Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.08.2021, Page 12
VIÐTAL
12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22.8. 2021
N
öfn heimilisfólksins á heimili
Ólafs Teits Guðnasonar í
Vesturbænum eru grafin á
litla álplötu við útidyrahurð-
ina. Blaðamaður rýnir í nöfnin
til að sjá hvort hann sé ekki örugglega á rétt-
um stað. Platan er veðruð og máð en nöfnin þó
enn nokkuð læsileg. Efsta nafnið af fjórum er
fallegt og óvenjulegt: Engilbjört Auðunsdóttir.
Hún býr því miður ekki lengur þarna því Eng-
ilbjört lést í blóma lífsins hinn 11. apríl 2019, á
47. aldursári. Engilbjört var hámenntuð glæsi-
leg kona, móðir, eiginkona, dóttir og vinkona.
Hún er sögð hafa verið með einstaklega dill-
andi hlátur.
Þessar hugsanir fljúga í gegnum huga
blaðamanns sem hringir loks bjöllunni. Dyr-
nar opnast um leið og Ólafur býður glaðbeittur
í bæinn. Hann er búinn að hita kaffi og við
komum okkur þægilega fyrir í hlýlegri stof-
unni. Ólafur talar af ró og yfirvegun en líf hans
og drengjanna hans tveggja gjörbreyttist fyrir
rúmum tveimur árum.
Þrátt fyrir mikinn missi heldur lífið áfram
og það hefur hjálpað Ólafi að skrifa minning-
arbókina Meyjarmissi sem nú er komin út. Þar
skrifar hann um veikindin sem enda því miður
með skelfingu, sorgina, missinn og hugleið-
ingar um lífið. Ólafur vill nú deila reynslu sinni
og segir að mögulega gæti bók hans hjálpað
öðrum sem standa í svipuðum sporum, en hún
er ekki aðeins fyrir fólk sem hefur misst.
Meyjarmissir er öllum holl lesning og hugleið-
ingar Ólafs um sorgina eru athyglisverðar því
eins og hann nefnir réttilega kemst ekkert
okkar í gegnum lífið áfallalaust.
Fallegust og björtust
Ólafur er prestssonur úr Miðfirði sem flutti
sextán ára gamall í höfuðborgina til að fara í
Versló og síðar Háskóla Íslands þar sem hann
lagði stund á stjórnmálafræði. Hann var blaða-
maður í áratug og síðar upplýsingafulltrúi ál-
versins í Straumsvík en er nú aðstoðarmaður
Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur
ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.
Hann kynntist Engilbjörtu, sem einnig var á
þeim tíma í stjórnmálafræði, þegar hann vant-
aði góðar glósur.
„Ég og vinur minn Gísli Marteinn vorum að
fara að læra fyrir próf og vantaði glósur til að
eiga séns á að ná prófinu. Gísli vissi um stelpu
sem væri þekkt fyrir góðar glósur og við bönk-
uðum upp á hjá henni,“ segir Ólafur.
Ástin lét fljótlega á sér kræla því Ólafur gat
ekki gleymt Engilbjörtu. Hann segir frá fyrstu
kynnum þeirra í Meyjarmissi.
Við tókum lyftuna upp á sjöttu hæð. Gísli
bankaði og Engilbjört kom til dyra. Ég varð
undireins heillaður af henni þar sem ég stóð í
dyragættinni, þögull fylgihnöttur glósubeið-
andans, og fylgdist með henni taka brosandi á
móti okkur í gráa lærdóms-jogginggallanum
sínum og taka til glósupakkann handa okkur
félögunum. Hún var brosmild og með inni-
legan, dillandi og smitandi hlátur. Hún var fal-
legasta kona sem ég hafði séð og sú bjartasta.
Hún stóð svo sannarlega undir nafni.
Það leið ekki á löngu þar til þau voru orðin
par. Fljótlega fóru þau að vinna sem flug-
þjónar í pílagrímsflugi í Sádi-Arabíu fyrir Atl-
anta.
„Við unnum þar í tvö, þrjú ár með hléum og
náðum að safna okkur fyrir íbúð. Hún hélt svo
áfram í fluginu en eftir að hún kláraði meist-
aranámið í viðskiptum fór hún að vinna við sitt
fag, í endurskoðunar- og bókhaldsþjónustu.
Hún var nýbúin að skipta um starf þegar hún
veiktist og var nýbyrjuð að vinna á fjármála-
sviði Völku,“ segir Ólafur.
Þau hjón eignuðust tvo drengi, Guðna Þór
1999 og Kára Frey 2005, og lífið gekk sinn
vanagang hjá Vesturbæjarfjölskyldunni.
Veira leggst á hjartað
Sjöundi mars 2019 er dagur sem líður Ólafi
seint úr minni. Hann hafði unnið lengi fram
eftir og sofnað á sófanum. Engilbjört vakti
hann snemma morguns með þeim orðum að
hann yrði að hringja á sjúkrabíl, hún væri lík-
lega komin með það sama og síðast. Þar vísaði
hún til veikinda tveimur árum áður en þá hafði
hún fengið gollurshúsbólgu, bólgu í bandvef
sem liggur utan um hjartað. Í það skiptið hafði
hún lagst inn á spítala en náð sér á nokkrum
vikum.
„Hún vakti mig og var mjög illa haldin og
máttfarin. Þetta lýsti sér eins og síðast; alls-
herjar vanlíðan. Ég hringi á sjúkrabíl og við
brunum á bráðamóttöku og þaðan fer hún inn
á hjartadeildina. Ég varð ekki strax mjög óró-
legur því síðast hafði hún jafnað sig á þessu.
Hún var send í hjartaþræðingu og ég sá hana
ekkert meir fyrr en mörgum klukkutímum
seinna, en ég frétti síðar að líkaminn hefði far-
ið í lost í þræðingunni og hún var því komin á
gjörgæslu. Ég heimsótti hana á gjörgæsluna
og henni leið enn verr en um morguninn. Ég
þurfti síðan að sinna yngri syni okkar Kára og
fór því heim og gaf honum kvöldmat, en eldri
sonurinn Guðni var þá í Brussel í skóla-
ferðalagi með Versló. Ég lét hann vita að
mamma hans væri á spítala en myndi örugg-
lega jafna sig eins og hún hafði gert áður,“ seg-
ir Ólafur en hann skrifar síðar um þennan dag
í bók sína.
Þegar ég settist svo í bílinn fyrir utan spít-
alann til að fara til Kára Freys brast ég í grát,
svo illa leist mér á blikuna. Ég upplifði í fyrsta
sinn að Engilbjört gæti verið í alvarlegri lífs-
hættu. Eftir á að hyggja tók ég þarna út fyrstu
sorgina yfir því að missa hana. Dauðinn gerði
vart við sig í vitund minni og ég hugleiddi í
fyrsta sinn að hún gæti dáið.
Ólafur fór beint aftur upp á spítalann eftir
kvöldmatinn með Kára.
„Þarna um kvöldið var mér sagt að þetta
væri að þróast í verri átt og hún þyrfti á að-
gerð að halda sem myndi taka langan tíma,“
segir Ólafur, sem sendi strax leigubíl eftir
Kára.
„Ég varð töluvert hræddur fyrir þessa að-
gerð. Mér var sagt að greinst hefði í henni
inflúensuveira sem hafði lagst á hjartað og or-
sakað hjartabólgu.“
„Ég hefði eiginlega viljað skrifað þetta endalaust.
Það var erfitt að sleppa pennanum og segja að
þessu væri lokið. Þá sá ég að það var sjálfsblekk-
ing í byrjun að segja að ég væri ekki að þessu til
að vinna úr sorginni. Ég var örugglega að því.
Þetta gaf mér mjög mikið,“ segir Ólafur Teitur
sem er nýbúinn að gefa út bókina Meyjarmissi.
Morgunblaðið/Ásdís
Sorgin er hin hliðin á ástinni
Ólafur Teitur Guðnason missti konu sína Engilbjörtu fyrir rúmum tveimur árum. Þrátt fyrir að sorgin muni ávallt lifa með
honum hefur hann ekki lagt árar í bát. Samkennd fólks og bókarskrif hafa hjálpað honum í gegnum erfiða tíma.
Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is
’
Seinni part dags erum við
kölluð aftur inn á spítalann
og sáum strax að við myndum
ekki fá góðar fréttir. Við fengum
þær fréttir að í ljós hefði komið
mikil heilablæðing og skaðinn
væri óbætanlegur.