Morgunblaðið - 04.08.2021, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 04.08.2021, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. ÁGÚST 2021 Kaja organic, Kalmansvellir 3, kajaorganic.com, kajaorganic@gmail.com Sölustaðir: Hagkaup, Fjarðarkaup, Melabúðin, Nettó, Heilsuhúsin, Vegan búðin, Fiskkompaní, Frú Lauga, Brauðhúsið og Matarbúr Kaju á Akranesi Íslenskur jurtadrykkur Í gær kom fram hjá sóttvarna- lækni að ljóst væri að bólusetn- ing gegn kórónuveirunni hefði ekki skapað það hjarðónæmi sem vonast hefði verið til. Hann sagði líka að komandi vika ætti að skera úr um hvort þær aðgerðir sem gripið hefði ver- ið til innanlands fyr- ir viku dygðu til að ná utan um smitið í samfélaginu. - - - Þá nefndi hann að bólusetning kæmi vonandi í veg fyrir alvarleg veik- indi og nefndi tölur sem benda eindregið til þess. Þær tölur eru þó ófullkomnar og ekki sundurlið- aðar þannig að al- menningur geti áttað sig nægilega á virkni bóluefnanna fyrir mismun- andi hópa, til að mynda eftir aldri og undirliggjandi sjúkdómum. - - - Afar mikilvægt er, sé vilji til þess að áfram verði góður stuðn- ingur við þær aðgerðir sem taldar eru nauðsynlegar, að sem bestar upplýsingar séu veittar. Lítið gagn er í að gagnrýna þá sem óska upp- lýsinga til að miðla til almennings. - - - En einu má ekki gleyma í um- ræðum um faraldurinn nú og það er að þó að smitin séu mörg þá eru alvarlegu veikindin það sem bet- ur fer ekki. Þess vegna er full ástæða til að taka undir orð bæði forsætisráðherra og heilbrigðis- ráðherra eftir ríkisstjórnarfund í gær, að horfa verði til veikinda en ekki fjölda smita þegar staða farald- ursins sé metin. - - - Eins og þær bentu á, og Morgun- blaðið hefur einnig vikið að, þá er þetta stóra málið og staðan er sem betur fer allt önnur en í óbólu- settu samfélagi. Þórólfur Guðnason Stóra málið STAKSTEINAR Katrín Jakobsdóttir Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Vegagerðin hefur boðið út framkvæmdir við bygg- ingu nýrrar brúar yfir Stóru-Laxá, sem tengir Hrunamannahrepp við Skeiða- og Gnúpverjahrepp. Sú verður tvíbreið, í fjórum höfum og 145 m löng. Með í útboðinu fylgir breikkun og bót á vegum nærri brúnni, alls um einn km, auk þess sem útbú- inn verður 300 metra reiðstígur. Í nýju brúna þarf alls 2.300 rúmmetra af stein- steypu, 270 tonn af steypustyrktarjárni og móta- fletirnir eru 3.800 fermetrar. Tilboð þurfa að berast fyrir 24. ágúst nk. og má ætla að framkvæmdir hefj- ist þá fljótlega í kjölfarið. Verkinu á að vera lokið 30. september á næsta ári. Núverandi brú yfir Stóru-Laxá var byggð árið 1985, er einbreið og á henni sveigur. Hefur hún því þótt vera slysagildra og heimamenn og fleiri hafa lengi þrýst á um úrbætur, sem nú eru í augsýn. „Aðkoman er þröng og hefur valdið slysum. Eins hafa bílar lent saman á brúnni. Við höfum lengi tal- að fyrir nýrri brú, til dæmis við þingmenn og Vega- gerðina. Þetta er mikilvæg framkvæmd,“ segir Halldóra Hjörleifsdóttir, oddviti Hrunamanna- hrepps, í samtali við Morgunblaðið. sbs@mbl.is Ný brú yfir Stóru-Laxá í útboð - 145 metra löng - Ein- breið slysagildra víkur Morgunblaðið/Sigurður Bogi Brú Núverandi brú er frá árinu 1985, er einbreið og þykir ekki svara kröfum nútímans um öryggi. Afkomendur Sveins Björnssonar, fyrsta forseta lýðveldisins, og Georgíu Björnsson, konu hans, færðu um helgina forsetaembætt- inu altaristöflu að gjöf. Á sínum tíma var ræktaður hör við Bessa- staði sem Unnur Ólafsdóttir lista- kona vann úr. Á töflunni, sem Unn- ur gaf Georgíu forsetafrú, er mynd af Kristi á krossinum. Guðni Th. Jó- hannesson, forseti Íslands, veitti gjöfinni viðtöku. Altaristaflan verð- ur í Bessastaðakirkju. Ljósmynd/Sigríður Óskarsdóttir Fróðleikur Guðni Th. Jóhannesson segir frá munum og minjum í kirkjunni. Afkomendur Sveins gáfu altaristöflu Athöfn Guðný, til vinstri, og Helga Björnsson afhenda forseta töfluna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.