Alþýðubandalagsblaðið - 17.03.1972, Blaðsíða 2

Alþýðubandalagsblaðið - 17.03.1972, Blaðsíða 2
— Landsvii'kjjnn „TILLAGA Svövu var þess efnis að hver einstaklingur, sem aflar tekna skuli teljast sjálfstæður skattþegn. Við 2. umræðu dró hún þessa tillögu til baka til þriðju umræðu. Þá lýsti fjármálaráðherra því yf- ir að mál þessi yrðu tekin tii athugunar. Það lét þessi gal- vaski þingmaður sér nægja og dró tillögu sína til baka. En þegar hér var komið sögu gerðust þau tíðindi, að Jóhann Hafstein gaf Svövu kost á að greiða atkvæði um þessa til- lögu hennar með því að taka hana upp! Og Svava Jakobs- dóttir greiddi atkvæði gegn eigin tillögull Slíkt er sjálf- stæði hins nýja þingmanns.“ Þessi klausa er úr Stakstein um Morgunblaðsins sl. laugar dag og höfundur hennar er enginn annar en aðstoðarrit- stjóri blaðsins, Styrmir Gunn arsson, reyndur blaðamaður, sem hefur tekist eftir langa mæðu og mikla erfiðleika að príla svo upp metorðastigann í Sjálfstæðisflokknum, að hann getur gert sér nokkrar vonir um að verða einn af aðalritstjórum blaðsins áður en yfir lýkur. Leiðin til að ná svo eftir- sóknarverðu marki er vafa- lítið sú að viðra sig sem mest upp við þá valdamenn í flokknum, sem líklegastir eru til að hafa áhrif á þvílíkar stöðuveitingar. Og svo undar- legt, sem það kann að virðast, þá er það Jóhann Hafstein, sem er formaður Sjálfstæðisfl. um þessar mundir og því er hollt fyrir metorðagjarnan blaðamann að geta um það eitt, sem foringjanum þykir vænt um að heyra og sleppa hinu. Það kann svo að vera áhyggjuefni fyrir aðstoðarrit- sfjórann að frammistaða Jó- hanns í stjórnarandstöðunni leiði til þess að næsti formað- ur flokksins beri nafnið Gunn ar eða Geir. Mun þá sannast að þjónustan við Jóhann verði blaðamanninum fjötur um fót. Það, sem vantar í frásögn þessa vonglaða aðstoðarrit- stjóra er ekki annað en það að nefndur Jóhann gaf ekki bara Svövu Jakobsdóttur kost á að samþykkja tillöguna, sem hún hafði dregið til baka. Hann gerði tillöguna að sinni og átti þess þar með kost að greiða henni atkvæði og hefði mátt ætla að „sjálfstæði“ for- manns Sjálfstæðisflokksins nægði til að hann gæti greitt tillögunni atkvæði. En allar vonir, sem menn kunna að hafa gert sér um að formaður- inn hefði áræði til að greiða tillögunni atkvæði brustu á því augnabliki, sem forsætis- ráðherrann fyrrverandi sagði „nei“ við „eigin tillögu“. Klói. Framhald af bls. 1. að er stefnt. Þau ættu ásamt ríkissjóði að mynda sameigin- legt fyrirtæki, sem hefði ákvörðunarvald — auðvitað að tilskildu samþykki alþingis — um byggingu og staðarval nýrra orkuvera og flutninga- lína, um gerð orkusölusamn- inga og um heildsöluverð raf- orku þar sem stefnt yrði að verðjöfnun um land allt. Þetta heildarfyrirtæki hefði einnig það verkefni að reisa raforku ver og flutningalínur, eiga þau mannvirki og starfrækja þau, og yrði þar að sjálfsögðu fyrst og fremst um að ræða stór- virkjanir sem þjóðin öll yrði að standa að. Einnig gæti Landsvirkjun íslands eignazt raforkuver og flutningalínur með kaupum eða samruna landshlutafyrirtækja við hið sameiginlega fyrirtæki. Eign- arhluti ríkissjóðs í Landsvirkj un íslands mætti ekki vera minni en 50%. Þetta sameigin lega fyrirtæki yrði að sjálf- sögðu að vera unnt at} stofna þótt eigi væri lokið stofnun landshlutafyrirtækjanna í öll- um landshlutum. Með skipulagsbreytingum og framkvæmdum af þessu tagi væri stigið stórt spor að því marki að tryggja öllum al- menningi raforku á eins hag- stæðu verði og frekast er unnt án tillits til búsetu. Jafnframt myndu þessar breytingar gera kleift að hagnýta orkulindir landsins alls til almennra þarfa og til iðnaðar í þágu þjóðarinnar allrar og beita til þess nútímalegum aðferðum og því er varðar skipulagningu og stjórnun. TVÖ SJÓNARMIÐ í EINN FARVEG Ég hef hér í stuttu máli gert grein fyrir þeim hugmyndum sem uppi eru í iðnaðarráðu- neytinu og innan þeirrar nefndar, sem ég hef áður greint frá um nýtt skipulag raforkumála, bæði að því er varðar skipulag orkuvinnslu, flutninga og dreifingu. Eins og menn sjá falla tvö sjónar- mið í einn farveg í þessum til- lögum. í þeim er gert ráð fyrir stórauknu ákvörðunarvaldi landshlutanna, bæði að því er tekur til orkuframleiðslu og dreifingu. Að undanförnu hef ur verið uppi mikil gagnrýni í landshlutum vegna þess að þeir telja sig ekki geta komið á framfæri eðlilegum hags- munum sínum og óskum; þeir þurfi að sækja allt undir hið svokallaða Reykjavíkurvald. Ég tel þessa gagnrýni eðlilega og sjálfsagt að landshlutarnir fái stóraukið ákvörðunarvald eins og ráð er fyrir gert í þess um tillögum. En tillögurnar stefna einnig að því að öll meginorkuvinnsla og raforku- flutningur í landinu verði í höndum eins aðila, svo að unnt sé að koma við nútíma- legri skipulagningu, röðun framkvæmda og nútímatækni í samrekstri. Þessi sjónarmið eru ekki andstæð, eins og oft er haldið fram í opinberum umræðum, heldur eiga þau að falla í sama farveg. Leiðin til þess er lýðræðislegt skipulag, þar sem landshlutafyrirtækin eiga beina aðild að hinni sam- eiginlegu Landsvirkjun ís- lands og héruðin stjórni lands hlutaveitunum. En sameign þjóðarinnar allrar á þessu kerfi og sameiginleg yfirstjórn er alger forsenda þess að okk- ur takist að þróa raforkumálin á hagkvæman hátt. Við meg- um aldrei gleyma því hvað samfélag okkar er lítið og að við höfum öllum öðrum síður efni á því að sundra kröftum okkar í tvíverknað eða marg- verknað eða standa í innbyrð- is erjum og oftast ástæðulaus- um milli héraða og landshluta um þróun þessara mála. Því verðum við að hafa stjórn- vizku og samhug til þess að gera hvort tveggja í senn, tryggja eðlileg lýðræðisvöld landshlutanna og heildarþarf- ir þessa litla þjóðfélags. Forsenda þessarar þróunar er samtenging orkuveitu- svæða, en af því leiðir að slík - ar skipulagsbreytingar munu koma til framkvæmda á all- löngum tíma, þótt nauðsynlegt sé að hefjast handa sem fyrst. Að þessum samtengingarmál- um er nú unnið á vegum iðn- aðarráðuneytisins og Orku- stofnunar. Trúlega verður fyrsti áfanginn á því sviði sam tenging raforkukerfanna á Norðurlandi innbyrðis. Einnig hlýtur fljótlega að komast á dagskrá tenging raforkukerf- anna á Vesturlandi innbyrðis. Síðan verður að tengja þessa landshluta hvorn um sig við stærsta raforkukerfið á Suð- vesturlandi. í því sambandi er ástæða til að minna á að ríkis stjórnin hefur þegar samþykkt það stefnumið sitt að leggja orkuflutningslínu milli Suður lands og Norðurlands.“ Frá Leikfélagi Akureyrar: „MÚ S AGILDR AN“ verður sýnd á laugardags- og sunnu- dagskvöld kl. 8.30. — Miða- sala í Samkomuliúsinu frá kl. 3—5. — Sími 1-10-73. Fró Húsmæðraskóla Akureyrar SAUMANÁMSKEIÐ hefst mánudaginn 20. marz. Uppíýsingar í síma 2-16-18 kl. 11—13. SKÓLASTJÓRI. Nú er rétti tíminn til að endurskoða tryggingarupphæðir á hvers konar brunatryggingum. Á þessum árstíma er ársuppgjöri lokið og því hægt að sjá, með hægu móti, verðmæti vörubirgða, véla, áhalda og annarra tækja. Öllum forsvarsmönnum verzlunar- og iðnfyrirtækja er því nauðsynlegt að taka til endurskoðunar tryggingarupphæðir og tryggingamál fyrirtækja sinna. Starfsfólk Aðalskrifstofunnar, Ármúla 3, og umboðsmenn leiðbeina um hagkvæmt fyrirkomulag á hvers konar tryggingum. ÁRMÚLA 3 SÍMI 38500 SAMVINNUTRYGGINGAR 2 ALÞÝÐUBANDALAGSBLAÐIÐ

x

Alþýðubandalagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðubandalagsblaðið
https://timarit.is/publication/1640

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.