Alþýðubandalagsblaðið - 03.10.1975, Blaðsíða 1
MÁLGAGN ALÞÝÐUBANDALAGSINS í NORÐURLANDSKJÖRDÆMI EYSTRA
33. tölublað
Föstudagur 3. október 1975
6. árgangur
Hersetan og sjálfstæði íslands
Fundarboð Stapa-
ráðstefnunnar
HUSHORMÐ
Skrifstofa AB
Afgreiðsla: Sími: 2-18-75.
Mánudagur: kl. 13 — 15,30
Þriðjud.: kl. 10 — 11,30
og kl. 13-15,30.
Miðvikud.: kl. 10 — 11,30
og kl. 13-15,30.
Fundarboð það sem hér fer á
eftir hefur verið póstsent
nokkrum fjölda fólks út um
allt land, og re það nú væntan
lcga komið í hendur viðtak-
enda. Eins og annars staðar
kemur fram er ráðstefnan op-
in öllum andstæðingum herset
unnar, hvort sem þeir fá fund
arboð bréfleiðis eða ekki, en
þátttakendur þurfa að láta
skrá sig hjá undirbúnings-
nefnd og greiða þátttökugjald.
Nöfn þeirra sem að ráðstefn-
unni standa eru tilgreind í lok
fundarboðsins:
Erlendur her hefur nú setið
á íslandi nær samfellt í 35 ár,
og eru sem stendur engar horf
ur á brottför hans í náinni
framtíð, nema til komi ný
sókn í málinu.
Sem kunnugt er var sú
stefna mörkuð að upphafi
vinstri stjórnar 1971, að her-
inn skyldi hverfa úr landi í
áföngum. Frá henni var horf-
ið 1974.
Vegna hinna breyttu að-
stæðna í herstöðvamálinu höf-
um við undirrituð ákveðið að
boða til ráðstefnu í félagsheim
ilinu Stapa dagana 11. og 12.
október n.k. til að ræða núver
andi stöðu málsins, tengsl þess
við önnur sjálfstæðis- og utan
ríkismál og leiðir til að vinna
gegn því að erlend herseta á
íslandi verði varanleg. Ráð-
stefnunni höfum við valið heit
ið: Hersetan og sjálfstæði ís-
lands.
Þér er hér með boðið að
taka þátt í ráðstefnunni til að
gera grein fyrir skoðunum þín
um á þessum efnum og heyra
viðhorf annarra. Væntum við
þátttöku þinnar eindregið.
Upplýsingar um ráðstefn-
una og undirbúning hennar
veita Einar Bragi, sími 19933,
Elías Snæland Jónsson, sími
42612 (h) og 12002 (v), Gils
Guðmundsson, sími 15225, og
Finnur Torfi Hjörleifsson, sími
40281.
Gert er ráð fyrir að kostnað
ur við ráðstefnuna verði
greiddur með þátttökugjaldi
ráðstefnugesta, og hefur það
verið ákveðið kr. 1.500.00.
Adda Bára Sigfúsdóttir, veður
fræðingur, Reykjavík,
Albert Einarsson, kennari,
Reykjavík,
Andrés Kristjánsson, fræðslu-
stjóri, Kópavogi,
Andri ísaksson, prófessor,
Kópavogi,
Ármann Ægir Magnússon, for-
maður Iðnnemasambands ísl.,
Reykjavík,
Árni Björnsson, þjóðháttafræð
ingur, Reykjavík,
Atli Heimir Sveinsson, tón-
skáld, Reykjavík,
Bjarni Arason, ráðunautur,
Borgarnesi,
Bryndís Schram, kennari, ísa-
firði,
Brynja Benediktsdóttir, leik-
kona, Reykjavík,
Eggert Jóhannesson, bygging-
arfulltrúi, Selfossi,
Einar Bragi, rithöfundur,
Reykjavík,
Elías Snæland Jónsson, rit-
stjóri, Kópavogi,
Eyjólfur Eysteinsson, for-
stöðumaður, Keflavík,
Aðalfundur AIM
Aðalfundur Alþýðusambands
Norðurlands verður haldinn í
Alþýðuhúsinu á Akureyri dag
ana 1.—2. nóv. nk. Á þinginu
verða meðal annars til um-
ræðu atvinnumál og kjaramál,
en eins og flestum mun kunn-
ugt stendur nú fyrir dyrum
enn ein samningsgerðin við
Garðar Hannesson, stöðvar-
stjóri, Hveragerði,
Gerður Óskarsdóttir, skóla-
stjóri, Neskaupstað,
Gestur Guðmundsson, form.
Stúdcntaráðs H.Í., Reykjavík,
Guðmundur J. Guðmundsson,
varaform. Dagsbrúnar,
Reykjavik,
Guðrún Lára Ásgeirsdóttir,
húsfreyja, Mælifelli, Skaga-
firði,
Herdís Ólafsdóttir, form.
Kvennadeildar verkalýðsfé-
lags Akraness,
Framhald á bls. 2.
UMRÆÐUHÓPUR UM JAFNRÉTTISMÁL:
laugardaginn 4. október kl. 16,00.
UMRÆÐUHÓPUR UM VERKALÝÐSMÁL:
sunnudaginn 5. október, kl. 16,00.
UMRÆÐUHÓPUR UM STEFNUSKRÁ AB:
þriðjudaginn 7. október, kl. 20,30.
UMRÆÐUHÓPUR UM BÆJARMÁL:
fimmtudaginn 9. október, kl. 20,30.
RITNEFNDARFUNDUR AB-BLAÐSINS:
föstudaginn 10, október, kl. 17,30.
Stefnuskrá Alþýðubandalagsins
er komin út. Hún fæst í Bókabúð Jónasar og á
skrifstofu Alþýðubandalagsins, Eiðsvallagötu 18.
Verð kr. 500,00.
Þingtíðindi frá landsfundi Alþýðub. lagsins 1974
eru einnig fyrirliggj andi á skrifstofunni og eru
fulltrúar frá Akureyri og annað áhugafólk hvatt
til þess að verða sér úti um eintak hið fyrsta.
STJÓRN AB-FÉLAGS AKUREYRAR.
„KVENNAFRÍ“ A DEGI
SAMEINUÐU ÞJÚÐANNA
atvinnurekendur. Innan vé-
banda Alþýðusambands Norð-
urlands eru nú 19 verkalýðs-
félög með samtals um hálft
sjötta þúsund meðlima og
væntanlega munu eitt eða tvö
félög æskja inngöngu á þessu
þingi.
Nokkuð er síðan að hugmynd
kom fram um að konur legðu
niður störf sín einn dag, til að
sýna fram á samtakamátt sinn
annars vegar og hins vegar til
að vekja athygli á því hversu
veigamikil störf þeirra eru.
Þessi hugmynd hefur verið
rædd á nokkrum ráðstefnum
sem fjallað hafa um málefni
kvenna, og á Kvennaráðstefn-
unni sem haldin var í Reykja-
vík í sumar var samþykkt að
stuðla að því að konur leggi
niður vinnu á degi Sameinuðu
þjóðanna, 24. október n.k.
Nú hefur verið stofnuð 10
manna framkvæmdanefnd og
5 starfshópar sem skulu vinna
að undirbúningi aðgerðarinn-
ar. Framkvæmdanefndin og
starfshóparnir starfa á Reykja
víkursvæðinu, en samt sem
áður er ætlunin að reyna að
skipuleggja „verkfalhð“ um
allt land. Er einn starfshópur-
inn að senda út 2 dreifibréf
þessa dagana og fer úrdráttur
úr öðru þeirra hér á eftir.
Kannanir, sem gerðar hafa
verið undanfarið í Reykjavík
og nágrenni, sýna að 80—100
prósent kvenna, sem vinna á
ýmsum fjölmennum vinnu-
stöðum, styðja nú þegar þessa
aðgerð. Verkalýðshreyfingin
hefur veitt málinu stuðning.
Björn Jónsson forseti ASÍ hef
ur lýst yfir stuðningi og
kvennaráðstefna BSRB og ASÍ
í Munaðarnesi um síðustu
helgi lýsti sig fylgjandi
kvennafríi 24. október. Konur
úr öllum stjórnmálaflokkum
og úr hinum ýmsu starfsstétt-
um hafa lýst sig reiðubúnar
að leggja niður störf umrædd-
an dag.
í Reykjavík er verið að und
irbúa útifund sem halda skal
frídaginn og er sjálfsagt áhugi
fyrir að gera slíkt hið sama
úti um land. Hér fara á eftir
nokkrir þættir úr fyrrgreindu
dreifibréfi:
„Hvers vegna sameinast
konur úr öllum starfsstéttum
og öllum stjórnmálaflokkum
um „kvennafrí“ þann 24. októ
ber n.k.? — Vegna þess að
vanti starfsmann til illa laun-
aðra og lítilsmetinna starfa,
er auglýst eftir konu. —
— Vegna þess að meðal-
laun kvenna við verslunar-
og skrifstofustörf eru að-
eins 73% af meðallaunum
karla við sömu störf. •— Vegna
þess að mismunur á meðal-
tekjum verkakvenna og verka
karla er kr. 30.000 á mánuði.
— Vegna þess að bændakonur
eru ekki fullgildir aðilar að
smatökum stéttar sinnar. —
Vegna þess að algengt svar er,
þegar spurt er um starf konu,
sem gegnir húsmóðurstarfi,
„hún gerir ekki neitt, hún er
bara heima“. — Vegna þess
að kynferði umsækjanda ræð-
ur oft meiru um stöðuveitingu
en menntun og hæfni. —
Vegna þess að fordómar og í
sumum tilvikum sjálft mennta
kerfið lokar ýmsum mennta-
leiðum fyrir stúlkum.“
í næsta blaði verður vænt-
anlega hægt að segja meira
frá undirbúningi kvennaað-
gerðanna 24. október.
Káó.