Alþýðubandalagsblaðið - 03.10.1975, Qupperneq 4
VETRARSTARF LA
Tangó fyrsta verkefni Leikféiagsins
Næstkomandi sunnudag, hinn
5. október, verður frumsýnt
hjá Leikfélagi Akureyrar leik
ritið Tangó eftir Slavomír
Mrozek. Þýðinguna gerðu
Þrándur Thoroddsen og Bríet
Héðinsdóttir en leikstjóri er
Eyvindur Erlendsson. Leik-
mynd er eftir Steinþór Sig-
urðsson.
Tangó var fyrst sýndur hér
á landi fyrir tólf árum, hjá
Leikfélagi Reykjavíkur undir
leikstjórn Sveins Einarssonar.
í þeirri sýningu fór Arnar
Jónsson með sitt fyrsta mik-
ilsháttar hlutverk hjá L. R.,
hlutverk Arthurs, sem Aðal-
steinn Bergdal leikur í þetta
sinn. Júlíus Oddsson mun
leika hlutverk Stómils, Sigur-
veig Jónsdóttir — Elenoru,
Gestur E. Jónasson — Edda,
Saga Jónsdóttir — Öllu, Árni
Valur Viggósson — Efgeníus
frænda, Kristjana Jónsdóttir
— ömmuna.
Tangó segir frá frelsisdýrk-
ASKORIJIM
til KEA verkamanna
Frá AlþýÖuleik-
húsinu á Akureyri
Nú er það að gerast í verka-
lýðsfélaginu Einingu á Akur-
eyri að formaðurinn Jón
Helgason gengur í lið með
Vinnumálasambandi SÍS ann
ars vegar og KEA hins vegar
til að þverbrjóta gerða samn-
inga, sem eru í fullu gildi.
Ekki nóg með það, heldur er
gengið svo langt í svínaríinu
að fastráðnir verkamenn hjá
fyrirtækinu KEA eru látnir
stíla bréf til Einingar, þar sem
þeir eru látnir fara fram á að
þeir fái sama rétt við lestun og
losun skipa í Akureyrarhöfn
og hafnarverkamenn, sem eru
með undirritaðan samning frá
öllum skipafélögum að þeir
einir hafi forgangsrétt við
lestun og losun skipa við Ak-
ureyrarhöfn.
Mismunurinn felst í því að
fastráðnu KEA-verkamenn-
irnir eru með sinn samning
við KEA en ekki við skipa-
félögin. Þeir ættu að gera sér
grein fyrir því að með þessu
eru KEA-verkamenn að grafa
sína eigin gröf, einfaldlega
með því að hjálpa þessum öfl-
um til að troða á réttindum
stéttarfélaga sinna við höfn-
ina. — Eða eru þeir máske að
sína hug sinn til okkar hafn-
arverkamanna og borga okk-
ur stuðninginn, þegar þeir
fengu sama kaup fyrir sömu
vinnu á sínum tíma og við,
með okkar hjálp.
Ég skora á þennan hóp KEA
verkamanna að láta sannleik-
ann koma í ljós í þessum mál-
um. Mig grunar að ykkur hafi
frekar verið hótað til þessa
verks, heldur en þar ráði
heimska eða kannski ókunnug
leiki?
Ég vænti svars frá ykkur
KEA-verkamönnum við fyrsta
tækifæri.
Virðingarfyllst.
Ragnar Pálsson.
endum nokkrum, fjölskyldu,
sem eftir mikið brambolt hef-
ur tekist, að því er þau sjálf
segja, að brjóta af sér hlekki
fordómanna og úreltrar hefð-
ar og lifir „frjálsu nútímalífi“
með listrænar tilraunir og fyr
irhyggjuleysi eitt á stefnuskrá.
Ungi maðurinn Arthur sem,
einsog aðrir ungir menn, er
frábitinn því að sætta sig við
heiminn eins og hann er, vill
aftur á móti hafa kjölfestu og
reglu í tilverunni og leggur
því til atlögu við „þetta frelsis
víti“. Föður hans og fjölskyldu
tekst þá að snúa allri hans sið
bót upp í fáránlegan skopleik
lengi vel en leikurinn fær
óvæntan og snöggan endi „svo
sem vænta mátti“.
Tangó er fyrsta frumsýning
L. A. á þessu starfsári.
Miðasala fyrir frumsýning-
una hófst á fimmtudaginn (í
gær) kl. 4.00 og verður haldið
áfram næstu daga milli kl.
4.00 og kl. 6.00. Jafnframt
verða seld áskriftakort L. A.
eins og venjulega í byrjun
leikárs. Áskriftakortin gilda á
fjórar til fimm sýningar og
eru seld með 20—25% afslætti
— 30—40% fyrir skólanem-
endur.
Alþýðuleikhúsið hefur fengið
Stefán Baldursson leikstjóra
til að koma norður til Akur-
eyrar næstkomandi sunnudag
og segja frá svokallaðri Vasa-
ráðstefnu, sem haldin var í
Finnlandi í júní síðastliðnum.
Á ráðstefnunni voru saman
komnir fulltrúar allra starfs-
greina leikhúsa á norðurlönd-
um til þess að ræða um efnið:
„Valdauppbygging og stjórn-
unarfyrirkomulag leikhúsa og
áhrif þessara þátta á listrænan
árangur“.
Var Stefán einn íslensku
fulltrúanna á ráðstefnunni og
mun hann segja frá niðurstöð-
um ráðstefnunnar og sjónar-
miðum sem þar komu fram og
er síðan ætlunin að fundar-
menn ræði þetta efni nánar.
Fundurinn verður að Hótel
Varðborg, neðri sal, næstkom-
andi sunnudag kl. 14.30 og er
opinn öllu áhugafólki um leik
hús. Að gefnu tilefni er vænt-
anlegum fundraþátttakendum
bent á að fundurinn verður
því aðeins að fært verði flug-
leiðina til Akureyrar um helg
ina. (Fréttatilkynning.)
Hundsbætur —
eða kjarabætur
MALGAGN ALÞÝÐUBANDALAGSINS i NORÐURLANDSKJÖRDÆMI EYSTRA
Ritnefnd: Helgi Guðmundsson (ábm.), form., Sigurbjörn Halls-
son, Steinar Þorsteinsson, Jón Daníelsson, Kristín Ölafsdóttir,
Óttar Einarsson og Soffía Guðmundsdóttir. — Framkvæmdastj.:
Jóhanna Þorsteinsdóttir. — Ritstjórn og afgreiðsla: Eiðsvalla-
götu 18, sími: 2-18-75. — Pósthólf: 492.
Það fer misjafnlega um hin góðu áform manna og flokka,
jafnvel ekki ósjaldan eins og postulinn sagði: Það góða, sem
ég vil geri ég ekki o. s. frv. Víst er að núverandi ríkisstjórn
íhalds og framsóknar mætti og ætti að gera þau orð að sín-
um. Hún þóttist hafa það höfuðmarkmið þegar hún tók við
stjórn landsins fyrir 14 mánuðum að hamla gegn verðbólgu.
Árangurinn hefur orðið harla hlálegur miðað við loforðin,
eða á milli 50 og 60% dýrtíðaraukning samkvæmt hennar
eigin útreikningum og viðurkenningu. Á móti þcssari hrika-
legu aukningu verðbólgunnar, hefur stjórnin tvívegis fleygt
nokkrum hundruðum króna í láglaunafólkið, — RÍKIS-
STJÓRNIN, EN EKKI ATVINNUREKENDUR AÐ EIGIN
VILJA EÐA HVÖTUM.
Strax var sýnt, að þessar svokölluðu láglaunabætur voru
aðeins auvirðileg dúsa, sem átti að þagga niður í launþega-
samtökunum, sannkallaðar HUNDSBÆTUR í stað KJARA-
BÓTA, sem launafólk vænti sér og varð að fá, til að geta
með nokkru móti lifað mannsæmandi lífi af eðlilegum vinnu
degi. Það var forustusveit stéttarfélaga verkafólks, forusta
Alþýðusambands íslands, sem lét tilleiðast eftir margra mán-
aða samningaþóf, að ganga að þessum hundsbótum, sem þeg-
ar höfðu verið gerðar að engu í báli verðbólgu á „samnings-
tímanum“.
Nú er það svo með ASÍ-forustuna eins og keðjuna, sem
aldrei er eða getur orðið sterkari en veikasti hlekkurinn. Á
stéttarfélögunum sjálfum hvílir ábyrgðin. Innan þeirra er
veiluna að finna. Þau hafa sofið á verðinum heima fyrir og
gert sig ánægð með að gera ASÍ-forustuna og þá sem hún
sjálf hefur tilnefnt með sér í samninganefndir, að afgreiðslu-
stofnun í stað baráttusamtaka. Þess vegna hefur farið sem
farið er.
Hér þarf að verða grundvallarbreyting á. Stéttarfélögin
innan ASÍ þurfa í alvöru og af festu að athuga sinn gang og
skipuleggja starf sitt (eða öllu heldur starfsleysi) upp á nýtt.
Annars er vá fyrir dyrum og hundsbæturnar halda áfram að
vera þær einu kjarabætur, sem launafólk getur vænt sér.
Það er ekkert launungarmál, eða á ekki að vera það, að starf
stéttarfélaganna hefur sett mjög svo niður að undanförnu,
einkum hinn síðasta áratug, eða allt frá hinu fræga JUNÍ-
SAMKOMULAGI 1964. Síðan hefur einlægt sigið á ógæfu-
hlið fyrir láglaunafólk, þannig að félagsmenn hinna ein-
stöku félaga hafa alltaf haft minna og minna að segja um
það hvernig staðið hefur verið að samningum. Ríkisstjórnir
hafa samið í stað atvinnurekenda og þeir samningar hafa
oftast verið byggðir á lauslegum loforðum, sem svo hafa ver-
ið svikin æ ofan í æ.
Við svo búið má ekki lengur standa. Það er sérstök krafa,
sem verður að gera til verkalýðshreyfingarinnar og þá eink-
um þeirra yngri innan félaganna, að þeir snúi þessum mál-
um algerlega við í náinni framtíð og geri félögin virkileg
launþega samtök til raunhæfrar baráttu í kjaramálunum í
stað þögulla afgreiðslustofnana.
R. G. Sn.