Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.08.2021, Page 17

Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.08.2021, Page 17
ar sjónvarpsávarp var boðað í byrjun vikunnar gerðu flestir ráð fyrir að það hlyti að snúast um þessa síðustu atburði. En þá kom forsetinn og las upp ræðu um veirufaraldurinn! Blaðamenn hrópuðu hver ofan í annan spurningar um Afganistan en Bi- den hraðaði sér burt af sviðinu og virtust blaðamenn þá loks sýna að þeim væri misboðið. Fram að þessu hefur verið algjör samhljómur í þeim hópi sem hefur slegið skjaldborg um Biden og enginn „fréttamaður“ þar frétt eitt né neitt um nýjustu ógöngur á þeim bæ. Spurningin er því sú, hvort nú verði snúið við blaðinu eða hvort næsti þáttur kjallararevíunnar verði settur upp í Delaware. Einn blaðamaður sagði af þessu tilefni: Við getum vissulega haldið áfram að horfa og hlusta á Biden á hinu stóra pólitíska sviði, en lágmarkskrafa af okkar hálfu er að tjaldið verði aldrei dregið frá, því þá kemst allt upp. Alvarleg gagnrýni Charles Moore, einn af þekktustu blaðamönnum Bretlands og höfundur frægrar ævisögu frú Thatch- er, skrifar grein um þessa nýjustu atburði, en hann er gjörkunnugur sögu Afganistans allt til síðustu áratuga. Hann vitnar til samtala sinna við breska hermenn og hvernig þeir ásamt Bandaríkjamönnum höndluðu mál þar. Hann segir að vissulega hafi við- fangsefnin iðulega verið hryllileg við að eiga, en staðreyndir málsins nú hafi ekki á neina lund rétt- lætt hina stórundarlegu niðurstöðu Joes Bidens um það, að flótti hafi verið einasti kosturinn sem hann og Bandaríkin hafi átt og hann hafi bjargað sér á flótta og skilið afganska bandamenn sína eftir á auðri flugbrautinni og látið þá bíða þess þar að ofstækismennirnir, sem hans eigin þjóð og banda- menn hennar höfðu lagt að velli, myndu handsama þá varnarlausa. Þessi staða var hreinn tilbúningur og „Biden for- seti var einn um að skapa þessa smánarlegu hrakför Bandaríkjanna og bandamanna þeirra“. Fráleitur samanburður Biden hefur í vörn sinni fyrir vondan málstað líkt veru Bandaríkjanna í Afganistan við Víetnamstíðið. En eins og Moore bendir á, þá er þar fátt sambæri- legt. Bandaríkin hafa verið helmingi lengur í Afganist- an en í Víetnam. Tæplega 60 þúsund hermenn féllu í Víetnam í 10 ár en um 2.500 í Afganistan í 20 ár. Í Víetnamtíð voru ungir menn skyldaðir til hernaðar að viðlagðri refsingu. Í Afganistan er eingöngu um að ræða atvinnuhermenn. Í hálft ár hafa örfáir menn fallið í Afganistan. Aðeins lítið brot af þeim fjölda sem fallið hefur úr hópi bandarískra lögreglumanna í slag við glæpamenn og óeirðaseggi heima fyrir! Upp á síðkastið hefur Bandaríkjaher og banda- menn ekki sinnt hernaði í hefðbundnum skilningi. Þeir voru að treysta grundvallarþátt verunnar þar, öryggið í landinu. Barack Obama forseti var gagnrýndur fyrir að hafa lýst því yfir árið 2014 að Bandaríkin og banda- menn hefðu unnið stríðið í Afganistan. En sú yfirlýs- ing forsetans stóðst. Nú væri verkefnið, sagði for- setinn, aðeins það að tryggja friðinn. Moore segir að Biden forseti hafi einn og sjálfur stofnað til allra þessara ófara með því að tilkynna sína „brjálæðislegu ákvörðun“ um að Bandaríkin yrðu farin frá Afganistan, hvað sem tautaði eða raul- aði, hinn 11. september, á 20 ára afmæli árásanna á tvíburaturnana í NY. Sú sérkennilega sigurstund talíbana sem Biden boðaði til er tapstund allra annarra. Styrmir Gunnarsson Styrmir Gunnarsson, ritstjóri Morgunblaðsins um langa hríð, skrifaði á hefðbundnum tíma grein í blaðið sem birtist í dag, laugardag, á sínum sérstaka stað. Hann hafði fengið próförk senda, las hana yfir á heimili sínu, undirritaði og sendi hana til baka til birtingar. Það varð hans síðasta verk. Frétt um andlát hans er á forsíðu Morgunblaðsins í dag. Síðar gefst samferðamönnum hans færi á að minnast hans. Hann var ötull og lifandi í starfi sínu, tryggur þeim samferðamönnum sem hann bast böndum, tryggur og trúr málstað sem hann taldi verðskulda stuðning góðra manna, og vakandi yfir hagsmunum þeirra sem of oft vildu gleymast. Hann tók slag, stundum óvæntan slag, án umhugs- unar um það, hvort þau afskipti kynnu að gera hon- um sjálfum gott eða vont, í bráð eða lengd. Þannig var hann. Morgunblaðið/Baldur 22.8. 2021 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.