Morgunblaðið - 04.08.2021, Blaðsíða 2
- 3,6% söluaukning hjá ÁTVR frá fyrra ári - Aldrei áður hefur sala Vínbúðanna farið yfir þrjár
milljónir lítra- Afgreiðslum til viðskiptavina fækkaði nokkuð eða um 1,2% frá því í fyrra
Rebekka Líf Ingadóttir
rebekka@mbl.is
Mikið magn áfengis var selt í vínbúð-
um Áfengis- og tóbaksverslunar rík-
isins í vikunni fyrir verslunarmanna-
helgina, sem er ein stærsta vika
ársins hjá ÁTVR. Í seinustu viku
voru seldir 814 þúsund lítrar, sem
jafngildir 3,6% aukningu frá fyrra ári,
en þá seldust 786 þúsund lítrar. Aldr-
ei hefur áður selst jafn mikið magn á
einni viku í Vínbúðunum samkvæmt
upplýsingum sem fengust hjá ÁTVR
í gær.
141 þúsund viðskiptavinir
Í síðustu viku komu 141 þúsund
viðskiptavinir í Vínbúðirnar sem er
um 0,3% fjölgun frá sambærilegri
viku fyrir ári.
Ef litið er á söluna yfir allan júlí-
mánuð kemur í ljós að þá var einnig
slegið met. Heildarsalan í júlí var
3.023 lítrar í Vínbúðunum, sem er
1,5% aukning frá sama mánuði í fyrra.
„Aldrei áður hefur sala Vínbúð-
anna í einum mánuði farið yfir 3 millj-
ónir lítra,“ segir Kristján M. Ólafs-
son, framkvæmdastjóri sölu og
þjónustu Vínbúðanna, í skriflegu
svari við fyrirspurn Morgunblaðsins
um vínsöluna.
„Skýring á meti júlímánaðar er að
vikudagar júlí á þessu ári raðast
þannig að stærstu söludagar fyrir
verslunarmannahelgi og fyrstu helgi
júlímánaðar eru allir í júlí,“ segir
hann.
Í nýliðnum mánuði voru hins vegar
afgreiðslur til viðskiptavina í Vínbúð-
um ÁTVR 584 þúsund talsins en þær
voru til samanburðar 591 þúsund í
fyrra, sem jafngildir 1,2% fækkun
viðskiptavina. Heildarsalan hjá Vín-
búðunum það sem af er ári er aftur á
móti um 4% meiri en í fyrra, sam-
kvæmt upplýsingum Kristjáns.
Aldrei selst jafn mikið áfengi í einni viku
Metsala Seldir voru 814 þúsund lítrar í Vínbúðunum í seinustu viku.
Áfengissala fyrir verslunarmannahelgina
814
2021
H
e
im
ild
:v
in
b
u
d
in
.is
141.000 viðskiptavinir komu í
Vínbúðirnar í vikunni
fyrir verslunarmannahelgi sem eru
0,3% fleiri en í sömu viku í fyrra
814 þúsund lítrar af áfengi
seldust í vikunni fyrir
verslunarmannahelgi sem er
3,6%meira en í sömu
viku í fyrra
786
2020
2 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. ÁGÚST 2021
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson
menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Hólmfríður María Ragnhildardóttir
hmr@mbl.is
Eitt kynferðisbrotamál kom inn á
borð neyðarmóttöku Landspítal-
ans um verslunarmannahelgina.
Hrönn Stefánsdóttir, verkefna-
stjóri neyðarmóttöku fyrir þolend-
ur kynferðisofbeldis, segir jákvætt
að ekki hafi verið meira að gera en
vill þó ekki draga úr alvarleika
einstakra brota og tiltekur að eitt
mál sé ávallt einu of mikið.
Lítil breyting hefur orðið milli
ára en í fyrra kom einnig eitt mál
inn á borð neyðarmóttökunnar yfir
verslunarmannahelgina. Spurð
hvort aflýsing útihátíða sé að hafa
áhrif á fjölda mála segir Hrönn að
almennt sé rólegra yfir verslunar-
mannahelgar hjá neyðarmóttök-
unni vegna kynferðisafbrota und-
anfarin ár. Var þessi þróun orðin
sýnileg fyrir heimsfaraldurinn en
árið 2019 komu tvö mál inn yfir
verslunarmannahelgina.
Hrönn telur að rekja megi þessa
fækkun að hluta til almennrar vit-
undarvakningar í samfélaginu
gagnvart kynferðisofbeldi og einn-
ig aukinnar fræðslu meðal þeirra
sem standa að baki útihátíðum.
Gæsla, kynjaskipt klósett og aukið
eftirlit hafi meðal annars fælandi
áhrif.Hún vekur þó athygli á að oft
leitar fólk ekki til þeirra fyrr en
eftir helgi og því ekki hægt að lesa
of mikið úr þeim tölum sem hafa
borist núna.
Hópmyndun hafi áhrif
Aðspurð kveðst Hrönn almennt
ekki sjá beina tengingu milli
þeirra samkomutakmarkana sem
eru við lýði og fjölda mála sem
koma inn á borð neyðarmóttök-
unnar.
Til að mynda var álíka mikið að
gera á þessu ári hjá þeim í
febrúarmánuði og júlí. Segir hún
skemmtanir, hópmyndun og
drykkju vissulega hafa áhrif en
nauðganir eigi sér oftast stað í
heimahúsum. Bætir hún að lokum
við að kynferðisbrot eigi sér stað
allan ársins hring, sama hvort það
er verslunarmannahelgi eða önnur
helgi.
Einn leitaði til
neyðarmóttöku
- Verslunarmannahelgin orðin rólegri
Oddur Þórðarson
oddurth@mbl.is
Katrín Jakobsdóttir forsætisráð-
herra segir að það sé undir dómur-
um sjálfum komið að meta hæfi sitt
þegar þeir taka að sér störf utan
þeirra dómstóla sem þeir sitja við.
Þar vísar Katrín til Páls Hreinsson-
ar, forseta EFTA-dómstólsins, sem
tók að sér að gera álitsgerð að beiðni
Katrínar á meðan hann sat sem dóm-
ari.
Álitsgerðin snerist með almennum
hætti um heimildir sóttvarnalaga og
var hún birt 20. september sl.
Katrín segir að ekki sé óvenjulegt
að dómarar taki að sér störf eins og
álitsgerðir að beiðni stjórnvalda.
Carl Baudenbacher, fyrrverandi
forseti EFTA-dómstólsins, skrifaði
grein í Morgunblaðið á laugardag,
þar sem hann lýsir gagnrýni sinni í
garð Páls.
Að beiðni ráðherra
„Ég og heilbrigðisráðherra lögð-
um fram þá tillögu í ríkisstjórn að fá
Pál Hreinsson til að skrifa þessa
álitsgerð og það var kynnt í ríkis-
stjórn. Það er ekkert ókunnugt að
dómarar vinni álitsgerðir fyrir
stjórnvöld og þeir meta hverju sinni
stöðu sína sjálfir, það er að segja
hvort slík vinna geti haft einhver
áhrif á sitt hæfi.
Og Páll mat það þannig að svo
væri ekki, enda lá það mjög skýrt
fyrir að álitsgerðin tæki fyrst og
fremst á almennum heimildum sótt-
varnalaga en ekki einstökum ráð-
stöfunum sem íslensk stjórnvöld
hefðu gripið til við þennan faraldur
og kynnu þá að koma til kasta dóm-
stóla,“ sagði Katrín við mbl.is að
loknum ríkisstjórnarfundi í gær.
Utanríkisráðherra sammála
Guðlaugur Þór Þórðarson utan-
ríkisráðherra tekur í sama streng og
Katrín og segir að það sé ekki við
hæfi að stjórnvöld tjái sig um hæfi
dómara, það sé á þeirra eigin for-
ræði.
„Málefnaleg gagnrýni á stofnanir
EES styrkir EES-samninginn og
treystir tveggja stoða kerfi hans. Ís-
land tekur slíka gagnrýni alvarlega
enda hafa íslensk stjórnvöld verið í
fararbroddi við að tryggja stöðu
EFTA-stofnananna um árabil. Að
öðru leyti er ekki viðeigandi að ís-
lensk stjórnvöld tjái sig með almenn-
um hætti um hæfi dómara EFTA-
dómstólsins sem þeim sjálfum ber að
gæta að í hverju einu dómsmáli,“
segir Guðlaugur í skriflegu svari við
fyrirspurn mbl.is.
Segir Páls sjálfs að meta hæfi sitt
- Katrín Jakobsdóttir segir að Páll Hreinsson, forseti EFTA-dómstólsins, hafi ekki endilega glatað
hæfi sínu vegna álitsgerðar sem hann vann að beiðni stjórnvalda - Utanríkisráðherra tekur undir
Katrín
Jakobsdóttir
Guðlaugur Þór
Þórðarson
Logi Sigurðarson
logis@mbl.is
Aðfaranótt mánudags fengu þrír
kvikmyndagerðarmenn óboðinn gest
í heimsókn til sín í rannsóknarkofa
sem tilheyrir Háskólanum í Árósum.
Kofinn er í 400 metra fjarlægð frá
Daneborg-stöðinni í austurhluta
Grænlands. Um nóttina vaknaði einn
þeirra við að ísbjörn hafði komist inn
í gegnum glugga á herbergi þeirra.
Ísbjörninn réðst á manninn og
beit fast í vinstri hönd hans. Hinir
tveir vöknuðu við öskrin í samstarfs-
félaga sínum og í sameiningu náðu
þeir að láta ísbjörninn sleppa takinu
á hönd mannsins og fældu hann í
burtu með blysbyssu.
Kvikmyndagerðarmennirnir
höfðu samband við dönsku hersveit-
ina Síríus, sem er með herstöð í
Daneborg, eftir árásina. Tveir her-
menn úr sveitinni komu að rann-
sóknarkofanum og skoðuðu þann
slasaða. Þeir ákváðu að flytja hann á
læknastofu í Daneborg til aðhlynn-
ingar. Enginn læknir var á staðnum
og sáu tveir hermenn um að gera að
sárum mannsins, sem er danskur, í
samráði við lækni í Danmörku.
Þeir töldu hins vegar að maðurinn
þyrfti á ítarlegri læknisskoðun að
halda og var hann fluttur með
sjúkraflugi til Akureyrar, þar sem
maðurinn fór á bráðamóttökuna á
sjúkrahúsinu á Akureyri. Maðurinn
var ekki lagður inn en gert var að
sárum hans og fór hann aftur til
Grænlands að því loknu.
Þegar hermennirnir úr Síríus-
hersveitinni skoðuðu kofann betur
aðfaranótt mánudags eftir árásina,
sáu þeir að ísbjörninn hafði reynt að
komast í gegnum fleiri glugga, án ár-
angurs, en mikið var af fótsporum
eftir ísbjörn fyrir utan gluggana.
Fluttur til Akureyrar
eftir árás ísbjarnar
- Kvikmyndagerðarmenn lentu í „vandræðaísbirni“
AFP
Ísbjörn Yfirvöld í Grænlandi hafa skilgreint björninn sem „vandræðabjörn“.