Alþýðubandalagsblaðið


Alþýðubandalagsblaðið - 03.10.1975, Blaðsíða 2

Alþýðubandalagsblaðið - 03.10.1975, Blaðsíða 2
PISTILL VIKUIMiMAR: „Landsfrægir stjérnmálamenn og skemmtikraftar“ Framsóknarmenn í Kjósarsýslu voru nýlega að auglýsa fundarhöld á vegum flokks síns og beittu fyrir sig lands- frægum stjórnmálamönnum og skemmtikröftum til að lokka að áheyrendur og horfendur. Hvernig tókst höfum við ekki enn fengið vitneskju um en heyrst hefur að skemmtilegasta atriðið á fundi þessum hafi verið eftir- farandi kafli úr fundargerð ríkisstjórnarinnar, sem leik- inn var af stjórnmálamönnunum sjálfum með þeim af- leiðingum að nú eru þeir landsfrægir skemmtikraftar en ekki frægir af endemum sínum sem stjórnmálamenn. Hvort fundargerðin er rétt frá orði til orðs vitum við ekki, því að fundir ríkisstjórnarinnar eru að sjálfsögðu hernaðarleyndarmál, en einn af velunnurum blaðsins komst undir leka af fundinum og hér er árangurinn. „Forsætisráðherra setti fundinn og kynnti eftirfarandi dagskrá: 1. Ráðleysi. 2. Dáðleysi. 3. Hugmyndaskortur. 4. Vesaldómur og narjsamennska. 5. Onnur mál ef fram koma. Fyrir var tekinn fyrsti liður og hafði forsætisráðherra sjálfur framsögu. Kvaðst hann hafa haft svo mikið að gera undanfarið við að rannsaka fjármál eigin flokks að hann hefði engin ráð á takteinum við aðsteðjandi fjár- málavanda þjóðarinnar. Gat þess í lokin, að áframhald- andi ráðaleysi af hálfu ríkisstjórnarinnar myndi verða af- farasælast í bili. Annar liður. Fulltrúi Kassagerðarinnar í ríkisstjórn- inni sagðist vilja gera grein fyrir þeirri skoðun sinni að auka ætti ýmsar dáðir ríkisstjórnarinnar einkum í verð- hækkunarmálum. Alla síðustu viku hefði engin verð- hækkun átt sér stað. Landbúnaðarráðherra framsóknar: Mér langar að minna á landbúnaðarvörurnar. Forsætisráðherra tók fram í og sagði málið út af dag- skrá og gaf f jármálaráðherra orðið, um næsta dagskrárlið. Ég vil að gengið verði fellt til að mæta aðsteðjandi vanda segir ráðherrann og lítur hróðugur í kringum sig. Dettur ykkur nokkuð snjallara í hug, ha. Gott, gott, segir fundarstjóri. Næsta mál. Allir í kór. Varið land. Betur varið land. Lifi NATO. Vill nokkur taka til máls um liðinn önnur mál. Sjávarútvegsráðherra. Ja, þeir voru nú að skjóta á Spáni. Kannski væri skemmtilegra að vera á móti, ha. Forsætisráðherra. Já. Við skulum nota tækifærið og vera á móti öllu ofbeldi í heiminum. Víetnam stríðið er hvort sem er búið. Nokkuð fleira, segir fundarstjórinn góði. En hvað eigum við að segja í Tímanum, segir foringi framsóknar blíðlega. Segið bara að til greina komi að málin verði skoðuð. Fundi slitið.“ Rétt er að taka enn fram að ekki er alveg öruggt að orðrétt sé eftir haft í frásögn þessari. En ef einhver getur haft það er sannara reynist er hann beðinn að láta AB- blaðið vita. KIói. FRÁ IÐNSKÓLAIVUM Mánudaginn 29. sept. síðast- liðinn gekk stjórn Sveinafé- lags járniðnaðarmanna á Ak- ureyri á fund skólastjóra Iðn- skólans og skólanefndar. Auk þeirra mættu á fundinum kennari í járniðnaðargreinum, skólastjóri Vélskólans og for'- maður Félags málmiðnaðar- fyrirtækja. Við þetta tækifæri og í til- efni þess að Iðnskólinn á Ak- ureyri tekur nú til starfa í sjötugasta sinn, afhenti Sveina félag járniðnaðarmanna skól- anum að gjöf verkfæri sem ætluð eru til kennslu í járn- iðnaði. Með því vill félagið vekja athygli á þeirri skoðun sinni, að brýn nauðsyn sé á að verklegt nám iðnaðarmanna fari fram á vegum skólans. Eins og nú standa sakir vant- ar skólann hús og flesta þá hluti sem til þarf að svo megi vera. Hvetur því félagið forráða- menn skólamála og almenning allan, að ljá máli þessu lið, bæði með orðum og gerðum. Því þrátt fyrir það að hér sé um nokkuð kostnaðarsama framkvæmd að ræða má það ekki standa jafn þýðingar- miklu atriði fyrir þrifum. Þjóðin þarfnast hæfra iðn- aðarmanna og aukinnar verk- menntunar sjálfri sér til hags- bóta. Skólinn þakkar gjöf þessa og ekki síður þann hug allra þeirra er fundinn sátu. ÞORN OG ÞISTLAR II SKEMMTILEGT BÆJARBLAÐ Vikublaðið Dagur á Akureyri gerir prentvillur og leiðrétt- ingar í AB-blaðinu að umtals- efni í fyrradag. Prentvillur og leiðréttingar eru að vísu afar leiðinlegt fyrirbæri og því vel við hæfi að taka þau til með- ferðar í Degi. Reyndar finnst okkur á AB-blaðinu, að okkur hafi ekki tekist ver í viður- eigninni við prentvillupúkann en þeim á Degi. í því sam- bandi má nefna nokkur dæmi. í næstsíðasta tölublaði Dags birtist sú fregn, að Brunabóta- félag íslands hefði látið 50.00 kr. af hendi rakna til neyðar- bíls Akureyrardeildar Rauða krossins, en þar átti að sjálf- sögðu að standa kr. 50.000.00. Var það leiðrétt í síðasta tölu- blaði. í Degi á miðvikudaginn var kenndi svo margra ’ og skemmtilegra grasa. Þar gat að líta auglýsingu um „Her- berbgi til leigu. . . . “ Ennfrem ur eftirfarandi: „Til sölu ér FITA 132 árg. 1974. Ekinn 16.000 km. Góðir greiðslu- skilmálar o. s. frvs.“ Senni- lega er það þó tilviljun, að upplýsinga vegna þessarar auglýsingar skuli vera að leita hjá einum af starfsmönnum Brunabótafélags íslands, en ekki, að hér sé um að ræða skipulegar ofsóknir á hendur stofnuninni og starfsmönnum hennar. í dálknum „Tapað“ var svo auglýst eftir stakk „úr brúnu leðurlíki af 10 ára dreng“, ■— og lái manni' hver sem vill ýmsar hugrenningar í sam- bandi við þetta smekklega orðalag. í Teppa- cleild teppabútar mjög ódýrir ensk teppi nýkomin Það er vart hægt að skilj- \ i ast svo við skemmtilegar aug- lýsingar úr Degi, að ekki sé minnst á auglýsingu um fund hjá kunnu virðulegu kvenfé- lagi hér í bæ, en hún endaði á orðunum: „Hittumst heilar — verðum hálfar.“ Þar var nefnilega auglýsing aldarinnar á ferðinni og stór- kostlegt vafamál, að Dagur hafi nokkurn tíma á sinni lífs- leið vakið viðlíka kátínu og fögnuð og í það sinn. Enda var það ekki út í loftið, sem Páll Heiðar sagði í þætti sínum um „Blöðin okkar“, að Dagur væri skemmtilegasta Akureyrar- blaðið, „á sinn hátt“. Lífeyrissjóðnum Sameiningu Sjóðsfélagar, það er í nóvember n. k„ sem næst verður úthlutað lánum. Þeir sjóðsfélagar, sem hug hafa á lánum, þurfa að sækja um þau fyrir 31. október n. k. og skila tilskyldum gögnum fyrir sama tíma. LÍFEYRISSJÓÐURINN SAMEINING. • • • • LOGTOK til tryggingar ógreiddum þinggjöldum og öðrum gjöldum til ríkissjóðs hefjast án frekari fyrirvara eftir 1. október n. k. Er skorað á gjaldendur, er enn skulda þinggjöld að greiða þau hið allra fyrsta og komast þannig hjá greiðslu lögtakskostnaður og draga úr greiðslu dráttarvaxta, sem eru 1V2% á mánuði. BÆJARFÖGETINN A AKÚREYRI OG DALVlK, SÝSLUMAÐURINN I EYJAFJARÐARSÝSLU, 25/9 1975. ÓFEIGUR EIRÍKSSON. Ný Bensínstöð Nýr þjónustuáfangi á Akureyri Viö höfum opnaö nýja og fullkomna bensínstöö og smávöruverslun viö Mýrarveg á Akureyri. Þaö er von félagsins aö Akureyringar jafnt sem gestkomandi megi þar njóta góórar fyrirgreiðslu og þjónustu og aö fyrirkomulag allt á stööinni eigi eftir aö falla væntanlegum vióskiptavinum okkar vel i geó. OlíufélagiÖ Skeljungur hf Shell lí - ALÞÝÐUBANDALAGSBLAÐIÐ

x

Alþýðubandalagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðubandalagsblaðið
https://timarit.is/publication/1640

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.