðað við þær aðstæður, sem nú ríkja í atvinnumálum á Norðurlandi, leggur ráð- stefnan áherzlu á, að gerðar verði atvinnumála- og fram- faraáætlanir fyrir einstaka þéttbýlisstaði og byggðasvæði, sem búa við Langvarandi at- vinnuleysi og búseturöskun, vegna ónógs atvinnutækja- kosts, rekstrarerfiðleika at- vinnuveganna og annarra sam verkandi ástæðna, sem stuðla að alhliða samdrætti og brott- flutningi fólks. Markmið slíkra áætlana er að stuðla að búsetujafnvægi og hjálpa áætlunarsvæðinu til eðlilegrar Það hefur flogið fyrir, að þið í Iðju, hafið áhuga á því að byggt verði félagsheimili á Akureyri. Já, það er rétt, við höfum jafnan unnið að því að sú hug mynd yrði að veruleika, og samstaða myndaðist meðal fé- lagasamtaka í bænum, til að hrinda því máli í framkvæmd. Á árunum 1958—1962 var unn ið að því meðal verkalýðsfé- laganna. Húsið yrði jafn- framt leikhús með stórum sal, með nýtízkulegum senuút búnaði, og jafnframt danssal. Úr þessu varð ekkert, sem strandaði aðallega á fjárskorti. Síðan eru liðin 10 ár, og hef- ur á þeim tíma margt breytzt, og ég vil segja að nú séu fyrir hendi ýmsir möguleikar hag- stæðir, til framkvæmda, sem voru ekki sjáanlegir fyrir 10 árum. Iðja hefur nú nýlega snúið sér til bæjarráðs Akuryerar, með tilmælum um að skipuð yrði 5 manna nefnd, sem hefði það verkefni með höndum m. a. að kanna meðal félagasam- taka í bænum, möguleika á samstöðu um byggingu félags heimilis. Tillögunni var fálega tekið í bæjarráði. Þann 22. des. 1970 skrifaði bæjarráð félagasamtökum í bænum bréf, með það í huga að leita eftir samstöðu félaga- samtaka í bænutn, varðandi byggingu félagsheimilis. Síð- an hefur ekkert af því heyrzt, hvorki um hverjar undirtekt- ir hafa verið, eða hvað bæjar- ráð vildi til málanna leggja. Iðja svaraði bæjarráði með bréfi, dags. 8. jan. 1971, og tók jákvætt undir tilmæli bæjar- ráðs. Það er því ekki rétt sem upplýst var á bæjarráðsfundi 2. marz sl. að ekkert bréf hefði borizt frá Iðju, og hafa þær upplýsingar ef til vill mót að afstöðu bæjarráðs, þegar er indi frá Iðju var afgreitt. Þeg ar ég afhenti bæjarstjóra bréf Iðju, tjáði hann mér að ekkert svar frá öðrum félögum hefði borizt til sín. Því verður ekki trúað, fyrr en annað reynist, að ekki sé fyrir hendi möguleikar á því að reisa hér í bæ myndarlegt félagsheimili, með þátttöku fé lagasamtaka í bænum, en til að svo megi verða þarf að kanna möguleikana og það sem fyrst. Ég hef séð í blöðum, að Iðja sé að undirbúa orlofs- ferð til útlanda í sumar. Já, það hefur orðið sam- komulag á milli Iðju og starfs mannafélags SÍS að kanna möguleika á þátttöku í slíka orlofsferð, og talsverðar líkur eru á því að það takist. Verka lýðsfélög og Verkalýðssam- bönd á Norðurlönum, hafa á undanförnum árum skipulagt orlofsferðir, fyrir félagsmenn sína, bæði innanlandsferðir, og einnig á milli landa, og hef ur það gefið góða raun. Leit- ast er við, að verð í þessari orlofsferð, verði eins ódýrt og kostur er á, en jafnframt að í boði sé það bezta sem völ er á. Það er fyrirhugað að fara þann 19. júlí, og er miðað við 15 daga ferð, og þarf að ákveða þátttöku um miðjan apríl n.k. Er það nokkuð fleira, sem þið í Iðju hafið á prjónunum í félagsmálum? Ja, það er ýmislegt, sem bor ið hefur á góma, en ekki full mótað. Við munum eins og undanfarin ár t. d. skipuleggja ferðalög um landið, það hefur gefizt vel og við munum halda því áfram. I Hringvegur um landið SAMGÖNGUR á landi hérlendis hafa alltaf verið margvíslegum annmörkum háð og ber margt tU. Óblíð veðrátta, illkleif fjöll, aragrúi vatnsfalla, sem kostað hefur óhemju fé að brúa o. fl. Allt vegakerfið er gert af vanefnum og ber þess merki í flestum atriðum, vegir mjóir, krókóttir, illa undirbyggðir, eru raunar ófærir víða á landinu á vorin vegna aurbleytu. Nú nýlega hefur verið ákveðið að ljúka gerð hringvegar um landið og um þessar mundir er að hefjast sala á happdrættisskuldabréfum ríkissjóðs vegna fyrirhugaðra vegaframkvæmda á Skeiðarársandi og um sama leyti virðist einnig ljóst að nýtt og langþráð Skeiðarárhlaup sé að hefjast. Engin vatnsföll á íslandi hafa verið svo erfið viðureignar sem vötnin á Skeiðarár- sandi og til skamms tíma var talið óhugsandi að leggja veg yfir sandinn. Aukin þekking og tækni virðist nú ætla að gera drauminn um hringveg að veruleika. Allar götur síðan að bílar urðu al- menn farartæki hér á landi hafa menn gælt við þá hugsun að leggja mætti ak- færan veg hringinn í kringum landið, og stytta þannig akstursleiðir, eins og til dæmis leiðina milli Hornafjarðar og Reykjavíkur um mörg hundruð kíló- metra. Á því leikur ekki nokkur vafi að vegarlagningin hefur stórfellt þjóð- hagslegt gildi og kemur þegar fram líða stundir til með að borga sig fljótar en flestar samgöngubætur aðrar á síð- ari árum, í lægri flutningskostnaði og auknum ferðamannastraumi, en auk þess mun vegurinn hafa úrslitaáhrif á þróun byggðar og atvinnulífs á Austur landi öllu. Takist þessi vegarlagning og brúar- gerð eins vel og vonir standa til er þar RITSTJÓRNAR- GREIN um að ræða verkfræðilegt þrekvirki, sem ber vott um dirfsku og áræði, sem landsmenn allir hafa ástæðu til að fagna af heilum huga. Það hefur löngum legið í landi að menn hafi vantrú á getu íslenzkra verk fræðinga til að leysa hin margvíslegu verkefni af hendi sem þeim eru falin. Því er heldur ekki að leyna að ýmis- legt hefði mátt betur fara í þeim efn- um. Nægir í því sambandi að minna á hinn skammlífa hafnargarð í Grímsey og nýju hafnarmannvirkin á Akureyri. En vonandi eru allir landsmenn ein- huga í því að óska þeim mönnum vel- farnaðar í störfum, sem annast eiga hina langþráðu framkvæmd frá því smæsta til hins stærsta og að mann- virki þau sem reist verða megi verða veglegur minnisvarði um áræði og hug vit höfunda sinna. hágé.

x

Alþýðubandalagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðubandalagsblaðið
https://timarit.is/publication/1640

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.